Hugsanir um ekki neitt........er það til?
Sit hér á Kaffibrennslunni og drekk latte og reyki.......voða healthy eitthvað:)
Hausinn á mér er eitthvað svo rólegur, óvanalegt en svona er þetta víst þegar maður er í góðri tengingu. Fór áðan uppí leiklistardeild. Mikið rosalega langar mig til að vera nemandi þarna....vá hvað ég óska þess að Guð gefi að það megi verða, þannig að ég þurfi ekki að fara til útlanda til þess að læra það sem hugur minn og hjarta stefnir á.
Ekki það að ég sé eitthvað ósáttur við það að vera að gera það sem ég er að gera þessa dagana, alls ekki, en þessi þrá til að verða leikari hefur ekkert gert annað en að vax og jafnfram líka þroskast. Það sem áður ég stefndi að, .þ.e.a.s. heimsfrægð og peningar hefur vikið fyrir þeirri þrá að læra og þroskast sem leikari og hafa jafnframt nóg fyrir mig og mína.
Sá einmitt Hannes, Stebba og Bjart á laugardaginn ( þeir voru með mér í lokahópnum í vor og komust inn ) og mikið væri ég til í að vera með þeim í bekk maður.
Þannig að ég er bara búinn að vera að skoða handrit með það í huga að fá monuloga fyrir vorið og Jakob ætlar að vera mér innan handar eins og síðast. Snillingur sem hann er. Síðan er möguleiki á að maður fái eitthvað að talsetja fyrir hann....það væri auðvitað snilld.
Sá eina bestu mynd sem ég hef séð, motorcycle Diaries, ævisaga byltingaforingjans Che Guevara, eða semsagt saga hans frá 23 - 24 ára aldurs, áður en hann varð þessi byltingasinni. Hann fór ásamt vini sínum í mótórhjóla road trip frá Argentínu til Venuzela og fjallar þessi mynd um það og hvernig þessi ferð breytti honum og kveikti hjá honum þessar hugmynd um að eyða stéttarskiptingu. Allavegna varð ég heillaður af þessari mynd og af Che, jú hann var morðingi og allt en ég skil hugsjónir hans, en er ekki sammála framkvæmdinni. ég mæli hiklaust með þessari mynd við hvern sem er.
Er síðan alltaf jafn hissa á þessum kærleika sem býr í brjósti mínu, mér finnst magnað að ég þurfi ekki lengur að vesenast í ýmsu kjaftæði sem ég var að vesenast í áður fyrr. Að eiga Mömmu & Pabba sem trúnaðarvini og fjölsk mína að er geggjað. Ok þetta er kannski væmið en þannig er ég og skammast mín ekkert fyrir það. Ég elska vini mína og fjölsk og ber kærleika til samferðarfólksins míns ( reyni það allavegana )
Mest mikilvægustu persónunar í mínu lífi eru, Mamma & Pabbi, Stóru Bróannir mínir og fjölsk þeirra. Síðan eru vinir mínir þarna á meðal, s.s. Emmý og Bragi, Keli, Eyja, Eiríkur og Elín ofl ofl.......þið vitið vonandi hverjir þið eruð.
Er svo innilega þakklátur elsta bróanum mínum fyrir það að hleypa mér inná síg og sína family, leyfa mér að búa og borða þar, þangað til að ég fæ íbúðina afhenta. Takk Takk Takk.........
Æi ég vona að ég geti sýnt öllum þeim í kringum mig væntumþykju mína í verki, þótt ég segi það kannski ekki með orðum.
Þannig að
Stay tuned
mánudagur, september 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æjjji krúttið þitt!!!! Ég elska þig í klessu og þú veist það!!!! Mússí múss
Skrifa ummæli