mánudagur, október 31, 2005

smá tilraun til bókaskrifa, ef ykkur líkar,látið þá vita í commentum og þá held ég áfram, látið líka vita ef þetta er ekki nógu skemmtilegt

Horft fram á við

Ég veit ekki hvað það er sem gerir það að verkum að ég tók hlutunum svona vel, ég meina að með öllu réttu hefði ég átt að verða alveg snarvitlaus. En ég tók einhverja hluta vegna ákvörðun um að gera það ekki, heldur bara halda kúlinu..þrátt fyrir allann viðbjóðin sem kom frá henni, allar ásakanirnar og ég veit ekki hvað. Þarna stóð hún, Helga ástin í lífi mínu og sagði mér að hún væri búinn að vera að hitta annan mann til lengri tíma og að ég skildi drulla mér út og það á stundinni, og ég gæti bara sjálfum mér um kennt. Sjálfum mér um kennt….hvað átti hún við með því…það skildi ég ekki alveg. Jú hún útskýrði það sko fyrir mér, á meðan ég var upptekinn að því að skapa sjálfum mér nafn í þjóðfélaginu sem næsta þjóðarstjarna íslendinga á sviði lista, og þá á sviði leiklistar að þá hafði ég sko engan tíma fyrir hana og lét hana sitja á hakanum, þannig að hún fór bara og leitaði eitthvað annað, þetta var bara meira en nóg, hún þoldi þetta á meðan ég var í skólanum að klára námið, að ég skildi aldrei vera heima og alltaf upptekinn við hitt og þetta og öll loforðin um að þetta myndi verða öðruvísi þegar skólinn væri búinn og ég gæti þá bara slappað af og atvinnutilboðin myndu streyma inn.

Eins og ég segi að þá tók ég þessu bara nokkuð vel finnst mér, ég bara sagði já ok, fyrst að þú endilega vilt hafa þetta svona að þá skal það verða sagði ég bara og fór og tók saman föggur mínar, það er að segja föt og tannbursta og dreif mig heim til hans Kára bekkjarbróður míns og þar sit ég núna og fer yfir þessa atburði í huganum. Og ég held að ég sé kominn með svarið hvers vegna ég hafi tekið þessu svona vel….jú í huganum var ég að plana hvernig þetta kæmi út á forsíðu SÉÐ OG HEYRT……..og ég sá alveg fyrirsögnina maður….ÁSTIN KULNAÐI HJÁ LEIKLISTARSTJÖRNUNNI JÓNATANI HALLFREÐS OG FEGURÐARDROTTNINGUNNI HELGU GUNNARSS.



Daginn eftir

Þegar ég vaknaði í morgun að þá var það mitt fyrsta verk að hringja í SÉÐ OG HEYRT. –Já ég heiti Jónatan Hallfreðs leikari, gæti ég fengið að tala við ritstjórann. – já augnablik ég skal gefa þér samband. – Já Gunnar hér. – Sæll Gunnar, Jónatan Hallfreðs hér. – Sæll Jónatan, hvað er svo að frétta af skærustu stjörnunni í dag. – Já þannig er nú mál með vexti að ég og Helga stöndum í skilnaði og mér datt í hug hvort að þú vildir birta eitthvað um það. Um leið og ég sleppti orðunum fann ég hvernig Gunnar lyftist á loft í stólnum og hausinn kominn á stað. – Hvað segiru kallinn minn, skilnaður….það er nú ekkert smá mál, ertu viss um að þú viljir að þjóðin sé að lesa um þennan leiðindaratrburð. Þetta var auðvitað bara fyrirsláttur í kallinum, reyna að halda einhverskonar virðingu á meðan hver einasti maður veit að hann og hans þjónar liggja í leyni til að komast að einhverju bitastæðu um okkur fallega og fræga fólkið.

Engin ummæli: