sunnudagur, mars 20, 2005

Sjálfskipað blogg bann

Já krakkar mínir, ég ákvað í byrjun Mars að vera ekkert að tjá mig á netinu. Ástæðan er einföld, ég er búinn að vera undanfarnar 3 vikur í inntökuprófsferli á vegum Leiklistardeildar LHÍ. Kannski sem betur fer tók ég þessa ákvörðun, þeir sem fylgjast með DV skilja mig, en fyrir ykkur hin að þá skal ég útskýra.

Þannig var að það voru ákveðið margir sem sóttu um í deildina, þeir allir eru boðaðir í inntökupróf, ok gott og vel. Síðan á Mánudegi er tilkynnt hverjir komist áfram í frekari skoðun ef svo má segja, og voru það 34 einstaklingar. Nema hvað að allt í einu tekur DV sig til og birtir hluta af þeim nöfnum sem eru komnir áfram í þennan hóp!!!! Hvað er bara málið með það?

Það er ekki eins og DV birti nöfn þeirra sem sækja um á félagsfræðibraut MH eða í læknadeild HÍ.......Þvílík og önnur eins frétt, eða hitt og heldur.

Ok, síðan af þessum 34 voru 18 kallaðir til í seinasta tékk outið fyrir inntöku, og var ég einn þeirra heppnu, og kláraðist það ferli á Föstudaginn, en alla síðustu viku reyndi DV að komast að því hverjir væru í þessum 18 mannahópi, og þegar það gekk ekki að þá kom sú allra lélegasta tilraun sem ég hef séð til þessa, til að búa til frétt. Æi greyin mín hjá DV finnið ykkur eitthvað annað fréttaefni, eitthvað sem skiptir máli.

En hvað um það, þessi síðasta vika var snilld, erfið en snilld. Þessir 17 krakkar sem voru með mér í þessum prófum eru snillingar, og var virkilega gaman að fá tækifæri til að kynnast þeim öllum, hvernig sem fer, en það fæ ég að vita á morgun........Smá spennó í maga:)

Ég verð að nefna það að lokum, ég fór og hitti alla þessa krakka í smá geymi á Föstudagskv á stúdentakjallaranum, og þar var í gangi Stand up, á ensku. Og þar var sú allra fyndnasta stelpa sem ég hef séð, því miður kann ég ekki að skrifa nafnið hennar en hún var virkilega virkilega fyndin og sexý í þokkabót.

Læt vita hvort ég hafi komist inn eður ei

Þannig að

Stay tuned.....

Engin ummæli: