Erfiðleikar að plögga og pólitísk tíðindi
Við í Stúdentaleikhúsinu eigum í erfiðleikum með að plögga okkur almennilega í fjölmiðlum, það er bara því miður eins og að fjölmiðlar hafi ekki áhuga á að kynna grasrótarstarfsemi í leiklist. En við látum ekki deigan síga og höldum okkar striki með sýningar á snilldarverkinu blóðberg. Tveir dómar hafa birst, annar þeirra var ekki nógu jákvæður og hinn var bara nokkuð góður fyrir utan það að eitthvað hafði gagnrýnandinn við það að athuga að við erum með leikrit byggt á kvikmynd en auðvitað er þaðp álitamál hvaða leið á að fara í þeim efnum, við erum sátt og teljum okkur vera með sterka sýningu og höfum fengið gott feeadback frá hinum almenna áhorfenda, þótt þeir megi alveg vera fleiri. Því hvet ég ykkur sem lesið þetta blogg að fjölmenna á sýningu hjá okkur, jafnvel þótt þið hafið séð hana áður og látið fólk vita af henni, uppl um sýningadaga og tíma er á Síðunni okkar
Ég talaði við umsjónarmenn ísl í bítið og kastljós í dag og vonandi sjá þeir sér fært á að fá okkur til sín til að kynna okkur og þessa mögnuðu sýningu.
Annars er það að frétta af mér að ég er búinn að setja íbúðina á sölu og vonandi kemur eitthvað útúr því, ástæða þess er sú að ég stefni á það að flytja erlendis á næsta ári ef ég kemst ekki inn í skólann hér heima. Gera eitthvað skemmtilegt og láta gott af mér leiða. Mið bróinn eignaðist dóttur fyrir einhverjum dögum síðann, man því miður ekki dagsetninguna en prinssessan er sú þriðja í röðinni hjá honum og konu hans, þrjár stelpur......stóri bró með 4 stráka.....voðalega eru við eitthvað einhæfir...eða þeir þar sem ég á ekki börn, vonandi eignast ég þó börn og hef þetta eitthvað jafnari kynjahlutföll, myndi vilja eignast bæði kyn en maður ræður því víst ekki frekar en öðru:) En litla stelpan fékk nafn á sunnud, Rebekka Dís, fallegt nafn og stefni ég á að reyna að heimsækja þau út áður en langt um líður.
Einnig er það að frétta að ég var kosinn í framkvæmdarstjórn Ungra Jafnaðarmanna fyrir næsta starfsár, er meðstjórnandi. bara gaman að því, vonandi nær maður að láta eitthvað gott af sér leiða þar.
þannig að
stay tuned
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli