búið að redda Alfreði góðu djobbi
Jæja nú er Framsókn búið koma Alfreði frá. Hann er búinn að vera forustunni óþægilegur ljár þúfu undanfarna mánuði og eitthvað urði þeir að gera til þess að losna við hann úr borginni og koma sínum gæðingi að .þ.e.a.s. Birni Inga Hrafnsson. Ekki það að ég sé einhver sértakur aðdáandi Alfreðs Þorsteinssonar heldur þvert á móti, mér finnst hann gamaldags og laus við allann þokka en hann er þó skárri heldur en Björn.
Þetta er skýrasta dæmið í dag um það hvaða ráðum er beitt til þess að koma fólki úr störfum þegar þeir eru ekki enn að fara sömu götu og forystan, þá er þeim bolað í burtu og komið fyrir í rólegum störfum. Svoldið fyndið til þess að hugsa að hann á að fara að sjá um starf, starf sem á að sjá um framkvæmdir á hátækni sjúkrahúsi og hann var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sem byggði eitt dýrasta húss íslandssögunar og fóru langt fram úr áætlunum.......fyndið.
Er að lesa Jónsbók ( sögu Jóns Ólafssonar athafnamanns ) og er þetta skemmtileg lesning, ágætt að lesa hana þegar maður liggur veikur heima. Er orðinn þreyttur á þessum veikindum og þetta virðist vera að fara, er allavegna hressari en ég er búinn að vera undanfarna daga og það gefur vonandi góð fyrirheit.
Verð einnig að lýsa ánægju mína með NFS ( Nýju fréttastofuna ) Mikið var að það kom almennilega fréttastöð hingað til lands, eins og tíðkast hefur í þeim löndum sem við berum okkur helst við. Þetta er mikil gleðitíðindi í för með sér fyrir fréttasjúkling eins og mig.
Er búinn að vera að skoða leiklistarskóla erlendis og búinn að senda nokkrum þeirra mail um það hvort að þeir ætli að koma hingað til lands og halda inntökupróf, eru tveir þeirra búnir að gefa jákvæð svör og einn þeirra búinn að segja að það komi vel til athugunar vegna þeirra skemmtilegu tilviljunnar að þessi skóli er með íslenskann kennara, vonandi að af þessu megi verða þannig að maður þurfi ekki að eyða jafnmiklum tíma í það að ferðast á milli staða í London og síðan til skotlands og annars hefði þurft.
Var að skoða heimasíðu ryanair og það kostar 0.01 pund að fara frá skotlandi til london....mikil snilld bara og þess vegna held ég bara að það sé skynsamlegt fyrir mig og þá sem eru í sömu hugleiðingum og ég að fara til skotlands og fljúgja síðan þaðan til London, þ.e.a.s. sem ætla að fara í inntökupróf í skotlandi á annað borð. Ég er búinn að vera að skoða Royal Scottish Academy Of Dramatic Arts og hugsa að það sé góður skóli og ekki skemmir fyrir að það er íslendingur að læra þar leiklist í dag
þannig að
stay tuned
föstudagur, nóvember 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli