Hvar er Valli........
Hver man ekki eftir Valla bókunum...algjör snilld bara:) Langt er liðið síðan ég ritaði hér á þessari vef dagbók sem kallast í daglegu tali blogg. Margir spurja sig hví svo sé...hefur eitthvað komið fyrir...er hann búinn að missa ástríðuna fyrir því að deila lífi sínu með sínum tryggu lesendum...hví ó guð hví....
Að öllu gríni og vitleysu slepptu að þá hef ég verið bara með hugann við annað síðustu daga...eins og t.d. Blóðbergið sem stefnir í það að verða ein sú magnaðasta sýning sem sett hefur verið upp á íslandi.....( jæja ok, kannski ekki svo sterkt til orða tekið...og þó....jú gerum það bara ) En við frumsýnum leikritið eftir nokkra daga...verður sýnt í loftkastalanum og hvet ég alla til að koma og sjá:)
En ég fór um daginn á Halldór í Hollywood og fannst mér bara nokkuð gaman af....það er skemmtileg sýning....
Er líka búinn að vera að vinna alla þessa viku og búinn að vera í smá stress kasti yfir öllu þessu veseni mínu, .þ.e.a.s að vera að vinna og leika og þurfa að biðja fólk um að hlaupa í skarðið fyrir mig...Grjóni...þú átt heiður skilið fyrir hjálpina
Annars er bara allt í góðu...er að fara að flytja inn í íbúðina einhverntíman þegar ég hef tíma til, vonandi fljótlega:) Já ég er semsagt búinn að fá hana afhenta aftur og það án galla:)
Læt ykkur vita með framgang mála
þannig að
stay tuned
mánudagur, október 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli