Afhverju áttu ekki kærustu.....þú ert svo gamall!!!!!
Fyrir það fyrsta að þá tek ég það fram að þið sem mig þekkið vitið mæta vel að ég er EKKI gamall!!!!! Rétt ný orðinn 25 ára takk fyrir.
En ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er sú að ég var spurður af því um daginn af litla frænda mínum þegar við vorum að ræða lífið og tilveruna. Læt samtalið flakka
Ég: Hvað segiru svo ( nafn ) ertu ekkert farinn að eltast við stelpurnar í bekknum?
Litli fr: Ohhh......hættu þessu....þetta er ekkert fyndið
Ég: Ég er ekkert að reyna að vera fyndinn, hætta hverju, ég er bara að forvitnast um litla frænda minn og kvennamál hans
Litli Fr: æææææ.....hættu þessu....( og svo komu nokkur hnefahögg )
Ég: Ok, ég skal hætta, hvað ætlaru að vera að gera í vetur?
Litli Fr: Ég veit það ekki, kannski eitthvað í skátunum og bara eitthvað
Ég: Já....hvaða stelpa er í skátunum sem þú ert að spá í
Litli fr: Ha? hvað áttu við
Ég: Nú það hlýtur að vera einhver stelpa í skátunum sem þú ert að spá í
Litli fr: Sko ( nafn mitt ) afhverju átt þú bara ekki kærustu, þú ert orðinn svo gamall!!!!!!
Þarna tók ég þá ákvörðun að nefna ekki þetta aftur við hann, komandi með ærumeyðingar og ég veit ekki hvað og hvað........
Þannig að
Stay tuned
miðvikudagur, september 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli