Common.....eru þetta menn sem eiga að erfa landið??
Ok...tek það fram að ég er ekkert barnanna bestur og hef gert mikið af vitleysu í gegnum árin en mér hreinlega blöskraði þegar ég sá fréttirnar á NFS á laugard. Þar var sýnt myndband sem sýndi tvo unglingspilta elta hann Tryggva "Hring" uppi og hella yfir hann vatni og hveiti.
Ég varð gjörsamlega orðlaus og satt best að segja bara fokvondur, þvílíkur barnaskapur og já segi það bara hreint út djö....bjánar. Og síðan klikka þeir út með það að segja að "þetta var bara einhver róni og þetta var bara fyndið". Tryggvi var jú útigangsmaður hér á árum áður en er búinn að snúa við blaðinu, en ef svo væri ekki .þ.e. að hann væri en útigangsmaður að væri þetta þá í lagi þar sem hann væri það!!!!!!!!
En reyndar eru þeir búnir eftir því sem mér skilst, að biðja Tryggva afsökunar og það er vel og vonandi muni þeir ekki haga sér svona aftur.
Það var gaman að sjá Tryggva í viðtali í NFS í gær, hann sagði að honum hefði liðið eins og innanbúðarkellingu í kaupfélagi....hvað svo sem það er? Og að það kannski versta að hann hefði verið svo lengi að þrífa hjólið
En virkilega gaman að sjá hann svona sain á því. Man eftir því þegar ég var 18-19 ára að rúnta niður í bæ og hann var á hjólinu sínu, og einhvern tíman að þá var hann stopp á laugarveginum og ég var á eftir honum...hann eins og áður sagði á hjólinu og ég á bíl og hann bara eipaði og öskraði á mig að ég væri að menga landið með þessari bíldruslu....
þannig að
Stay tuned
mánudagur, nóvember 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æjii ég verð svooo reið!!!!!
Mér þykir svo vænt um hann Tryggva... hann var alltaf að borða hjá mér og hlýja sér bæði þegar ég var að vinna á Hlölla og Texas. Maðurinn er með fulle fem sko.. Mjög klár kall..
Þetta eru aumingjar sem haga sér svona og ég óska þeim ekki gleðilegra jóla og hana nú!!!!!
Skrifa ummæli