laugardagur, október 15, 2005

Jamms og jæja......

Vitiði að ég er ekki alveg að skilja gagnrýnina sem þættirnir Joey hefur fengið á sig, þetta eru auðvitað ekki friends en fólk verður að muna það að fyrsta serían af friends var nú engin gargandi snilld. En já ég semsagt keypti mér complete first season af Joey á dvd.......og ég get bara sagt fyrir mitt leyti, mikið asskoti eru þeir fyndnir........það komu oft tímar þar sem ég bara náði varla andanum fyrir hlátri.....mikil snilld og hlakkar mig mikið til þegar næsta sería byrjar.

Einnig er ég gjörsamlega að eipa vegna þess að ég er ekki að meika að bíða eftir LOST......er búinn að sjá fyrsta þáttinn úr annari seríu og þessir þættir gera ekkert annað en að halda manni í spennutreyju.......

Er búin að skila íbúðinni til baka....tímabundið...nenni ekki að fara útí það

Nenni heldur ekki að tala um Davíð Odds og brottför hans, nema með þeim orðum, farið hefur fé betra

Þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: