Varð að koma þessu að
Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er mikilvægt að minnast þess að ekki eru allir jafnlánsamir. Fjöldi fólks á Íslandi á erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og eru jólin því erfiður tími fyrir þennan hóp.
Ungir jafnaðarmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja á aðventunni og hafa boðið Mæðrastyrksnefnd að leggja henni lið.
Aðstoðinni var að sjálfsögðu tekið með fegins hendi og ætla Ungir jafnaðarmenn að fjölmenna í gamla Ó Johnson og Kaaber húsið í Sætúni (snýr út að Sæbraut rétt hjá Höfða) fimmtudaginn 22. desember næstkomandi og aðstoða Mæðrastyrksnefnd.
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá framkvæmdastjóra UJ á netfangið: jens@samfylking.is eða í síma 698 7755.
Við hefjumst handa kl 9.00 en einnig er hægt að mæta í hádeginu fyrir þá sem eru vinnandi.
Við þurfum að láta Mæðrastyrksnefnd vita hversu margir ætla að mæta í næstu viku og því biðjum við þá sem ætla að mæta að senda póst á fyrir kl. 18 miðvikudaginn 14. desember.
Nauðsynlegt er að fram komi nöfn þeirra sem ætla að mæta, hvenær þeir geta komið og hversu lengi þeir geta verið.
Stjórn Ungra jafnaðarmanna hvetur alla til að koma og taka vini og ættingja með.
Með von um góðar undirtektir,
Jens
fimmtudagur, desember 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli