miðvikudagur, desember 14, 2005

KING KONG

Ég fór á KING KONG í gærkvöldi og þvílík snilld........vá maður ef Peter Jacksson er ekki einn sá mesti snillingur í kvikmyndagerðð að þá veit ég ekki bara hvað......

Hún er rosaleg þessi mynd og ef þú ferð ekki og sérð hana að þá......æi þá er það bara þinn missir sko

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, desember 12, 2005

Jungle speed

Ég fór á jólahlaðborð á föstudaginn með vinnunni og síðan í sumarbústað. Við vorum nokkur stykki talsins og var rosa gaman. Í þessu geimi voru tveir einstaklingar sem eru að flytja inn spil sem kallast jungle speed. Þetta spil er það allra skemmtilegasta spil sem ég hef spilað nokkurn tímann. Ég reyndar stóð mig alls ekkert vel en þvílík snilld. Mæli með því við alla að kíkja í spilabúð Magna og kaupa þetta spil og spila með vinum og fjölsk yfir jólin.

Síðan er ég að fara að til Færeyja á föstudaginn og verð yfir helgina. Verður gaman að heimsækja brósa og fjölsk. Sjá litlu Rebekku Dís sem er nýasti erfinginn.

Einnig var verið að bjóða mér að taka þátt í verkefni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Veit ekki hvort að ég geti það en það gæti verið rosa spennandi.

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, desember 08, 2005

Varð að koma þessu að

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er mikilvægt að minnast þess að ekki eru allir jafnlánsamir. Fjöldi fólks á Íslandi á erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og eru jólin því erfiður tími fyrir þennan hóp.

Ungir jafnaðarmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja á aðventunni og hafa boðið Mæðrastyrksnefnd að leggja henni lið.

Aðstoðinni var að sjálfsögðu tekið með fegins hendi og ætla Ungir jafnaðarmenn að fjölmenna í gamla Ó Johnson og Kaaber húsið í Sætúni (snýr út að Sæbraut rétt hjá Höfða) fimmtudaginn 22. desember næstkomandi og aðstoða Mæðrastyrksnefnd.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá framkvæmdastjóra UJ á netfangið: jens@samfylking.is eða í síma 698 7755.

Við hefjumst handa kl 9.00 en einnig er hægt að mæta í hádeginu fyrir þá sem eru vinnandi.

Við þurfum að láta Mæðrastyrksnefnd vita hversu margir ætla að mæta í næstu viku og því biðjum við þá sem ætla að mæta að senda póst á fyrir kl. 18 miðvikudaginn 14. desember.

Nauðsynlegt er að fram komi nöfn þeirra sem ætla að mæta, hvenær þeir geta komið og hversu lengi þeir geta verið.

Stjórn Ungra jafnaðarmanna hvetur alla til að koma og taka vini og ættingja með.

Með von um góðar undirtektir,
Jens

miðvikudagur, desember 07, 2005

Jamm og jæja þá er það pólitíkin

Veit ekkert hvort þið munið nenna að lesa þetta, er ekkert of viss um það but here it goes.

Ég er búinn að lýsa því yfir hér áður að ég sé samfylkingamaður og skammast mín ekkert fyrir það, ég er meira að segja í stjórn Ungra Jafnaðarmanna og hef brennandi áhuga á pólitík og öllu sem því við kemur. Fram að þessu hausti hef ég ekkert verið eitthvað rosalega aktívur í póltísku starfi, aðeins komið nálægt því. Ég hef haft mjög gaman að því að rökræða pólitik við vini mina og fólk sem er í kringum mig.

Það að ég sé samfylkingamaður og starfi innan þess flokks liggur það í loftinu að sé á móti núverandi ríkisstjórn og mun ég ekkert draga dul á það. Mér finnst kominn tími til að stjórnvöld sem hafa hagað sér með þeim hætti eins og núverandi ríkistjórn hefur gert, dragi sig í hlé. Þeir eru búnir að vera við völd of lengi og eru hættir að sjá út fyrir kassann. Gott dæmi er öryrkjamálið, ok þetta er kannski orðið þreitt en samt, það hvernig öryrkjar hafa það í þessu landi er okkur til skammar. Við montum okkur að því að vera svo rosalega rík og allt sé í svo miklum blóma......djö kjaftæði alltaf hreint. Það að þessi ríkistjórn skuli ekki sjá sóma sinn í því að þeir sem eiga erfitt í þessu landi skuli getað lifað sómasamlega er ekket annað en hræsni í ljósi þess að þeir eru að henda tugum ef ekki hundruðum milljóna í sendiráð hingað og þangað um heiminn en geta ekki búið þessum hópi fólks almennileg lífsskjör.

Og síðan er það blessaðu eldri borgarar þessa lands. Fólk sem hefur komið þessu landi á þann stað sem það er, útúr moldarkofunum, það er látið dúsa á elli/hjúkrunarheimilum sem eru ekki einu sinni rottum samboðið. Hvað er það bara að Amma mín þurfi að búa til kleinur og selja til þess að hafa salt í grautinn, manneskja sem er búin að vinna allt sitt líf.

Ein besta vinkona mín er 2gja barna móðir, hún er einstæð. Þessi manneskja er ein af þeim sem eiga alla mína virðingu skilið og ég dáist að henni og það kemur ríkistjórninni ekki rassgat við. Hún er eins og áður sagði 2gja barna móðir og hún er í skóla en það er ekki mikið meira en það sem hún getur gert og hún gerir það bara á dugnaðinum og hörkunni einni saman, því að hún vil og ætlar að læra það sem hún vill og fær hún ekki mikinn stuðning frá yfirvöldum til þess, heldur er það dugnaður og kraftur sem einkennir hana.

En það eru ekki allir jafn heppnir og hún, það eru dæmi þess að einstæðar mæður eru á götunni með börn sín, þurfa að leita til hjálparstofnana um hver mánaðarmót til þess að geta lifað af, jafnvel að ganga svo langt að fara í viðtal við DV til þess að vekja athygli á sínum aðstæðum, þær fá hvergi fyrirgreiðslu.

Starfsfólk í leikskólum og umönnunarstörfum eru að vinna ein þau mikilvægustu störf sem unnin eru í þessu landi og fólk er ekki að vinna þar vegna góðra launa, fólk er að vinna þessi störf af hugsjón og af ánægju, ég þekki það af eigin raun. Ég er að vinna á leiksskóla aðra hverja viku, það er tekinn af mér fullur skattur og ég er að fá 28.000 útborgað, ef ég væri ú fullu starfi og með skattkort væri ég að fá í hendurnar um 90.000. kr. Fyrir fullt starf. Móðir mín er að vinna við ummönnun eldri borgara, eftir 18 ár í starfi er hún að fá 70.000 + í hendurnar, reyndar fyrir 65% starf en samt.....18 ára óeigngjarnt starf.

Með þessu er ég ekki að segja að það sé allt ómulegt í þessu landi, ég hef það fínt að mörgu leyti og við megum vera þakklát fyrir margt en það að að ein ríksta þjóð í heimi skuli ekki sjá sóma sinn í því að allir skuli vera jafnir óháð kyni, aðstöðu,litarhætti heldur eingöngu hyggla þeim sem eru vel stæðir nú þegar og bilið milli ríkra og fátækra gerir ekkert nema að stækka, er til háborinnar skammar.

Það er kominn tími á breytinga og samfylkingin er það afl sem mun gera það. Nú er mikið rætt um að Ingibjörg Sólrún sé óhæfur formaður og sé að sigla flokknum í strand, við þá sem halda þessu fram vil ég aðeins segja þetta. talið um það sem þið hafið vit á. Það eru 18 mánuðir til alþingiskosninga og þá mun flokkurinn sína yfirburðastöðu sína. Sjálfstæðisflokkurinn var í nækvæmlega sömu stöðu í skoðunarkönnunum rétt eftir að Davíð tók við, það tók hann tíma til þess að ná að skerpa á hlutunum, nú er komið að okkur.

Þetta mun verða áframhaldandi hjá mér, ég mun framvegis skrifa um pólitík og mínar hugsjónir hér, ekki eingöngu heldur þegar við á. Einnig mun ég á næstu dögum kynna hver ég er og mínar hugsjónir. Það sem fram kemur hér að ofan er eingöngu það sem er á allra vörum og þar af leiðandi ekki eitthvað sem er bundið við mig. Næsti pistill mun fjalla um framsókn og Halldór Ásgrímsson, mann sem situr sen forsætisráðherra, forsætisráðherra sem er með formaður í flokki sem er með 11% fylgi. Það myndi hvergi annarstaðar ganga upp í vestrænu lýðræðislandi

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, desember 05, 2005

úfff......hvað á maður nú að gera?

Jamm og jæja, þá er törnin búin og leikritið Blóðberg er búið að eiga sína síðustu stund í bili á sviði loftkastalans. Sýndum við á föstud lokasýningu og var það nokkuð gaman en samt skrítið. Það fengu ýmsir hlutir að fjúka sem ekki hafa fengið að fjúka fyrr og setningum bætt við og grínið meira og stærra....smá svona lokasýningarflipp.

Annars er ég rosa stoltur af því að hafa fengið tækifæri á því að kynnast og vinna með öllu þessu frábæra fólki sem stendur að stúdentaleikhúsinu. Þetta var magnað tímabil, strembið og svoldið pússlerí og svona en engu að síður æðislegt. Ég kom þarna inn, þekkti engan, ekki einu sinni stúdent og þar af leiðandi ekki einu sinni í HÍ en samt var tekið vel á móti mér og ég tel að þarna hafi ég eignast vini sem muni verða það áfram þótt að þetta tímabil sé búið í lífi okkar allra. Takk elskunar mínar....þið eruð æði.

Annars virðist ég ekkert ætla að losna við þetta blessaða kvef/hálsbólgurusl. Var laus við það í nokkra daga og er síðan komið aftur af fullum þunga....æðislegt eða hitt og heldur.

Ég fór í klippingu í dag, það er kannski ekki frásögu færandi ef ekki væri fyrir þann pening sem þetta kostaði mig, 8.600 kr takk fyrir, klipping og strípur. Ok jú þetta er vel gert og allt það og stofan gegggjuð og allt en þetta ekki samt komið í öfgar þegar fólk er að borga vel á 10.000 þús í klippingu?

Ég reyndar er það heppinn að hárið á mér vex óeðlilega hægt þannig að ég þarf ekki að vera að spá í þessu á daglegum basis.

Er að spá í það hvort að ég eigi að opinbera mig hér í netheimum, ég nebbilega þori alveg að standa við það sem ég skrifa og svona og það er engin mistík í því að vera einhver huldumaður þótt vinir mínir viti alveg hver ég er sko......ætla að spá í þessu eitthvað áfram

Þannig að

Stay tuned

Ps: Fór á Brim í gær, mun skrifa gagnrýni fljótlega
Vilijði vita hvað mér finnst?

Comentaðu nafninu þínu og..

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

mánudagur, nóvember 28, 2005

Went to a party

I went to a party,
And remembered what you said.
You told me not to drink, Mom
So I had a sprite instead.

I felt proud of myself,
The way you said I would,
That I didn't drink and drive,
Though some friends said I should.
I made a healthy choice,

And your advice to me was right,
The party finally ended,
And the kids drove out of sight.
I got into my car,
Sure to get home in one piece,
I never knew what was coming,

Mom
Something I expected least.
Now I'm lying on the pavement,
And I hear
the policeman say,
The kid that caused this wreck was drunk,

Mom, his voice seems far away.
My own blood's all around me,
As I try hard not to cry.
I can hear the paramedic say,
This girl is going to die.


i'm sure the guy had no idea,
While he was flying high,
Because he chose to drink and drive,
Now I would have to die.

So why do people do it, Mom
Knowing that it ruins lives?
And now the pain is cutting me,
Like a hundred stabbing knives.

Tell sister not to be afraid, Mom
Tell daddy to be brave,
And when I go to heaven,
Put " Mommy 's Girl" on my grave.

Someone should have taught him,
That it's wrong to drink and drive.
Maybe if his parents had,
I'd still be alive.

My breath is getting shorter, Mom
I 'm getting really scared.
These are my final moments,
And I'm so unprepared.

I wish
That you could hold me Mom,
As I lie here and die.
I wish that I could say,
"I love you, Mom!"

So I love you and good-bye.

ég ætla ekki að þykjast hafa samið þetta enda vita það örugglega allir en þetta stakk mig í hjartað því að ég er ekki saklaus að hafa keyrt undir áhrifum hér áður fyrr, sem betur fer að þá varð ég ekki öðrum né sjálfum mér að tjóni og hef tekið út mína refsingu, en því miður að þá er fólk sem gerir þetta og vonandi verður hægt að gera eitthvað til að stemma stigu við því

Þannig að

Stay tuned
Common.....eru þetta menn sem eiga að erfa landið??

Ok...tek það fram að ég er ekkert barnanna bestur og hef gert mikið af vitleysu í gegnum árin en mér hreinlega blöskraði þegar ég sá fréttirnar á NFS á laugard. Þar var sýnt myndband sem sýndi tvo unglingspilta elta hann Tryggva "Hring" uppi og hella yfir hann vatni og hveiti.

Ég varð gjörsamlega orðlaus og satt best að segja bara fokvondur, þvílíkur barnaskapur og já segi það bara hreint út djö....bjánar. Og síðan klikka þeir út með það að segja að "þetta var bara einhver róni og þetta var bara fyndið". Tryggvi var jú útigangsmaður hér á árum áður en er búinn að snúa við blaðinu, en ef svo væri ekki .þ.e. að hann væri en útigangsmaður að væri þetta þá í lagi þar sem hann væri það!!!!!!!!

En reyndar eru þeir búnir eftir því sem mér skilst, að biðja Tryggva afsökunar og það er vel og vonandi muni þeir ekki haga sér svona aftur.

Það var gaman að sjá Tryggva í viðtali í NFS í gær, hann sagði að honum hefði liðið eins og innanbúðarkellingu í kaupfélagi....hvað svo sem það er? Og að það kannski versta að hann hefði verið svo lengi að þrífa hjólið

En virkilega gaman að sjá hann svona sain á því. Man eftir því þegar ég var 18-19 ára að rúnta niður í bæ og hann var á hjólinu sínu, og einhvern tíman að þá var hann stopp á laugarveginum og ég var á eftir honum...hann eins og áður sagði á hjólinu og ég á bíl og hann bara eipaði og öskraði á mig að ég væri að menga landið með þessari bíldruslu....

þannig að

Stay tuned

föstudagur, nóvember 25, 2005

Jenný!!!!!.......Jenný!!!!!......Jenný ert það þú?

Var að koma af sýningu á Blóðberg.....semi fjöldi áhorfenda, það mætti alveg vera fleiri.....comment kvöldsins er það sem fram kemur hér í fyrirsögninni og það er snillingurinn Bárður sem á það, ég ætla ekkert að útskýra það neitt frekar, svona innanhúss grín.

Hannes Hólmsteinn var víst með "málsvörn" í dag vegna ummæla sinna um Jón Ólafss athafnamann.....þetta var mjög laim tilraun til þess að koma vel út og fría sig......þið verðið að horfa á kastljósið til þess að fá frekari útskýringar á þessu.....getið farið inn á http://www.ruv.is til þess að sjá þetta

Annars bara nokkuð kátur

Þannig að

stay tuned

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Hvað er eiginlega málið með þetta rugl....mér finnst þetta alls ekkert skemmtilegt

Eyja kitlaði mig......ég nenni þessu ekki en here it goes

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1.Fara til Afríku
2.Búa í útlöndum
3.Ná mér í yndislega konu
4.Eignast börn
5.Kaupa mér hús í slóveníu þannig að ég geti alltaf verið þar í fríum
6.Skrifa bók
7.Leikstýra kvikmynd/leikriti

7 hlutir sem ég get gert:
1.Keyrt ýmis ökutæki
2.Eldað
3.Bakað
4.Leikið....allavegan eitthvað
5.Skrifað
6.Drukkið kaffi og það mikið af því
7.Lært leiktexta

7 hlutir sem ég get ekki gert:
1.Gengið með derhúfu
2.Flogið flugvél
3.Sungið
4.Haldið takti
5.Teiknað
6.Borðað kjötsúpu....vibbi
7.haldið bolta á lofti lengur en 10 sinnum

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1.Augun
2.Brosið
3.Röddin
4.Rassinn
5.Persónuleikinn
6.jákvæðni
7.heiðarleiki

7 frægir kvennmenn sem að heilla mig:
1.Angelina Jolie
2.Chatrine z
3.Jessica Alba
4.Nicole Kidman
5.Monica belluci
6.Shakira
7.Cristhina Aquilera...bitche


7 orð sem ég segji oftast:
1.Já
2.Nei
3.Er það!!!!
4.ok
5.Glætan
6.Pfuh
7.ég veit


7 manneskjur sem ég ætla að kítla:
1.Atli
2.Ólöf
3.Eva Rós
4.Þóra jenný
6.Grjónið
7.Karen

þannig að

stay tuned
Það fór eins og ég sagði, búið að koma Birni Inga að

Björn Ingi tilkynnti um framboð sitt á Laugardaginn, daginn eftir að ég kom með kenninguna mína um að það myndi gerast.

Fór á leiksýninguna Frelsi í þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, og þvílk snilld að mörgu leyti. Sviðsmyndin er æpandi flott og tónlistin er massa góð og leikararnir flestir æðislegir. Það er þó einn leikarinn sem stóð algjörlega uppúr....og það er Arnbjörg Hlíf Valsdóttir.....hef ekki hingað til sem fílað hana sem leikkonu......en hún gjörsamlega heillaði mig uppúr skónum og ég trúði henni......æðisleg bara. Gisli Pétur Hinriksson var einnig í stóru hlutverki og var hann góður og traustur. Sigurður Skúlasson er bara orðinn ákveðið gæðastimpill, ef hann er að leika í viðkomandi verki að þá má maður vera viss um að hann standi fyrir sínu. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir gerir æðislega vel í sínu kúgaða hlutverki. Anna Kristín Arngrímsdóttir er þokkalega góð...fær kannski ekki úr miklu að spila. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir er að leika í fyrsta skiptið í þjóðleikhúsinu og er það vel að Jón Páll leikstjóri notist við unga og efnilega leikara, og skiptir þá engu þótt viðkomandi hefur lært hér heima eða erlendis eins og Ísgerður......flott hjá þér Jón Páll. Og Ísgerður gerir ágætlega vel í sínu....átti alveg létt með að trúa því að hún væri 16 ára gelgja.

Þá á ég eftir að minnast á aðalleikarann Ólafur Steinn Ingunnarsson....ÓIafur Steinn útskrifaðist í LHÍ í vor, hann leikur í þessari sýningu ungan menntaskóla strák sem er búinn að fá nóg að því hvað það er mikil ójöfnuður í þessum heimi og hann smalar saman hóp af ungu og fólki til þess að efna til mótmæla og snýst sýningin um það. Þetta er skemmtileg ádeila á þjóðfélagið sem viðð lifum í. Ólafur er mjög góður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni

Jón Páll gerir virkilega vel með þann efnivið sem hann hefur í höndunum....ekki skrítið að hann sé talinn einn af efnilegustu leikstjórum landsins.

Ef ég á að nefna einhvern galla að þá er það eittthvað sem er kannski frekar persónubundið, er ekkert endilega viss um allir muni eða hafi upplifað það sama og ég. Sýningin er semsagt sýnd á smíðaverkstæði þjóðleikhússins og til þess að komast í sætin að þá þarfftu að labba yfir sviðið, það er í sjálfu sér allt í góðu ef ekki væri fyrir það að það er ekkert klósett á svæðinu, ekki nema í andyrinu og þangað kemstu ekki nema þegar það er annaðhvort hlé eða sýningin búin. Þetta er ekki gott mál fyrir einstakling með litla þvagblöðru eins og vinir mínir og kunningjar og samleikendur mínir í stúdentaleikhúsinu hafa komist að.

Og það gerðist í gær að ég þurfti mikið að losa þvag....klukkutími búin af sýningunni og rúmur hálftími eftir og ekkert hlé.....ég gat ekki lengur haldið í mér, þannig að ég þvældist eitthvað bakvið og þar gerðist Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir bjargvættur minn og hleypti mér að klósetti sem leikararnir hafa til afnota fyrir sig.....ég hef aldrei hitt Lilju áður og það að hún skuli hafa dregið mig þangað bakvið......takk takk takk takk takk.....bjargaði mér .

Einnig var það að ég sat í efstu sætarröð og þegar eitthvað var að gerast "neðst" á sviðinu eða alveg upp við vegg vinstra meginn að þá sá ég ósköp lítið....það er mikill galli....en hafði engin afgerandi áhrif á upplifun mína af sýningunni....varð eins og áður sagði yfir mig hrifinn.....mæli með henni við alla

Allir síðan að koma á sýningunna á Blóðberg á næsta Þriðjud kl 20:00 miðasala í Loftkastalanum....kostar aðeins 1500 kr.....1000 fyrir HÍ nema

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, nóvember 18, 2005

búið að redda Alfreði góðu djobbi

Jæja nú er Framsókn búið koma Alfreði frá. Hann er búinn að vera forustunni óþægilegur ljár þúfu undanfarna mánuði og eitthvað urði þeir að gera til þess að losna við hann úr borginni og koma sínum gæðingi að .þ.e.a.s. Birni Inga Hrafnsson. Ekki það að ég sé einhver sértakur aðdáandi Alfreðs Þorsteinssonar heldur þvert á móti, mér finnst hann gamaldags og laus við allann þokka en hann er þó skárri heldur en Björn.

Þetta er skýrasta dæmið í dag um það hvaða ráðum er beitt til þess að koma fólki úr störfum þegar þeir eru ekki enn að fara sömu götu og forystan, þá er þeim bolað í burtu og komið fyrir í rólegum störfum. Svoldið fyndið til þess að hugsa að hann á að fara að sjá um starf, starf sem á að sjá um framkvæmdir á hátækni sjúkrahúsi og hann var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem byggði eitt dýrasta húss íslandssögunar og fóru langt fram úr áætlunum.......fyndið.

Er að lesa Jónsbók ( sögu Jóns Ólafssonar athafnamanns ) og er þetta skemmtileg lesning, ágætt að lesa hana þegar maður liggur veikur heima. Er orðinn þreyttur á þessum veikindum og þetta virðist vera að fara, er allavegna hressari en ég er búinn að vera undanfarna daga og það gefur vonandi góð fyrirheit.

Verð einnig að lýsa ánægju mína með NFS ( Nýju fréttastofuna ) Mikið var að það kom almennilega fréttastöð hingað til lands, eins og tíðkast hefur í þeim löndum sem við berum okkur helst við. Þetta er mikil gleðitíðindi í för með sér fyrir fréttasjúkling eins og mig.

Er búinn að vera að skoða leiklistarskóla erlendis og búinn að senda nokkrum þeirra mail um það hvort að þeir ætli að koma hingað til lands og halda inntökupróf, eru tveir þeirra búnir að gefa jákvæð svör og einn þeirra búinn að segja að það komi vel til athugunar vegna þeirra skemmtilegu tilviljunnar að þessi skóli er með íslenskann kennara, vonandi að af þessu megi verða þannig að maður þurfi ekki að eyða jafnmiklum tíma í það að ferðast á milli staða í London og síðan til skotlands og annars hefði þurft.

Var að skoða heimasíðu ryanair og það kostar 0.01 pund að fara frá skotlandi til london....mikil snilld bara og þess vegna held ég bara að það sé skynsamlegt fyrir mig og þá sem eru í sömu hugleiðingum og ég að fara til skotlands og fljúgja síðan þaðan til London, þ.e.a.s. sem ætla að fara í inntökupróf í skotlandi á annað borð. Ég er búinn að vera að skoða Royal Scottish Academy Of Dramatic Arts og hugsa að það sé góður skóli og ekki skemmir fyrir að það er íslendingur að læra þar leiklist í dag

þannig að

stay tuned

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

ansans veikindi alltaf hreint

Skil eiginlega ekki hvað er í gangi, ég er búinn að vera að núna í rúmar tvær vikur meira og minna veikur, með einhverja kvef/hausverkja/ógleði/hálsbólgu-drullu. Og þetta er ekki það skemmtilegasta, þetta er einfaldlega lengsta tímabil veikinda í mínu lífi og ég vona það að þetta fari nú að ljúka

Annars er ég bara nokkuð kátur fyrir utan þetta, var að kaupa mér Jónsbók ( sögu Jóns Ólafssonar athafnamanns ) og ætla mér að lesa hana á meðan ég ligg fyrir.

Þannig að

Stay tuned

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Erfiðleikar að plögga og pólitísk tíðindi

Við í Stúdentaleikhúsinu eigum í erfiðleikum með að plögga okkur almennilega í fjölmiðlum, það er bara því miður eins og að fjölmiðlar hafi ekki áhuga á að kynna grasrótarstarfsemi í leiklist. En við látum ekki deigan síga og höldum okkar striki með sýningar á snilldarverkinu blóðberg. Tveir dómar hafa birst, annar þeirra var ekki nógu jákvæður og hinn var bara nokkuð góður fyrir utan það að eitthvað hafði gagnrýnandinn við það að athuga að við erum með leikrit byggt á kvikmynd en auðvitað er þaðp álitamál hvaða leið á að fara í þeim efnum, við erum sátt og teljum okkur vera með sterka sýningu og höfum fengið gott feeadback frá hinum almenna áhorfenda, þótt þeir megi alveg vera fleiri. Því hvet ég ykkur sem lesið þetta blogg að fjölmenna á sýningu hjá okkur, jafnvel þótt þið hafið séð hana áður og látið fólk vita af henni, uppl um sýningadaga og tíma er á Síðunni okkar

Ég talaði við umsjónarmenn ísl í bítið og kastljós í dag og vonandi sjá þeir sér fært á að fá okkur til sín til að kynna okkur og þessa mögnuðu sýningu.

Annars er það að frétta af mér að ég er búinn að setja íbúðina á sölu og vonandi kemur eitthvað útúr því, ástæða þess er sú að ég stefni á það að flytja erlendis á næsta ári ef ég kemst ekki inn í skólann hér heima. Gera eitthvað skemmtilegt og láta gott af mér leiða. Mið bróinn eignaðist dóttur fyrir einhverjum dögum síðann, man því miður ekki dagsetninguna en prinssessan er sú þriðja í röðinni hjá honum og konu hans, þrjár stelpur......stóri bró með 4 stráka.....voðalega eru við eitthvað einhæfir...eða þeir þar sem ég á ekki börn, vonandi eignast ég þó börn og hef þetta eitthvað jafnari kynjahlutföll, myndi vilja eignast bæði kyn en maður ræður því víst ekki frekar en öðru:) En litla stelpan fékk nafn á sunnud, Rebekka Dís, fallegt nafn og stefni ég á að reyna að heimsækja þau út áður en langt um líður.

Einnig er það að frétta að ég var kosinn í framkvæmdarstjórn Ungra Jafnaðarmanna fyrir næsta starfsár, er meðstjórnandi. bara gaman að því, vonandi nær maður að láta eitthvað gott af sér leiða þar.

þannig að

stay tuned

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Til hamingju Ilmur og snillingurinn Ágústa Eva A.K.A Silvía Nótt

Ég er búinn að vera ástfanginn af henni Ilmi alveg síðan ég sá fyrsta þáttinn stelpunum og hún gerir ekkert annað en að brillera í þessum þáttum......ertu ekki í gríninu......Snilld, hún er svo svaðalega fyndin og mögnuð leikkona, innilega til hamingju Ilmur með verðlaunin, en fyrir ykkur sem ekki vita að þá vann hún EDDUNA fyrir besta leik í aðalhlv.

Síðan er það drottningin og egódruslan Silvía Nótt sem er sigurvegari kvöldsins, besti sjónvarpsþátturinn og besti sjónvarpsmaðurinn, ekki slæmt fyrir rookie. Enda er Silvía æðisleg skilirru.....fokkfeis

Þannig að

stay tuned
Eitthvað skemmtilegt

1. HVENÆR VAKNARÐU Á MORGNANA
Mjög misjafnt

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ?
Jesú Kristi

3. GULL EÐA SILFUR?
Silfur

4. HVAÐ VAR SÍÐASTA MYNDIN SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ?
The transporter 2....ekki góð


5. UPPÁHALDS SJÓNVARPSÞÁTTURINN?
Friends og reyndar kemur Lost sterkur inn


6. HVAÐ BORÐARÐU Í HÁDEGINU ?
Kjúllarétt


7. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR?
Verða leikari og vonandi láta gott af mér leiða.

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI?
Langt því frá.

9. HVAÐ VEITIR ÞÉR INNBLÁSTUR?
Fólkið í kringum mig, flott tónlist, góðar bækur svo fátt eitt sé nefnt

10. HVAÐ ER MIÐNAFNIÐ ÞITT?
Freyr

11. STRÖND, BORG EÐA SVEITASÆLA?
hummmm.........Sveitin er æðisleg en 101 rvk líka

12. SUMAR EÐA VETUR?
Sumar......í slóveníu....reyndar er sumarið á ísl ágætt líka og veturinn því þá er leiklistarstúss í gangi.

13. UPPÁHALDS ÍS?
Á engann

14. SMJÖR, SALT EÐA SYKUR Á POPP?
popp er vibbi

15. UPPÁHALDS LITURINN ÞINN?
Blár


16. UPPÁHALDS BÍLLINN ÞINN?
veit ekki


17. HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ BORÐA Á SAMLOKU?
hummm....skinka og ostur held ég bara

18. HVERT FÓRSTU SÍÐAST Í FRÍ?
Fór til spánar sællar minningar

19. HVAÐ LÍKAR ÞÉR SÍST Í FARI FÓLKS?
Óheiðarleiki og hroki

20. UPPÁHALDSBLÓM?
Magnolia....( hehehhehe )

21. EF ÞÚ YNNIR STÓRA POTTINN Í LOTTÓINU, HVERSU LENGI MYNDIRÐU BÍÐA ÁÐUR EN ÞÚ SEGÐIR FÓLKI FRÁ ÞVÍ?
Svona min áður en fjölsk fengi að vita

22. SÓDAVATN EÐA VENJULEGT VATN?
Kristal+ rauður

23. HVERNIG ER BAÐHERBERGIÐ ÞITT Á LITINN?
Hvítar flísar

24. HVAÐ ERU MARGIR LYKLAR Á LYKLAKIPPUNNI ÞINNI?
6

25. HVAR ÆTLARÐU AÐ EYÐA ELLINNI?
Vonandi á góðum stað með ástvinum.

26. GETURÐU JÖGGLAÐ?
Nauhauts

27. UPPÁHALDS DAGUR VIKUNNAR?
Flest allir góðir held ég bara

28. RAUÐVÍN EÐA HVÍTVÍN?
Veit ekki, drekk ekki áfengi

29. HVERNIG EYDDIRÐU SÍÐASTA AFMÆLISDEGI?
Að vinna, en átti síðan æðislega helgi með vinum og vandamönnum

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT?
Nei....en myndi vilja það....spurning um að gera það bara.

31. HVORT MYNDIRU VILJA EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?
Bæði bara takk

33. ERTU FEMINSTI?
Ég er jafnréttissinni

34. FLOTTASTI LÍKAMSHLUTINN Á HINU KYNINU?
Sko....flottur rass er æðislegur en augun kveikja mest

35. ELSKARÐU EINHVERN?
Elskan mín, hvar sem ég er og hvert sem ég fer er ást út um allt, uppi um alla veggi.........kannast einhver við þetta, sá hinn sami sem verður fyrstur með rétt svar fær verðlaun...en svarið við sjálfri spurningunni er já

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, nóvember 11, 2005

Aðrir sammála mér

Hann Grjóni virðist vera sammála mér. Lesið greinina hans, hann er ekki jafnhlutdrægur og ég.

Einnig minni ég á Blóðberg, sýningar á mánud og miðvikud í næstu viku kl 20:00, farið á Stúdentaleikhússvefinn til þess að fá frekari uppl

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ok.....er ekki vanur að......jæja...

Ég er ekki vanur að tjá mig um gagnrýni á þeim verkum sem ég hef tekið þátt í ( allavegana ekki opinberlega ) en í kvöld ætlaði ég að bregða útaf vananum........ætlaði er lykilorð í þessari setningu.

Ég var nebbilega að lesa gagnrýni um sýninguna okkar í stúdentaleikhúsinu og já.....gagnrýni á rétt á sér og það er alltaf gott að fá að vita það sem má betur fara en hún þarf einnig að vera málefnaleg og því miður var þessi gagnrýni það ekki.

En þar sem að ég var að koma af sýningu og er kannski soldið uppveðraður yfir góðu gengi hjá okkur að þá ætla ég ekki að kommentera á hana .þ.e.a.s. gagnrýnina. Ekki í kvöld allavegana.

Vert er samt að taka það fram að þessi umrædda gagnrýni beinist á engan hátt að mér eða minni frammistöðu.

En svona í lokinn hvet ég ykku öll sem nenni að lesa þetta blessaða blogg mitt að láta sjá sig á sýningu hjá okkur....þið verðið ekki svikin

Þannig að

Stay tuned

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Blóðbergið er tilbúið og búið að sýna sig umheiminum

Í gær að þá frumsýndum við í Stúdentaleikhúsinu leikritið Blóðberg. Eftir marga vikna æfingaferli og geðveiki að þá var loksins komið að því að sýna verkið fyrir áhorfendum. Uppselt var á sýninguna og tókst bara mjög vel, allavegana voru áhorfendur á því að verkið væri magnað og leikendur góðir.

Mikil gleði og hamingja var að lokinni sýningu og var djammað feitt í húsnæði loftkastalans fram eftir nóttu. Nú er bara vonandi að fólk taki vel við sér og mæti og styrki þar með grasrótina.

Aggi ( Agnar Jón Egilsson ) er leikstjóri og á hann mikið hrós skilið, finnst mér hann mikill snillingur og gott að vinna með honum. Einnig finnst mér magnað hvað við krakkarnir náum ógeðslega vel saman og hvað það er mikil gleði yfir því að vera hluti af einhverju stórkostlegu.

Annars er ég raddlaus, missti röddina strax eftir sýninguna og er hún ekkert að flýta sér að koma aftur. Var örugglega mjög fyndið að heyra mig reyna að halda uppi sammræðum í gær:) Hef þó trú á því að hún verði kominn fyrir sýninguna sem er á miðvikudaginn, ef ekki að þá er það bara raddsterar sprautaðir í háls.......ekki það sem ég óska að verði niðurstaðann, sökum mikillar hræðslu við nálar

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, nóvember 04, 2005

General........og svo frumsýning á morgun

Ég tek því þannig að ég sé ekki góður rithöfundur......heeheheh.....en ég var í þessum töluðum/skrifuðum orðum að koma af general prufunni á Blóðberg sem stúdentaleikhúsið er að setja upp, gekk bara rosa vel, en eitt og annað sem þarf að koma á morgun og hef ég engar áhyggjur af því að það verði ekki komið. Fólk var á æfingunni og tók bara vel undir, reyndar skrítið að fólk sé að hlægja að stöðum sem við leikararnir vorum búinn að gleyma að væri fyndið eða að við héldum aðp væri bara ekkert fyndið.

Allavegana er frumsýning á morgun og er bara spenna í loftinu, er reyndar enn svoldið slappur, er búinn að vera veikur meira og minna alla vikuna

en ég hvet alla til að sjá þessa mögnuðu sýningu......

þannig að

stay tuned

mánudagur, október 31, 2005

smá tilraun til bókaskrifa, ef ykkur líkar,látið þá vita í commentum og þá held ég áfram, látið líka vita ef þetta er ekki nógu skemmtilegt

Horft fram á við

Ég veit ekki hvað það er sem gerir það að verkum að ég tók hlutunum svona vel, ég meina að með öllu réttu hefði ég átt að verða alveg snarvitlaus. En ég tók einhverja hluta vegna ákvörðun um að gera það ekki, heldur bara halda kúlinu..þrátt fyrir allann viðbjóðin sem kom frá henni, allar ásakanirnar og ég veit ekki hvað. Þarna stóð hún, Helga ástin í lífi mínu og sagði mér að hún væri búinn að vera að hitta annan mann til lengri tíma og að ég skildi drulla mér út og það á stundinni, og ég gæti bara sjálfum mér um kennt. Sjálfum mér um kennt….hvað átti hún við með því…það skildi ég ekki alveg. Jú hún útskýrði það sko fyrir mér, á meðan ég var upptekinn að því að skapa sjálfum mér nafn í þjóðfélaginu sem næsta þjóðarstjarna íslendinga á sviði lista, og þá á sviði leiklistar að þá hafði ég sko engan tíma fyrir hana og lét hana sitja á hakanum, þannig að hún fór bara og leitaði eitthvað annað, þetta var bara meira en nóg, hún þoldi þetta á meðan ég var í skólanum að klára námið, að ég skildi aldrei vera heima og alltaf upptekinn við hitt og þetta og öll loforðin um að þetta myndi verða öðruvísi þegar skólinn væri búinn og ég gæti þá bara slappað af og atvinnutilboðin myndu streyma inn.

Eins og ég segi að þá tók ég þessu bara nokkuð vel finnst mér, ég bara sagði já ok, fyrst að þú endilega vilt hafa þetta svona að þá skal það verða sagði ég bara og fór og tók saman föggur mínar, það er að segja föt og tannbursta og dreif mig heim til hans Kára bekkjarbróður míns og þar sit ég núna og fer yfir þessa atburði í huganum. Og ég held að ég sé kominn með svarið hvers vegna ég hafi tekið þessu svona vel….jú í huganum var ég að plana hvernig þetta kæmi út á forsíðu SÉÐ OG HEYRT……..og ég sá alveg fyrirsögnina maður….ÁSTIN KULNAÐI HJÁ LEIKLISTARSTJÖRNUNNI JÓNATANI HALLFREÐS OG FEGURÐARDROTTNINGUNNI HELGU GUNNARSS.



Daginn eftir

Þegar ég vaknaði í morgun að þá var það mitt fyrsta verk að hringja í SÉÐ OG HEYRT. –Já ég heiti Jónatan Hallfreðs leikari, gæti ég fengið að tala við ritstjórann. – já augnablik ég skal gefa þér samband. – Já Gunnar hér. – Sæll Gunnar, Jónatan Hallfreðs hér. – Sæll Jónatan, hvað er svo að frétta af skærustu stjörnunni í dag. – Já þannig er nú mál með vexti að ég og Helga stöndum í skilnaði og mér datt í hug hvort að þú vildir birta eitthvað um það. Um leið og ég sleppti orðunum fann ég hvernig Gunnar lyftist á loft í stólnum og hausinn kominn á stað. – Hvað segiru kallinn minn, skilnaður….það er nú ekkert smá mál, ertu viss um að þú viljir að þjóðin sé að lesa um þennan leiðindaratrburð. Þetta var auðvitað bara fyrirsláttur í kallinum, reyna að halda einhverskonar virðingu á meðan hver einasti maður veit að hann og hans þjónar liggja í leyni til að komast að einhverju bitastæðu um okkur fallega og fræga fólkið.
Hvar er Valli........

Hver man ekki eftir Valla bókunum...algjör snilld bara:) Langt er liðið síðan ég ritaði hér á þessari vef dagbók sem kallast í daglegu tali blogg. Margir spurja sig hví svo sé...hefur eitthvað komið fyrir...er hann búinn að missa ástríðuna fyrir því að deila lífi sínu með sínum tryggu lesendum...hví ó guð hví....

Að öllu gríni og vitleysu slepptu að þá hef ég verið bara með hugann við annað síðustu daga...eins og t.d. Blóðbergið sem stefnir í það að verða ein sú magnaðasta sýning sem sett hefur verið upp á íslandi.....( jæja ok, kannski ekki svo sterkt til orða tekið...og þó....jú gerum það bara ) En við frumsýnum leikritið eftir nokkra daga...verður sýnt í loftkastalanum og hvet ég alla til að koma og sjá:)

En ég fór um daginn á Halldór í Hollywood og fannst mér bara nokkuð gaman af....það er skemmtileg sýning....

Er líka búinn að vera að vinna alla þessa viku og búinn að vera í smá stress kasti yfir öllu þessu veseni mínu, .þ.e.a.s að vera að vinna og leika og þurfa að biðja fólk um að hlaupa í skarðið fyrir mig...Grjóni...þú átt heiður skilið fyrir hjálpina

Annars er bara allt í góðu...er að fara að flytja inn í íbúðina einhverntíman þegar ég hef tíma til, vonandi fljótlega:) Já ég er semsagt búinn að fá hana afhenta aftur og það án galla:)

Læt ykkur vita með framgang mála

þannig að

stay tuned

fimmtudagur, október 20, 2005

Salka Valka 19-10-2005

Eins og kemur fram hér í færslunni á undan að þá fór ég á sýninguna Sölku Völku í borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þessi sýning er leikstýrð af Eddu Heiðrúnu Backmann. Edda er eins og flestum ætti að vera kunnugt um að glíma við MND sjúkdóminn og var sýningin í gær styrktarsýning fyrir MND samtökin á Íslandi. Verð ég að hrósa Leikhússtjóra, leikurum og öllum þeim sem komu að sýningunni í gær á einn eða annan hátt því allir hluteigandi aðilar gáfu vinnu sína.

En að sýningunni. Salka Valka er leikrit byggt á samnefndri bók nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, leikgerðina gerði Hrafnhildur Hagalín. Salka Valka er ekki falleg sýning, hún gefur ekki bjarta mynd af íslandi og er svo sannarlega ekki upplífgandi en það er samt eitthvað sem heillar við þessa sögu, hún er lýsandi fyrir mannlífið á Íslandi í litlu sjávarþorpi sem byggist upp á einum manni og hans umsvifum. Sagan á að mörgu leyti við íslenskt þjóðfélag í dag og margt sem er að viðgangast í dag á íslandi, átti sér stað fyrir mörgum áratugum síðan, en sagan gerist snemma á fyrri hluta aldarinnar ( held ég nokkuð örrugglega, er ekki viss um ártöl )

Leikaranir eru svo sannarlega að standa fyrir sínu. Ilmur Kristjánssdóttir leikur Sölku Völku og gerir það með stakri prýði. Salka kemur sem ferskur vindblær inn í þetta litla afskekkta þorp sem Óseyri svo sannarlega er, hún berst gegn stöðluðum ímyndum um kvennfólk og fer að vinna og að ganga í buxum, hún umbyltir þjóðfélaginu og stendur uppi sem sjálfstæður einstaklingur ( Að einhverju leyti). Held að ég verði að segja að Ilmur er orðin ein af mínum uppáhaldsleikkonum og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni

Ellert Ingimundarsson leikur Steinþór, mann sem gerist stjúpi Sölku eiginlega strax í byrjun sögunar. Steinþór er fyllibytta og sjómaður, maður með stóra drauma um að henda Jóhanni Bogesen út á hafsauga. Ellert var svoldið "villtur" á sviðinu til að byrja með, en óx ásmeginn með hverri senu

Halldóra Geirharðs leikur Sigurlínu, mömmu Sölku. Sigurlína er aumingj, sem þorir ekki að standa á sínu, og lætur fara með sig eins og hverja aðra tusku. Hún er sífellt að reyna að höndla hamingjuna og notar trú á Jesú og svo hina vafasömu karlmenn til skiptis. Halldóra gerir virkilega vel og má vel við una.

Sveinn Geirsson leikur Arnald. Arnaldur er drengur tveim árum eldri en Salka, kynnist taka með þeim er Arnaldur er fenginn til að kenna henni að lesa. Samband þeirra einkennist af tilfinningarugli unglingsárana og endar í bili er Arnaldur fer suður að læra. Kynni takast með þeim aftur er Arnaldur kemur heim til óseyrar, þá fullorðinn maður, mikið sigldur, búinn að fara um heimsins höf og kynnast hugsjónum heimsins á þeim tíma, kommúnismanum. Sveinn gerir virkilega vel og naut sín greinilega á sviðinu.

Sýningin er eins og áður segir þung og full af miður fallegum atburðum, Edda kann svo sannarlega að leikstýra og það sést, en mér finnst það samt ekki alveg nóg. Tónlistin er rosalega flott, sviðsmyndin er svona lala. Það sem stendur uppúr er frábær leikur og þess vegna mæli ég með þessari sýningu fyrir hvern sem er, en ekki búast við því að þú sért að fara að sjá skemmtilega sýningu, enda er það ekki nauðsyn að sýningar þurfi endilega að vera skemmtilegar!!!

Verð að minnast á Theodor Júlísson og vinkonu mína hana Guðrúnu Ásmundsdóttur í hlutverkum Eyjólfs Blinda og Steinunni gömlu, voru þau tvö virkilega frábær og Theodór var hreint út sagt æðisgengin.

Síðan vinsamleg tilmæli til þeirra sem fara í leikhús. Sýnið -öðrum leikhússgestum þá lámarkss kurteysi að tala ekki saman á meðan sýningu stendur, reynið að halda því inní ykkur að tala með leikritinu og því sem gerist næst á sviðinu. Ástæða þess að ég minnist á þetta er sú, að fyrir aftan mig voru tvær konur sem töluðu með leikritinu allan tímann, s.b.r. "nú slær hann hana" Þetta er virkilega leiðingjarnt

þannig að

stay tuned

miðvikudagur, október 19, 2005

Fékk miða...jei

Ég hringdi í morgun í borgarleikhúsið til að tékkja á því hvort uppselt væri á Sölku Völku í kvöld, styrktarsýninguna fyrir MND samtökin, konan í miðasölunni tjáði mér að svo væri og engar líkur á að það myndi losna miðar. Ok ég varð svoldið svekktur en ákvað að bara taka því, hefði átt að hugsa um þetta fyrr. En síðan þegar ég var búinn að vinna að og er á leiðinni á súffistann, þar sem ég sit núna, að þá kom það í hausinn á mér að tékkja á þessu, hringja aftur og athuga hvort ég yrði heppinn, ég gerði það og vitir menn, það var miði í eintölu laus og ég var ekki lengi að taka því. Þannig að ég er að fara á Sölku Völku og ekki sakar að það er í þágu góðs málefnis:)

Mig hlakkar mikið til og mun skrifa stutta gagnrýni um sýninguna í kvöld eða á morgun

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, október 17, 2005

Varð að fá mér myndasíðu eins og allir hinir bloggnördanir


Er kominn með myndasíðu....þar eru myndir frá evrópureisunni og koma myndir inn af íbúðinni ofl ofl

Það er linkur hér á til hægri en fyrst að ég er svo góður að þá kemur hann líka hér myndirnar mínar

Leyniorðið til að skoða myndirnar er seinna nafnið mitt.......ef þið fattið þetta ekki, sendið mér þá sms og ég gef þér aðgang ef mér lýst vel á þig:)

Þannig að

Stay tuned

sunnudagur, október 16, 2005

Sannarlega hetja......vá....er bara liggur við orðlaus

Var áðan að horfa á sjálfstætt fólk á stöð 2, þar var Edda Heiðrún viðmælandi Jóns Ársæls. Þið sem ekki vitið hver Edda er, að þá er hún ein ástsælasta leikkona landsins og núverandi leikstjóri, vann m.a. Grímuna í fyrra fyrir bestu leikstjórn, en hún er einmitt að leikstýra Sölku Völku í borgarleikhúsinu.

Edda er með taugasjúkdóminn MND, sem er sjúkdómur sem lamar líkama viðkomandi, og á endanum dregur til dauða, skilst mér að þessi sjúkdómur vinni rosalega hratt á fólki. Heilinn starfar fullkomlega en líkaminn ekki. Þetta er sjúkdómurinn sem tónlistamaðurinn Rabbi var haldinn. Nú er ég búinn að tjá mig of mikið um sjúkdóm sem ég þekki ekki nógu vel, þetta er það sem mér skilst og ef þetta er ekki rétt hjá mér að þá biðst ég velvirðingar.

En það að sjá Eddu í þættinum í kvöld var svo virkilega gefandi, hún er þrátt fyrir þenna sjúkdóm, svo innileg og tekur þessu öllu með miklu æðruleysi en einnig af hreinskilni, hún á allan minn heiður skilinn, það gaf mér virkilega mikið að horfa á þennan þátt....virkileg hetja....Takk Edda fyrir þína frásögn.

Eitt svara hennar var svo flott og lýsandi fyrir þennan þátt í kv, Jón Ársæll spurði hana einhvers, man ekki nákvæmlega hvernig spurningin hljómaði, en Edda svaraði þannig til, að hún væri ekki vinnan sín, hún væri ekki líkaminn sinn,hún væri ekki bíllinn sinn, hún væri sálin sín ( held að ég fari rétt með allavegana nokkuð nærri því )

Það er sýning í borgarleikhúsinu á Sölku Völku, man ekki nákvæmlega hvenær en sú sýning er til styrktar MND félaginu....ferið bara á Borgarleikhúss vefinn og fáið uppl, eða hringið. Hvet alla til þess að fara og styrkja gott málefni og sjá skemmtilega sýningu

Ég ætla að reyna að fara, ef ég verð ekki að vinna, á æfingu eða með skrítna fólkinu. Já bæðevei.....leikritið...eða rétta sagt handritið á Agga....er komið í 160+ bls......magnað hreint

Þannig að

Stay tuned

laugardagur, október 15, 2005

Jamms og jæja......

Vitiði að ég er ekki alveg að skilja gagnrýnina sem þættirnir Joey hefur fengið á sig, þetta eru auðvitað ekki friends en fólk verður að muna það að fyrsta serían af friends var nú engin gargandi snilld. En já ég semsagt keypti mér complete first season af Joey á dvd.......og ég get bara sagt fyrir mitt leyti, mikið asskoti eru þeir fyndnir........það komu oft tímar þar sem ég bara náði varla andanum fyrir hlátri.....mikil snilld og hlakkar mig mikið til þegar næsta sería byrjar.

Einnig er ég gjörsamlega að eipa vegna þess að ég er ekki að meika að bíða eftir LOST......er búinn að sjá fyrsta þáttinn úr annari seríu og þessir þættir gera ekkert annað en að halda manni í spennutreyju.......

Er búin að skila íbúðinni til baka....tímabundið...nenni ekki að fara útí það

Nenni heldur ekki að tala um Davíð Odds og brottför hans, nema með þeim orðum, farið hefur fé betra

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, október 12, 2005

Vá hvað ég er hamingjusamur eitthvað

Er að rifna úr hamingju gjörsamlega, og það eina sem ég gerði til þess var að tala við gussa kaddlinn. Veit ekki hvað það er, ég er í svo rosa eitthvað næmur á allar tillfinningar sem ég ber og það er engin þeirra óheilbrigð fyrir mann eins og mig.

Er líka búinn að vera taka eftir því að ég er rosa væminn einstaklingur og mér finnst það bara í lagi, ein alllra besta vinkona mín kallaði það að vera metró...og mikið er ég rosa sáttur við það að vera metró....ég er það og stoltur af....

Hugsa samt að það muni seint koma sá dagur að ég gangi til liðs við Kallana.is......væri frekar til í að vera hluti af baggalúts genginu;)

Ég eignaðist litla frænku í gær, miðbróðir minn og kona hans eignuðust dóttur rétt eftir miðnætti að færeyskum tíma og óska ég þeim innilega til hamingju með það, á reyndar ekki von á því að hann sé að lesa þetta....en er búinn að tala við hann til þess að koma þessum óskum til skila, en allt í lagi að gera það hér líka.

Hitti vini mína í kvöld, mikið rosalega er ég þakklátur fyrir þennan félagskap sem ég er hluti af, æðislegt lið.....nógu rugluð til að meika sens.

Takk Rice fyrir að koma og vera fyrir mig.

Er einmitt búinn að vera að spjalla við Eyju í kv, og hún er krútt sem á skilið allt það besta.........mér þykir óendalega vænt um hana, fyndið til þess að hugsa hvernig við kynntums. Ég var nýkominn úr sveitinni og fór að vinna í fyrirtæki sem heitir/hét BM-markaðssókn við úthringingar, og þar var Eyja að vinna, við byrjuðum sama dag að vinna þarna og einhverja hluta vegna fórum við að spjalla, held að það hafi verið vegna þess að hún var með tatto sem ég var að forvitnast um.

Við reykjum bæði þannig að við fórum að fara saman út að reykja...og æii ég veit það ekki.....við bara klikkuðum saman, veit það að hún er einn af mínum mikilvægustu vinum, og það er svo fyndið, við kannski spjöllum ekki saman eða hittumst í marga mánuði, en það er samt alltaf eins og það séu bara nokkrir tímar síðan við spjölluðum síðast

Fór einmitt með henni til London í viku árið 2003.....ætla ekki að halda því fram að við höfum meikað hvort annað allann tímann, en stærsta hlutann af honum og er þetta ein sú skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í....manstu La bamba;)

Takk Eyja fyrir að vera til:)

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, október 10, 2005

Stal þessu einhverstaðar frá, setti náttúrulega mín svör við þannig að enjoy

Heitir?

Ákveðnu nafni sem mér var gefið við skýrn, en geng undir leikarinn eða giflerinn á þessari síðu.

Gælunöfn?

Nokkur, .m.a. gifler af nokkrum vinum og kunningjum

Afmæli?

Já takk....einhverntíman á árinu....vatnsberi

Fæðingarstaður?

Úti á landi skítur

Hæð?

Ég er c.a. 186.

Hárlitur?

Eðlilegur litur er drulluskítabrúnt, er með það litað.

Augnlitur?

Gráblár

Gleraugu?

Nei því miður....finnst það kúl.

Tattú?

Já...6 stk og fer fjölgandi.

Fælni?

Er með tannlæknafóbíu sem fer skánandi.

Innblástur?

Lífið sjálft bara.......það er svo æðislegt...svona oftast allavegna

Fjölskyldan?

Mamma & Pabbi og 2 bræður mínir.

Atvinna?

Vinn við félagsstörf og einnig á leikskóla.

Framtíðar atvinna?

Vonandi leiklist.....ef ekki....þá pólitík....ef ekki.....úfff....veit það ekki.

Hæfileikar?

Ég er góður leikari , held ég.....ágætur penni.

Hvar ertu?

Í vinnunni.

Hvað ertu að gera?

Svara þessu.

Hvernig er veðrið úti?

Ofsalega fallegt en það er kalt.

Hvernig hefurðu það?

Hef ekkert til að kvarta yfir, það eru engin vandamál í mínu lífi, aðeins verkefni sem þarf að leysa.

Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?

Einhver gaukur sem hringdi í vitlaust nr.

Í hverju ertu?

Gallabuxum og nike peysu.

Á hvaða lag ertu að hlusta?

ekki neitt eins og er, en er búinn að vera að hlusta mikið á sigurrós, Jack Johnsson, heru, black eyead peas ofl. ofl.

Síðasta bók sem þú last?

AA come´s to age.

Næsta bók sem þú ætlar að lesa?

Vá....svo rosalega mikið mar....m.a. pass it on, nýustu Arnaldar Indriða bókina, alkemistinn ofl ofl.

Uppáhalds bók?

Finnst Arnaldur snillingur en á annars ekki einhverja uppáhaldsbók,

Síðasta kvikmynd sem þú sást?

Cindarella man, algjör snilld.

Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?

Veit ekki.

Uppáhalds kvikmynd?

Shawshank redamsion ( man ekki hvernig það er skrifað ) American History X, Lord of the rings myndirnar, million dollar baby, crash, motorcycle diares, og nokkrar til

Fallegasta kona (utan maka)?

Á ekki maka, eins og staðan er núna en cathrine z jonez er í miklu uppáhaldi, einnig jessica alba ofl ofl

Fallegasti maður (utan maka)?

Veit ekki...en ætli brad pitt sé ekki ofarlega á blaði þar.

Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?

Ég var að vinna!

Veski?

Fullt af kvittunum og drasli, einnig kortum.

Kaffi?

Alltof, alltof, alltof mikið.

Skór?

Númer 41-43

Bíll?

Silfurlitur Mazda 3

Heitir hann..?

Ekki hægt að skíra dauða hluti eða dýr, bara nefna og þess vegna getur hann ekki heitið eitthvað, en nei dettur ekki hug sú vitleysa

Ilmvatn?

Le mail.

Derhúfa?

Langar til þess að geta verið með derhúfu, bara púlla það ekki off.

Planta?

Plöntur eru fyrir kellingar

Tannbursti?

Auðvitað. Veit samt ekkert hvaða tegund

Súkkulaði eða vanilla shake?

Ekki mikið fyrir ís. En myndi þá vilja karamellu

Smjör eða salt á poppcorn?

Salt

Einhverntíma verið samið um þig lag?

Já eða er það ekki rice?.

Hvað lag grætir þig?

man ekki til þess að lag hafi grætt mig

Hvaða lag gleður þig?

Vá þau eru mörg.

Uppáhalds lag?

Breytist eftir dögum, þessa dagana er banana pancakes með jack johnsson og hoppípoll með sigur-rós og dont lie með BEP ofarlega á lista í dag

Hvaða bragð er í munninum á þér?

Sígó

Verðuru bílveik/sjóveik?

Já og nei, ekki bílveikur en get orðið sjóveikur ef slæmt er í sjóinn!

Hefurðu slæman ávana?

Já. Þeim fer samt fækkandi

Þinn helsti kostur?

Úfff.......er heiðarlegur.....annars er rosa erfitt að svara þessari spurningu.

Þinn helsti galli?

Kann ekki að fara með peninga.

Semur þér vel við foreldra þína?

Æðislega vel svona að öllu jöfnu.

Finnst þér gaman að keyra?

Já! sést best á kílómetra tölu bíls míns:)

Áttu börn?

Nei. Vonandi eignast nokkur í framtíðinni.

Hver er þín helsta eftirsjá?

Það er prívat og persónulegt.

Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?

Blár.

Hvað gleður þig?

Lífið.

Hvað grætir þig?

Það er nú ekki oft sem ég græt, en ég er samt rosa tilfinningaríkur og á erfitt með að sjá illa komið fyrir fólki.

Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?

Ef ég sé eitthvað með Jack Johnsson.

7 hlutir í herberginu þínu?

Rúm, maður, stóll, kommóða,tölvuborð.bækur,talva

7 hlutir áður en þú deyrð?

Eignast börn,giftast,læra leiklist,vinna,ferðast,njóta lífsins.

7 hlutir sem þú segir mest?

Er það!

Reykirðu?

Amms

Notarðu eiturlyf?

Nei

Biðurðu bænir?

Já....nauðsinlegt að leggja daginn í hendurnar á Guði og þakka fyrir hann

Hefurðu vinnu?

Já.

Sækir kirkju?

Nei

Lýstu fyrsta kossinum þínum?

Nei, ég ætla ekkert að vera að gera það. En ég man að ég var hissa.

Þannig að

Stay tuned
Minns ekki sáttur

Fékk íbúðina afhenta á föstud. Ok ég voða happý með það, en síðan bara fara koma í ljós gallar og hroðvirknisleg vinnubrögð og er ég bara ekki sáttur við þetta. En þeim ber skylda til þess að skila íbúðinni í fullkomnu ástandi og ég treysti því bara að það verði gert. Er búinn að láta vita af þessu þannig að það er bara að bíða og sjá

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, október 07, 2005

Honey i´am home!!!!!!!!!!

Jamms minns er kominn frá 30 stiga hitanum og sólinni í kuldann hér heima.....það er nú barasta ágætt að vera kominn heim, hefði alveg verið til í að vera viku lengur en það er bara svo mikið að gera hérna hjá mér:) Mamma og Pabbi verða viku í viðbót og vonandi skemmta þau sér vel. Ég keypti fullt af drasli, þar á meðal 4 bongó trommur, 3 litlar og eina stóra.....svoldið fyndið þegar tekið er tillit til þess að ég er taktlausasti maður í heimi.......

Ég fékk íbúðina afhenta í dag:).....þannnig að ég er official orðinn íbúðareigandi.....hún er rosa flott og verður enn flottari þegar parketið verður komið á:)

Var að koma af æfingu hjá stúdentaleikhúsinu og þetta er bara gaman.....leikritið lítur bara vel út hjá Agga og þetta er rosalega spennandi.....hlakka mikið til frumsýningar.....skrifa kannski eitthvað meira um leikritið þegar líður á

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, september 29, 2005

Er kominn til spánar

Jámms minns er sko kominn i sólina og ekki er tad slaemt krakkar, tegar tetta er skrifad ad ta er klukkan 23:40 ad stadartima og hitinn er um og i kringum 23 stig, bara frábaert sko

Mun kannski skrifa eitthvad herna inn ef eitthvad markvert gerist

tannig ad

stay tuned

miðvikudagur, september 28, 2005

Viva la Spain!!!!!!!.................arriiibbbbaaaaaa........andelei andelei......speady conzale..........

Minns er að fara eftir nokkuð nákvæmlega 21 tíma til spánar, og það í fyrsta skiptið sem ég fer til sólarlanda......þetta verður magnað alveg hreint, hótelið sem við verðum á er eitthvað það flottasta sem ég hef séð, allavegana af myndum að dæma:)

En addna....veit ekki hvort að ég skrifi eitthvað hér inn á meðan ég er úti, ætla eiginlega bara að slappa af í sólinni og lesa handritið að leikritinu og eitthvað svona chill.....læt kannski eitthvað fljóta hérna inn..

Þannig að

Stay tuned

þriðjudagur, september 27, 2005

Andsk.......klukkvesen.....Grjón...ég er ekki sáttur við þig núna.....ohhhh.....jæja......

Ég var víst klukkaður af honum Grjóna og kann ég honum ekki miklar þakkir fyrir.........var að vona að ég slyppi við þetta.

En eins og ég skil þetta að þá á ég að skrifa 5 ómerkilegar staðreyndir um mig.

Nr 1: Leikarawannabe Ég er búinn að vilja verða leikari síðann ég var 6-7 ára gamall og hef unnið að því hörðum höndum síðan. Það rætist vonandi sem fyrst

Nr 2: Leikaraferillinn Hef tekið þátt í fjölda leiksýninga á vegum skóla, hvort þá heldur grunn eða framhalds. Einnig á vegum áhugamannaleikfélaga. Hef leikið í augl og tveim kvikmyndum, önnur þeirra er af mörgum talin besta barnamynd sem búin hefur verið til á ísl og þótt víða væri leitað og fékk verðlaun því til staðfestingar, hin.....jæja...skulum ekkert tala um hana:) Er að taka þátt í uppfærslu hjá stúdentaleikhúsinu í vetur, er þar í nokkuð stóru hlutverki, með mögnuðum hópi af krökkum og magnaðan leikstjóra. Er það fyrsta leiksýning sem ég tek þátt í síðan ég leik bakaradrenginn í dýrunum í hálsaskógi fyrir þrem árum síðan

Nr 3: Pólitík Þegar ég var krakki að þá bað Stína systir afa og Bubbi maður hennar ( blessuð sé minning þeirra ) að bera út rósir fyrir Alþýðuflokkinn og fékk ég pening fyrir. Þetta voru mín fyrstu kynni af pólitík. Og þegar ég varð eldri að þá kynntist ég jafnaðarmannahugsjóninni og tók þá ákvörðun að leggja mitt af mörkum í garð hennar. Er semsagt Samfylkingarmaður og er stoltur af, hef miklar og sterkar skoðanir og hef gaman af pólitík og ætla mér að halda áfram að starfa fyrir Samfylkinguna.

Nr 4: Fréttir Ég er fréttasjúklingur eins og vinir mínir þekkja

Nr 5: Ég Er einhleypur og vinamargur, hef verið mjög heppinn með það að fá að vinna við það sem mér finnst gaman, á æðislega vini og fjölsk. Ég er á leið til spánar á fimmtud í fyrsta skiptið

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, september 26, 2005

Varð bara að setja eitthvað inn

Ég nenni ekki að skrifa um þetta blessaða Baugsmál allt saman, eina sem ég mun skrifa er það að mér finnst sorglegt hvernig þetta er allt saman og ef satt reynist að þá þurfa æðstu menn í stjórnkerfinu og löggjafavaldinu að endurskoða sína stöðu í sammræmi við siðferði ( efast reyndar að það verði )

Sá kallakaffi á rúv í kvöld, ok gott og vel að það sé verið að gera svona þætti á íslandi en er ekki hægt að gera betur og í guðanna bænum sleppiði þessum dósahlátri, en ég ætla ekki að dæma þetta allt saman á einum þætti, þarf að sjá næstu tvo-þrjá þætti til að geta fulldæmt þetta

Ætla ekki að eyða orðum minum á þættina LEITIN.

Er að fara að taka þátt í sýningu stúdentaleikhússins í vetur, það er búið að kasta í hlutverk og ég fæ það skemmtilega hlutverk að vera gamall dauðvona kall:) En það er snillingurinn Agnar Jón Egilsson sem ætlar að leikstýra og skrifar verkið upp úr kvikmyndinni Magnolia.

En er annars að fara til spánar á fimmtudaginn og hlakka mikið til, þetta verður bara gaman vonandi:)

En jú eitt, ég fór til Selfoss í gær með hóp af fólki í ákveðnum tilgangi, mikið var þetta gaman og vonandi að þessi stemmning verði viðvarandi

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, september 16, 2005

Mikil snilld:).........vissi þetta ekki, spurning hvernig Víðir tekur þessu:o)

Las þetta líka snilldar comment í krítík Þeirra sem eru á móti öllu á myndinni Strákarnir okkar "Skjöldur Eyfjörð og Björn Hlynur léku sín hlutverk einna best leikenda en þeir leika um tíma par"

Ég vissi ekki betur en að sá sem lék "kærasta" Björns í myndinni héti Víðir Guðmundsson og væri nemandi í Leiklistardeild LHÍ.

Aftur á móti kemur fyrrnefndur Skjöldur fram í kannski 5 sec.

Gott að vera með hlutina á hreinu þegar maður er að skrifa á opinbera vefsíðu stjórnmálaflokks....

Þannig að

Stay tuned
Finnst Gaupi ( íþróttafréttamaðurinn á Stöð 2 ) ekkert sérlega skemmtilegur, en þetta er snilldin ein:)

Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan...eins og allt lið Manchester United

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, september 15, 2005

Náði að sjá mynbandið með Sigur-rós

Og það er geðveikt

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, september 14, 2005

Þetta er nú ekki svo slæmt


Your theme song is Here Comes The Sun by The Beatles. You always look on the bright side of things and try not to let reality get you down. The Beatles are classics and so are you! Congrats!
Ég er í miklu blogg stuði þessa dagana

Sá áðan í Tv-inu myndbandið "wake me up when september ends" með hljómsveitni Green Day. Þetta er rosalega flott lag og myndbandið alls ekki síðra, það útskýri einhverju leyti lagið líka sko:)

En talandi um myndbönd, eins og þið sjáið sem lesið þetta blogg mitt að þá féll ég í stafi yfir Sigur-Rósar plötunni, ok gott og vel, ég er búinn að heyra svo magnaða hluti um myndbandið við lagið Glósóli. Ég downlodaði því en get ekki opnað það einhverja hluta vegna.........er bara ekki alveg að kunna á þessa tölvu druslu.....en ég elska hana samt:D

Þannig að

Stay tuned
Afhverju áttu ekki kærustu.....þú ert svo gamall!!!!!

Fyrir það fyrsta að þá tek ég það fram að þið sem mig þekkið vitið mæta vel að ég er EKKI gamall!!!!! Rétt ný orðinn 25 ára takk fyrir.

En ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er sú að ég var spurður af því um daginn af litla frænda mínum þegar við vorum að ræða lífið og tilveruna. Læt samtalið flakka

Ég: Hvað segiru svo ( nafn ) ertu ekkert farinn að eltast við stelpurnar í bekknum?
Litli fr: Ohhh......hættu þessu....þetta er ekkert fyndið
Ég: Ég er ekkert að reyna að vera fyndinn, hætta hverju, ég er bara að forvitnast um litla frænda minn og kvennamál hans
Litli Fr: æææææ.....hættu þessu....( og svo komu nokkur hnefahögg )
Ég: Ok, ég skal hætta, hvað ætlaru að vera að gera í vetur?
Litli Fr: Ég veit það ekki, kannski eitthvað í skátunum og bara eitthvað
Ég: Já....hvaða stelpa er í skátunum sem þú ert að spá í
Litli fr: Ha? hvað áttu við
Ég: Nú það hlýtur að vera einhver stelpa í skátunum sem þú ert að spá í
Litli fr: Sko ( nafn mitt ) afhverju átt þú bara ekki kærustu, þú ert orðinn svo gamall!!!!!!

Þarna tók ég þá ákvörðun að nefna ekki þetta aftur við hann, komandi með ærumeyðingar og ég veit ekki hvað og hvað........

Þannig að

Stay tuned
Sigur Rós.....Takk.......eins sú mesta snilld sem ég hef heyrt

Keypti mér nýju plötuna hjá Sigur Rós í dag.......og vá maður lifandi.....það er ekkert skrítið að þessi plata er að fá þá dóma sem hún fær og það er ekkert skrítið að þeir séu svona vinsælir.......rosalega falleg og æðisleg plata.....mæli hiklaust með henni við hvern sem er

Einnig verð ég að segja ykkur að þið verðið að kynna ykkur tónlistarmann sem heitir Jack Johnsson.....rosalega góður tónlistarmaður en
  • Grjóni lögfræðingur
  • kynnti mig fyrir honum, reyndar alveg eins og með þegar hann kynnti mig fyrir bróður sínum honum Damien Rice

    Þannig að

    Stay tuned
    Ok, eins og þið sjáið að þá missti ég mig aðeins í þessum prófum.....

    en þetta er bara svo gaman, en ég mun reyna að gera eitt og eitt svona reglulega, ekki allt í einni röð

    Þannig að

    Stay tuned

    þriðjudagur, september 13, 2005

    Bessi Bjarnasson látinn

    Einn albesti gamanleikari þjóðarinnar kvaddi þennan heim í gær. Ég man eftir því þegar ég var lítill að hlusta á dýrin í hálsaskógi og hann var þar í sínu hlutverki sem Mikki refur. Ég votta aðstandendum Bessa mína samúð.

    Þannig að

    Stay tuned

    mánudagur, september 12, 2005

    Ok getur einhver sagt mér hvað er málið!!!!!!


    Ég satt best að segja að ég ekki undir neinum kringumstæðum skil allt þetta thing í kringum þessa stelpu Ég meina, æææææ.....ég nenni varla að spá í þessu, en bara varð að setja þetta á síðuna.

    Annars er allt við það sama

    Þannig að

    Stay tuned
    Ammælisboð.....Hressó.....Afrískar fléttur

    Jamms minn fór sko í ammælisboð hjá Tilvonandi Frú Lögfræðingur en hún varð 25 ára á föstudaginn, til hamingju með það. En þetta var líka svona rosa mikið stuð, mikið hlegið og mikið gaman, alltaf gaman að kynnast nýju fólki en það gerði ég einmitt þarna, fólki sem ekki væri verra að þekkja betur.

    En eftir að hafa setið fjögur saman ( hin voru einhverstaðar í húsinu eða farin á Hressó, Lögfræðingurinn og Konan hans fengu gefins ísskáp á chattii við nágrannan ) í góðan tíma og spjallað saman um pólitík, kárahnjúka, ítalíu og slóveníu, Nígeríu og afrískar fléttur að þá var ákveðið að fara á hressó.

    Þegar þangað var komið að þá var farið að dansa og eitthvað, massa stemmari í húsinu og FM hnakkinn hann Heiðar Austmann var að Dj- a píkupoppinu hægri vinstri. En mikið var nú gaman að vera skýr í kollinum og horfa á mikið af þessu liði þarna, sem eru í sömu sporum og ég var fyrir nokkrum árum, ekki langar mig í það maður.........

    En ég veit það ekki, þetta var rosa gaman og rosalega góður félagsskapur og allt það, en þegar ég vaknaði á Laugardagsmorguninn með þessa rosa "þynnku" ef svo má að orði komast, hausverk eftir tónlistina, reykjarmökkinn og fötin illa lyktandi að þá veit ég það að ég nenni ekki að standa í þessu um hverja helgi.

    En í gærkveldi að þá fór ég og hitti Lögfræðinginn & Konu hans og á nýja heimilinu þeirra, sátum við og átum pizzu og gláptum á myndir. En á meðan við vorum að glápa að þá ákvað Tilvonandi frú lögfræðingur að taka úr sér afrísku flétturnar sem hún var með í höfðinu eftir förina til Nígeríu og ég og kallinn hennar ákváðum að hjálpa henni, tók einhverja tíma, en var vel þess virði að sjá hárið á henni eftir það.....það var bara eins og 1985 væri komið aftur.......algjör snilld

    en ég skrifa meira seinna

    Þannig að stay tuned

    fimmtudagur, september 08, 2005

    Orðinn íbúðareigandi

    Já minns er orðinn íbúðareigandi,búinn að skrifa undir og ég veit ekki hvað og hvað:) Nú er bara eftir að fara og versla sér parket. Fór og skoðaði áðan og mikið er þetta dýrt.....bara skil þetta ekki.

    Hitti mann á kaffibrennslunni í gær, það er kannski ekkert í frásögur færandi, en það var mjög gaman og fróðlegt að spjalla við hann. Hann gaf mér hugmynd sem ég get ekki skýrt frá alveg strax en mér leist vel á þessa tillögu hans og er alvarlega að hugsa mig um að framkvæma hana. Þegar ég er búinn að taka ákvörðun og þegar þetta verður allt ljóst að þá mun ég láta ykkur vita;)

    Síðan er ég að fara til spánar eftir nokkra daga, verð í viku á einhverju það flottasta hótelinu á alicante, mamma og pabbi fara með mér og þetta verður vonandi geðveikt stuð.

    Annars finnst mér alltaf jafn gaman að lífinu og er að fá að upplifa magnaða hluti og bara stemmara:)

    Þannig að

    Stay tuned

    mánudagur, september 05, 2005

    Hugsanir um ekki neitt........er það til?

    Sit hér á Kaffibrennslunni og drekk latte og reyki.......voða healthy eitthvað:)
    Hausinn á mér er eitthvað svo rólegur, óvanalegt en svona er þetta víst þegar maður er í góðri tengingu. Fór áðan uppí leiklistardeild. Mikið rosalega langar mig til að vera nemandi þarna....vá hvað ég óska þess að Guð gefi að það megi verða, þannig að ég þurfi ekki að fara til útlanda til þess að læra það sem hugur minn og hjarta stefnir á.

    Ekki það að ég sé eitthvað ósáttur við það að vera að gera það sem ég er að gera þessa dagana, alls ekki, en þessi þrá til að verða leikari hefur ekkert gert annað en að vax og jafnfram líka þroskast. Það sem áður ég stefndi að, .þ.e.a.s. heimsfrægð og peningar hefur vikið fyrir þeirri þrá að læra og þroskast sem leikari og hafa jafnframt nóg fyrir mig og mína.

    Sá einmitt Hannes, Stebba og Bjart á laugardaginn ( þeir voru með mér í lokahópnum í vor og komust inn ) og mikið væri ég til í að vera með þeim í bekk maður.

    Þannig að ég er bara búinn að vera að skoða handrit með það í huga að fá monuloga fyrir vorið og Jakob ætlar að vera mér innan handar eins og síðast. Snillingur sem hann er. Síðan er möguleiki á að maður fái eitthvað að talsetja fyrir hann....það væri auðvitað snilld.

    Sá eina bestu mynd sem ég hef séð, motorcycle Diaries, ævisaga byltingaforingjans Che Guevara, eða semsagt saga hans frá 23 - 24 ára aldurs, áður en hann varð þessi byltingasinni. Hann fór ásamt vini sínum í mótórhjóla road trip frá Argentínu til Venuzela og fjallar þessi mynd um það og hvernig þessi ferð breytti honum og kveikti hjá honum þessar hugmynd um að eyða stéttarskiptingu. Allavegna varð ég heillaður af þessari mynd og af Che, jú hann var morðingi og allt en ég skil hugsjónir hans, en er ekki sammála framkvæmdinni. ég mæli hiklaust með þessari mynd við hvern sem er.

    Er síðan alltaf jafn hissa á þessum kærleika sem býr í brjósti mínu, mér finnst magnað að ég þurfi ekki lengur að vesenast í ýmsu kjaftæði sem ég var að vesenast í áður fyrr. Að eiga Mömmu & Pabba sem trúnaðarvini og fjölsk mína að er geggjað. Ok þetta er kannski væmið en þannig er ég og skammast mín ekkert fyrir það. Ég elska vini mína og fjölsk og ber kærleika til samferðarfólksins míns ( reyni það allavegana )

    Mest mikilvægustu persónunar í mínu lífi eru, Mamma & Pabbi, Stóru Bróannir mínir og fjölsk þeirra. Síðan eru vinir mínir þarna á meðal, s.s. Emmý og Bragi, Keli, Eyja, Eiríkur og Elín ofl ofl.......þið vitið vonandi hverjir þið eruð.

    Er svo innilega þakklátur elsta bróanum mínum fyrir það að hleypa mér inná síg og sína family, leyfa mér að búa og borða þar, þangað til að ég fæ íbúðina afhenta. Takk Takk Takk.........

    Æi ég vona að ég geti sýnt öllum þeim í kringum mig væntumþykju mína í verki, þótt ég segi það kannski ekki með orðum.

    Þannig að

    Stay tuned

    sunnudagur, september 04, 2005

    Strákarnir Okkar

    Ok

    Ég semsagt fór á frumsýningu á myndinni strákarnir okkar eftir Robert Inga Douglas.

    Ég fór með nokkuð miklar væntingar í bíóið, því að ég er mikill aðdáandi Ísl draumsins og maður eins og ég ( hinar myndirnar hans RID )

    Og ég get með sanni sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, síður en svo. Þessi mynd er mikil snilld, uppfull af lúmskum húmor og skemmtileg heitum

    Það er líka fyndið hvernir þeir gera grín að þessum fordómum sem ríkja í garð samkynhneigða, og þeir kannski ýkja það ef eitthvað er, en það missir samt ekki marks.

    Leikararnir voru flest allir að standa sig mjög vel. Björn Hlynur var yndislegur sem Óttar og ég satt best að segja skil ekki krítígina sem kom í Mogganum í dag "að Björn Hlynur væri álíka trúverður hommi eins og Arnold Swazznegger var sem óléttur maður í Júníor"

    Nú veit ég ekki hvort að gagnrýnandi Moggans hafi fundist það skrítð að sjá mann leika homma og ekki þurfa að tala kvennlega eða vera kvennlegur til þess að geta gert hlutverkið að sínu, en það liggur í orðum hans að maður þurfi að uppfylla einhverjar steríótípuímynd til þess að geta leikið homma og verið trúverður. Ég er algjörlega ósammála þessum gagnrýnanda, fannst Björn standa sig frábærlega.

    Lilja Nótt leikur Guggu og skilar sínu, en kannski ekkert meira en það

    Sigurður Skúlasson leikur pabba Óttars og þjálfara KR og sýnir enn og aftur snilldarleik. Þessi maður er snillingur.

    Víðir Guðmundsson leikur " Danna " að ég held ( man það ekki alveg ) sem er kærasti Óttars, og fær Víðir mikið respect frá mér fyrir sinn þátt í myndinni. Skilar sínu mjög vel

    Jón Atli Jónasson, co writer að handriti leikur bróður Óttars og Jón ásamt Arinbirni eru senuþjófar þessara myndar. Jón er yndislega mikil asni og vibbi að það hálfa væri meira en nóg. Algjör snilld

    Arinbjörn Björnsson leikur son Óttars og vá....mikið efni þar á ferð, enda sonur Björns Inga Haraldssonar og Eddu Heiðrúnar.

    Helgi Börnsson & Björk Jakobs leika hjón sem sjá um Pride united og eru virkilega flott "hjón" og skemmtileg viðbót við myndina.

    Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem vilja skemmta sér vel og innilega í bíó

    ***** af ***** mögulegum

    fimmtudagur, september 01, 2005

    Halló

    Sit hér á súfistanum í Hafnarfirði, er að bíða eftir henni Eyju. Ég fer síðan að vinna á eftir og verð í fyrsta skiptið einn, það verður vonandi bara fínt.

    Er ekkert viss um að Íbúðin verði tilbúin á þeim tíma sem gefinn er upp, en ég er svo sem ekkert heldur að stressa mig á því.

    Jæja, ég bið að heilsa

    þannig að

    Stay tuned

    miðvikudagur, ágúst 31, 2005

    Jæja Jæja...............

    Maður hefur nú ekki verið kannski sá duglegasti við að blogga undanfarna mánuði, en maður bætir kannski eitthvað úr því.
    Þetta sumar er búið að vera ansi viðburðarríkt. Það byrjaði á því að ég fór til USA með vinnunni og var þar í viku, virkilega gaman og gefandi. Fórum m.a. að skoða verndarsvæði indjána ofl. Þessi ferð var bara snilld og gaman að koma til USA. Og bara verð að segja að allir sem maður hitti voru virkilega viðkunnaleg og hjálpsöm.

    Síðan gerðist það í Júlí að ég missi vinnuna vegna skipulagsbreytinga og þannig að þar hófst enn eitt tímabilið í mínu lífi. Ég átti virkilega gott ár á þessum stað og tel að ég hafi þroskast mikið á þessum tíma og mun ég horfa til baka með miklu þakklæti.

    En í Júlí fórum ég og Keli til Mílanó með það að markmiði að interraila um evrópu, .þ.e.a.s. ítalíu, Slóveníu og Serbíu. Áttum við tveggja vikna ferð fyrir höndum. Við komum till Mílanó á kveldi Þriðjudags og fórum á hótelið sem við áttum pantað þar. Daginn eftir ætluðum við að leggja af stað til Slóveníu. Við komust ekki þann daginn vegna þess að hraðbanki á ítalíu gleypti kortið mitt og urðum við að dvelja þar einum degi lengur. Verð að segja fyrir mitt leyti að ég skil ekki afhverju Mílanó er vinsæll staður til að dvelja á.

    Við fórum til Slóveníu á fimmtudegi og það fór þannig að við eyddum mest öllum tímanum þar. Slóvenía er mikið snilldar land. Við gistum á hóteli sem var 40 min frá Ljubljana sem er höfuðborg Slóveníu. Hótelið heitir hotel Trojane og er uppí fjöllum þarna og virkilega kósy og æðislegt. Fólkið þar er mikil snilld og Igor, hótelstjórinn meira að segja keyrði okkur útúm allt í Ljubljana, til þess að kynna okkur fyrir borginni. Fallegt land, ódýrt og fólkið miklir snillingar.

    Síðan þegar heim var komið að þá tók við þriggja daga ferðalag um vestfirði með fjölskyldunni. Síðan þegar liðið var á Júlí að þá fékk ég vinnu í RVK við svipað og það sem ég hef verið að gera, þannig að það er mikil snilld. Síðan er ég búinn að kaupa mér íbúð í Hafnafirði, fæ hana afhenta eftir um mánuð, jafnvel fyrr. Alveg glænýtt kvikindi og búinn að versla mér borðstofuborð og stóla og alles.

    Já minns er orðinn fullorðinn. Síðan er maður bara að byrja að undirbúa sig fyrir inntökuprófin í vor, verð að öllum líkindum eitthvað í hljóðsetningum í vetur.

    Læt þetta duga í bili

    Þannig að

    Stay tuned

    fimmtudagur, maí 26, 2005

    We are the champions!!!!!!!!!!

    Liverpool vann í gær evrópumeistaratitilinn og er það algjör snilld, þvílík endurkoma hjá þessu liði og þvílík barátta.............algjör snilld. Loksins loksins er kominn stór titill hjá mínu liði, vona bara að þetta er það sem koma mun:)

    Ingibjörg vann eins og flestir vita og er það bara gott mál. Össur gerði góða hluti og ég vildi ekki að hann myndi hætta en Ingibjörg vann fair and squire og því stendur maður með henni og styður:)

    Er að fara til London á morgun og svo til USA á laugardag, algjör snilld, hlakkar mikið til að fara þangað, hef aldrei komið til USA og verður það vonandi gaman

    Þannig að

    Stay tuned........

    miðvikudagur, maí 04, 2005

    Formannskjör í Samfylkingunni.

    Mig langar til að deila með ykkur mínum kynnum af Össuri Skarphéðinssyni og störfum hans. Um jólahátíðina 2003 skrifaði ég opið bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem þá um áramótin tæki við starfi Menntamálaráðherra. Einnig sendi ég þetta bréf til allra alþingismanna og á alla fjölmiðla. Þetta bréf innihélt spurningar mínar og vangaveltur um stöðu Listaháskóla Íslands og stöðu Lánasjóðs Íslenskra Námsmanna gagnvart fólki sem hefði hug á að sækja listanám erlendis. Eins og fyrr segir, sendi ég þetta bréf á alla alþingsmenn Íslands. Sendi ég þetta bréf laust eftir miðnætti þann Annan í Jólum og bjóst svosem ekki við að fá svar strax frá neinum þingmannanna. Það sem gerist í framhaldinu er að um 03:30 sömu nótt fæ ég bréf frá Össuri Skarphéðinssyni þar sem hann biður mig um frekari upplýsingar og fleira um þetta tiltekna bréf. Sendi ég honum það sem hann bað um sömu nótt og fékk svar aftur til baka.

    Það sem gerðist í framhaldinu er það að Össur kom mér í samband við Björgvin G Sigurðsson og Katrínu Júlíusdóttur alþingismenn og þau héldu málinu áfram. Össur hélt málinu einnig áfram með því að vera í sambandi við mig í gegnum netpóst. Össur var eini alþingsmaður íslendinga sem svaraði mér, og það að nóttu Annan í jólum. Að mér vitandi hafði Össur ekki vitneskju um það að ég væri flokksmaður Samfylkingarinnar. Þetta er aðeins eitt dæmi um elju og þá hugsjón sem Össur hefur sem pólitíkus. Össur er maður fólksins og er tilbúinn til þess að leggja mikið á sig til þess að vinna fyrir það, það hefur hann sýnt og sannað.

    Össur er mjög svo öflugur leiðtogi. Það sýndi sig virkilega í fjölmiðlamálinu á síðasta ári og einnig í því að hann hefur leitt Samfylkinguna í það að vera miðlungsflokkur í skoðannakönnunum í það að verða næst stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Nú síðast í skoðanakönnun Gallup þann 2. maí mælist Samfylkingin með 32% fylgi en betur má ef duga skal og ég trúi því að Össur muni fá það traust flokksmanna sem hann á svo sannarlega skilið og við munum veita honum brautargengi til þess að leiða flokkinn áfram og með það traust á bakinu muni honum ásamt öflugri forrustu takast að sigra stórsigur í næstu alþingiskosningum sem verða 2007 að öllum líkindum og Samfylkingin muni verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn.

    Helgina 20. – 22. maí næstkomandi mun það koma í ljós hvor verður formaður mjög svo öflugs stjórnmálaflokk, núverandi formaður Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir núverandi varaformaður og tilvonandi þingmaður. Ingibjörg er svo sannarlega góður leiðtogi og góður pólitíkus en ég sé ekki ástæðu til þess nú að skipta um formann, sérstaklega ekki ljósi góðs árangurs flokksins í mörgum mikilvægum málum og í skoðanakönnunum. Því hefur Össur nú þegar fengið mitt atkvæði og hvet ég alla til að kjósa, hvort heldur sem það er Össur eða Ingibjörg. Þitt atkvæði skiptir máli.

    föstudagur, apríl 01, 2005

    Færeyjar eru snilld

    Ég komst ekki inn í skólann í þessari tilraun krakkar og því reynir maður aftur að ári, en til þeirra sem komust inn, innilega til hamingju þið eigið það skilið:)

    Ég hefði glaður viljað vera einn af ykkur en svo er ekki þannig að maður kemur vonandi sterkur inn á næsta ári og enda ári á eftir ykkur.

    Færeyjar eru snilld, og ekki skemmdi félagsskapurinn fyrir.

    Er á leið til Mílanó í Júlí, ætla síðan að interraila þaðan

    þannig að

    stay tuned

    sunnudagur, mars 20, 2005

    Sjálfskipað blogg bann

    Já krakkar mínir, ég ákvað í byrjun Mars að vera ekkert að tjá mig á netinu. Ástæðan er einföld, ég er búinn að vera undanfarnar 3 vikur í inntökuprófsferli á vegum Leiklistardeildar LHÍ. Kannski sem betur fer tók ég þessa ákvörðun, þeir sem fylgjast með DV skilja mig, en fyrir ykkur hin að þá skal ég útskýra.

    Þannig var að það voru ákveðið margir sem sóttu um í deildina, þeir allir eru boðaðir í inntökupróf, ok gott og vel. Síðan á Mánudegi er tilkynnt hverjir komist áfram í frekari skoðun ef svo má segja, og voru það 34 einstaklingar. Nema hvað að allt í einu tekur DV sig til og birtir hluta af þeim nöfnum sem eru komnir áfram í þennan hóp!!!! Hvað er bara málið með það?

    Það er ekki eins og DV birti nöfn þeirra sem sækja um á félagsfræðibraut MH eða í læknadeild HÍ.......Þvílík og önnur eins frétt, eða hitt og heldur.

    Ok, síðan af þessum 34 voru 18 kallaðir til í seinasta tékk outið fyrir inntöku, og var ég einn þeirra heppnu, og kláraðist það ferli á Föstudaginn, en alla síðustu viku reyndi DV að komast að því hverjir væru í þessum 18 mannahópi, og þegar það gekk ekki að þá kom sú allra lélegasta tilraun sem ég hef séð til þessa, til að búa til frétt. Æi greyin mín hjá DV finnið ykkur eitthvað annað fréttaefni, eitthvað sem skiptir máli.

    En hvað um það, þessi síðasta vika var snilld, erfið en snilld. Þessir 17 krakkar sem voru með mér í þessum prófum eru snillingar, og var virkilega gaman að fá tækifæri til að kynnast þeim öllum, hvernig sem fer, en það fæ ég að vita á morgun........Smá spennó í maga:)

    Ég verð að nefna það að lokum, ég fór og hitti alla þessa krakka í smá geymi á Föstudagskv á stúdentakjallaranum, og þar var í gangi Stand up, á ensku. Og þar var sú allra fyndnasta stelpa sem ég hef séð, því miður kann ég ekki að skrifa nafnið hennar en hún var virkilega virkilega fyndin og sexý í þokkabót.

    Læt vita hvort ég hafi komist inn eður ei

    Þannig að

    Stay tuned.....

    þriðjudagur, mars 01, 2005

    Jaaaaa..........komið soldið síðan síðast

    Það er ekki eins og maður sé duglegasti blogger í heimi krakkar. En það er í raun ekkert að frétta, minns er að fara í inntökuprófin á fimmtudaginn, fyrsta holl og síðan er að sjá hvort að maður geri betur en síðast??

    Er að fara til færeyja í páskafríinu þannig að það er bara bjart framundann, vildi bara láta vita að ég sé ekki dauður

    Þannig að

    Stay tuned