Jæja Jæja...............
Maður hefur nú ekki verið kannski sá duglegasti við að blogga undanfarna mánuði, en maður bætir kannski eitthvað úr því.
Þetta sumar er búið að vera ansi viðburðarríkt. Það byrjaði á því að ég fór til USA með vinnunni og var þar í viku, virkilega gaman og gefandi. Fórum m.a. að skoða verndarsvæði indjána ofl. Þessi ferð var bara snilld og gaman að koma til USA. Og bara verð að segja að allir sem maður hitti voru virkilega viðkunnaleg og hjálpsöm.
Síðan gerðist það í Júlí að ég missi vinnuna vegna skipulagsbreytinga og þannig að þar hófst enn eitt tímabilið í mínu lífi. Ég átti virkilega gott ár á þessum stað og tel að ég hafi þroskast mikið á þessum tíma og mun ég horfa til baka með miklu þakklæti.
En í Júlí fórum ég og Keli til Mílanó með það að markmiði að interraila um evrópu, .þ.e.a.s. ítalíu, Slóveníu og Serbíu. Áttum við tveggja vikna ferð fyrir höndum. Við komum till Mílanó á kveldi Þriðjudags og fórum á hótelið sem við áttum pantað þar. Daginn eftir ætluðum við að leggja af stað til Slóveníu. Við komust ekki þann daginn vegna þess að hraðbanki á ítalíu gleypti kortið mitt og urðum við að dvelja þar einum degi lengur. Verð að segja fyrir mitt leyti að ég skil ekki afhverju Mílanó er vinsæll staður til að dvelja á.
Við fórum til Slóveníu á fimmtudegi og það fór þannig að við eyddum mest öllum tímanum þar. Slóvenía er mikið snilldar land. Við gistum á hóteli sem var 40 min frá Ljubljana sem er höfuðborg Slóveníu. Hótelið heitir hotel Trojane og er uppí fjöllum þarna og virkilega kósy og æðislegt. Fólkið þar er mikil snilld og Igor, hótelstjórinn meira að segja keyrði okkur útúm allt í Ljubljana, til þess að kynna okkur fyrir borginni. Fallegt land, ódýrt og fólkið miklir snillingar.
Síðan þegar heim var komið að þá tók við þriggja daga ferðalag um vestfirði með fjölskyldunni. Síðan þegar liðið var á Júlí að þá fékk ég vinnu í RVK við svipað og það sem ég hef verið að gera, þannig að það er mikil snilld. Síðan er ég búinn að kaupa mér íbúð í Hafnafirði, fæ hana afhenta eftir um mánuð, jafnvel fyrr. Alveg glænýtt kvikindi og búinn að versla mér borðstofuborð og stóla og alles.
Já minns er orðinn fullorðinn. Síðan er maður bara að byrja að undirbúa sig fyrir inntökuprófin í vor, verð að öllum líkindum eitthvað í hljóðsetningum í vetur.
Læt þetta duga í bili
Þannig að
Stay tuned
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli