sunnudagur, júlí 30, 2006

Takk fyrir mig Sigur Rós......Takk fyrir mig

Var að koma af svo sannarlega mögnuðum tónleikum sem voru haldnir á Klambratúni en þar var Sigur Rós að spila eins og flestir vita. Þetta var bara geggjað.....rúmlega 15.000 manns og bara snilldarveður og snilldar tónlist. Kann ekki að skrifa nafnið á bandinu sem hitaði upp, Amina eða eitthvað voru rosalega góðar líka.

Skil ekki afhverju þetta svæði þ.e.a.s. Klambratúnið hefur ekki verið notað fyrr í þessum tilgangi. Þarna er komið framtíðartónleikasvæði, þið sem eruð að spá í því að fá U2 eða Red Hot Chilli Peppers að þá er komið svæði fyrir þá tónleika.

Annars er hittingur hjá leiklistarliðinu sem er að fara út...þið sem eruð hluti af því liði og lesið þetta blogg......ég mun hafa samb fljótlega

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Er ekki kominn tími til að tala aðeins um hann Magna "okkar"

Ég er búinn að vera að horfa á Rockstar eins og stór hluti Íslendinga, og mikið er ég ánægður með Magna. Hann er að standa sig ekkert smá vel. Það er rosalega skrítið að horfa á íslending standa þarna á þessu sviði, með þessum mögnuðu gaukum í house band, syngjandi fyrir milljónir manna í hverri viku og gera það vel. Fyrsti flutningur var ekkert rosalegur, en lagið í öðrum þætti ( man ekki hvað það heitir ) Plush og síðan Heros í gær voru hrikalega flott.

Hann er svo sannarlega búinn að gefa þessum "rokkurum" hér heima langt nef. Er að sýna það að maður þarf ekki að vera sveittur rock´n roll gæji, með eitthvað rosalegt attitjút til þess að geta rokkað.

Líka flott það sem Dilana skrifar um hann Magna á síðunni sinni, sýnir að hann er rosa vel metinn þarna úti....læt það fylgja hér

"Magni and Dana are in our room playing guitars and I’m enjoying listening to them play as I do this. I LOVE “ICE-MAN” (Magni). Btw, I gave him that nickname the 1st day we met. He is an unbelievable, magical person with the biggest, warmest heart – we all adore him! He’s actually our DAD in the house and always ready to help everyone. I hope I leave before he does. He has a 10 month young baby boy back home in Iceland and a girlfriend who he clearly worships. I love seeing someone so in love with their family"

Talandi um Dilönu, ég var ekki að fíla hana fyrst, fannst hún tilgerðarleg, en hún er massa söngkona og gaman að fylgjast með henni.

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, júlí 24, 2006

YES...Sindri Eldon minnist á mig......


Ég var að lesa gríðarlega fyndna færslu hjá Sindra Eldon, fyrir ykkur sem ekki vita hver það er að þá er það sonur Bjarkar Guðmunds, blaðamaður hjá Grapevine og tónlistamaður.

Ég þekki Sindra ekki neitt og hef aldrei hitt hann, hef séð hann niðrí bæ öðru hvoru og svona en ekki mikið meira en það. Því kom mér það á óvart að hann skuli nenna að eiða sýnum dýrmæta tíma í það að skrifa um mig. Eða kannski réttara sagt að þá skrifar hann um bloggið mitt....ekki mig kannski beint. Segir þar m.a. að líf mitt sé álíka spennandi og vindsokkar ( veit einhver hvað það er )

Forsaga málsins er sú að Sindri skrifaði grein í Grapevine um afmælistónleika Bubba. Ég hvet alla til þess að lesa þessa grein og mynda sér eigin skoðun, en mín skoðun er sú að þessi grein sé ekki nógu fagmannlega unnin. En það er mín skoðun. Allavegna að þá á vefsíðunni Bubbi.is er spjallþráður, það spannst umræða um þessa grein þar, ég skrifaði eitt comment um þessa grein. Nákvæmlega sama og ég skrifaði hér að ofan. Það sem Sindri virðist halda er það að ég hafi haldi uppi stöðugum "vörnum" fyrir Bubba....held að Bubbi sé fullfær um það sjálfur sko.

En ég hvet alla til þess að lesa þessa grein hans Sindra...hún er skrifuð 4 Júlí og er Hér hún er mjög fyndin.

Annars er það að frétta að ég hætti í vinnunni 21 Ágúst og fer þá að undirbúa flutning til London. Það er komin nokkur mikil spenna í kallinn vegna þessa. Hugsa að ég fari út 8 Sept, bæði til þess að gera mann klárann og kynnast umhverfinu og svona.

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, júlí 07, 2006

Back from Spain...nenni ekki skrifa um það strax, þannig að ég set hér inn löndin sem ég hef heimsótt



create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands