mánudagur, maí 22, 2006

Upp með húmorinn

Hörmulegt gengi ÍA í knattspyrnu það sem af er sumars, fór á leikinn ÍA - KR á sunnudaginn. Við stuðningsmennirnir grúppuðum okkur saman á Café Mörk fyrir leikinn, þar var rosa stemmning og mikill hugur í mönnum fyrir þessum leik. Trúðum við því að nú myndu okkar menn sína sitt rétta andlit og taka KR-ingana í nefið.

En nei.....í skítakulda sáum við KR-ingana yfirspila skagamenn, liðið mitt virkaði andlaust og bara alls ekki tilbúnir í þennan leik. Var leiðinlegt á að horfa. Verð að minnast á kjánaskap Bjarka markvarðar að haga sér eins og hann gerði....verðskuldaði fyllilega þetta rauða spjald. Voandi að þetta verði honum að kenningu.

ÍA á að spila við FH á fimmtudaginn og ég býst bara allt eins við því að ÍA muni skít-tapa þessum leik.........er ekki bjartsýnn.


Varðandi Herramannadæmið......stefnir í að það verði ekki af því í þetta skiptið allavegana. Verð að skoða þetta gaumgæfilega og vega og meta alla kostina. Er náttúrulega að fara í nám og veit ekki hve miklu ég er tilbúinn að fórna.......aldrei að vita þó:)

Palli bró var í dag að fara til Manchester......have fun.

Mikið er ég ánægður með UJ-UJR-XS þessa dagana....góð herferð sem svo sannarlega Sýnir hið rétta andlit XD sem reynir að sýnast sem voða góður og fyrir alla flokkur, sem er eitt það mesta kjaftæði sem ég hef heyrt.......Coommmmoooonnnnnnn people.......sýnið smá skynsemi og kjósið rétt.

Verð einnig að minnast á hið mikla kosningasvindl sem átti sér stað á Laugardaginn á Hressó......þar var ungur og efnilegur maður rændur voninni á að verða Eurovision frík RVK 2006.....í staðinn lenti ég í öðru sæti og getur ekki verið nema um sé að kenna kosningasvindli og mútum til dómnefndar.....

Fór ég fram á endurtalningu en ekki var hlustað á þau rök......WE ARE THE WINNERS........

Að lokum

Áfram Finnland.....i´ll be there next year.....

Þannig að

Stay tuned

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn breytist í sósíalistaflokk allrar alþýðu korteri fyrir hverjar kosningar og hefur alltaf gert