miðvikudagur, desember 14, 2005

KING KONG

Ég fór á KING KONG í gærkvöldi og þvílík snilld........vá maður ef Peter Jacksson er ekki einn sá mesti snillingur í kvikmyndagerðð að þá veit ég ekki bara hvað......

Hún er rosaleg þessi mynd og ef þú ferð ekki og sérð hana að þá......æi þá er það bara þinn missir sko

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, desember 12, 2005

Jungle speed

Ég fór á jólahlaðborð á föstudaginn með vinnunni og síðan í sumarbústað. Við vorum nokkur stykki talsins og var rosa gaman. Í þessu geimi voru tveir einstaklingar sem eru að flytja inn spil sem kallast jungle speed. Þetta spil er það allra skemmtilegasta spil sem ég hef spilað nokkurn tímann. Ég reyndar stóð mig alls ekkert vel en þvílík snilld. Mæli með því við alla að kíkja í spilabúð Magna og kaupa þetta spil og spila með vinum og fjölsk yfir jólin.

Síðan er ég að fara að til Færeyja á föstudaginn og verð yfir helgina. Verður gaman að heimsækja brósa og fjölsk. Sjá litlu Rebekku Dís sem er nýasti erfinginn.

Einnig var verið að bjóða mér að taka þátt í verkefni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Veit ekki hvort að ég geti það en það gæti verið rosa spennandi.

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, desember 08, 2005

Varð að koma þessu að

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er mikilvægt að minnast þess að ekki eru allir jafnlánsamir. Fjöldi fólks á Íslandi á erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og eru jólin því erfiður tími fyrir þennan hóp.

Ungir jafnaðarmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja á aðventunni og hafa boðið Mæðrastyrksnefnd að leggja henni lið.

Aðstoðinni var að sjálfsögðu tekið með fegins hendi og ætla Ungir jafnaðarmenn að fjölmenna í gamla Ó Johnson og Kaaber húsið í Sætúni (snýr út að Sæbraut rétt hjá Höfða) fimmtudaginn 22. desember næstkomandi og aðstoða Mæðrastyrksnefnd.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá framkvæmdastjóra UJ á netfangið: jens@samfylking.is eða í síma 698 7755.

Við hefjumst handa kl 9.00 en einnig er hægt að mæta í hádeginu fyrir þá sem eru vinnandi.

Við þurfum að láta Mæðrastyrksnefnd vita hversu margir ætla að mæta í næstu viku og því biðjum við þá sem ætla að mæta að senda póst á fyrir kl. 18 miðvikudaginn 14. desember.

Nauðsynlegt er að fram komi nöfn þeirra sem ætla að mæta, hvenær þeir geta komið og hversu lengi þeir geta verið.

Stjórn Ungra jafnaðarmanna hvetur alla til að koma og taka vini og ættingja með.

Með von um góðar undirtektir,
Jens

miðvikudagur, desember 07, 2005

Jamm og jæja þá er það pólitíkin

Veit ekkert hvort þið munið nenna að lesa þetta, er ekkert of viss um það but here it goes.

Ég er búinn að lýsa því yfir hér áður að ég sé samfylkingamaður og skammast mín ekkert fyrir það, ég er meira að segja í stjórn Ungra Jafnaðarmanna og hef brennandi áhuga á pólitík og öllu sem því við kemur. Fram að þessu hausti hef ég ekkert verið eitthvað rosalega aktívur í póltísku starfi, aðeins komið nálægt því. Ég hef haft mjög gaman að því að rökræða pólitik við vini mina og fólk sem er í kringum mig.

Það að ég sé samfylkingamaður og starfi innan þess flokks liggur það í loftinu að sé á móti núverandi ríkisstjórn og mun ég ekkert draga dul á það. Mér finnst kominn tími til að stjórnvöld sem hafa hagað sér með þeim hætti eins og núverandi ríkistjórn hefur gert, dragi sig í hlé. Þeir eru búnir að vera við völd of lengi og eru hættir að sjá út fyrir kassann. Gott dæmi er öryrkjamálið, ok þetta er kannski orðið þreitt en samt, það hvernig öryrkjar hafa það í þessu landi er okkur til skammar. Við montum okkur að því að vera svo rosalega rík og allt sé í svo miklum blóma......djö kjaftæði alltaf hreint. Það að þessi ríkistjórn skuli ekki sjá sóma sinn í því að þeir sem eiga erfitt í þessu landi skuli getað lifað sómasamlega er ekket annað en hræsni í ljósi þess að þeir eru að henda tugum ef ekki hundruðum milljóna í sendiráð hingað og þangað um heiminn en geta ekki búið þessum hópi fólks almennileg lífsskjör.

Og síðan er það blessaðu eldri borgarar þessa lands. Fólk sem hefur komið þessu landi á þann stað sem það er, útúr moldarkofunum, það er látið dúsa á elli/hjúkrunarheimilum sem eru ekki einu sinni rottum samboðið. Hvað er það bara að Amma mín þurfi að búa til kleinur og selja til þess að hafa salt í grautinn, manneskja sem er búin að vinna allt sitt líf.

Ein besta vinkona mín er 2gja barna móðir, hún er einstæð. Þessi manneskja er ein af þeim sem eiga alla mína virðingu skilið og ég dáist að henni og það kemur ríkistjórninni ekki rassgat við. Hún er eins og áður sagði 2gja barna móðir og hún er í skóla en það er ekki mikið meira en það sem hún getur gert og hún gerir það bara á dugnaðinum og hörkunni einni saman, því að hún vil og ætlar að læra það sem hún vill og fær hún ekki mikinn stuðning frá yfirvöldum til þess, heldur er það dugnaður og kraftur sem einkennir hana.

En það eru ekki allir jafn heppnir og hún, það eru dæmi þess að einstæðar mæður eru á götunni með börn sín, þurfa að leita til hjálparstofnana um hver mánaðarmót til þess að geta lifað af, jafnvel að ganga svo langt að fara í viðtal við DV til þess að vekja athygli á sínum aðstæðum, þær fá hvergi fyrirgreiðslu.

Starfsfólk í leikskólum og umönnunarstörfum eru að vinna ein þau mikilvægustu störf sem unnin eru í þessu landi og fólk er ekki að vinna þar vegna góðra launa, fólk er að vinna þessi störf af hugsjón og af ánægju, ég þekki það af eigin raun. Ég er að vinna á leiksskóla aðra hverja viku, það er tekinn af mér fullur skattur og ég er að fá 28.000 útborgað, ef ég væri ú fullu starfi og með skattkort væri ég að fá í hendurnar um 90.000. kr. Fyrir fullt starf. Móðir mín er að vinna við ummönnun eldri borgara, eftir 18 ár í starfi er hún að fá 70.000 + í hendurnar, reyndar fyrir 65% starf en samt.....18 ára óeigngjarnt starf.

Með þessu er ég ekki að segja að það sé allt ómulegt í þessu landi, ég hef það fínt að mörgu leyti og við megum vera þakklát fyrir margt en það að að ein ríksta þjóð í heimi skuli ekki sjá sóma sinn í því að allir skuli vera jafnir óháð kyni, aðstöðu,litarhætti heldur eingöngu hyggla þeim sem eru vel stæðir nú þegar og bilið milli ríkra og fátækra gerir ekkert nema að stækka, er til háborinnar skammar.

Það er kominn tími á breytinga og samfylkingin er það afl sem mun gera það. Nú er mikið rætt um að Ingibjörg Sólrún sé óhæfur formaður og sé að sigla flokknum í strand, við þá sem halda þessu fram vil ég aðeins segja þetta. talið um það sem þið hafið vit á. Það eru 18 mánuðir til alþingiskosninga og þá mun flokkurinn sína yfirburðastöðu sína. Sjálfstæðisflokkurinn var í nækvæmlega sömu stöðu í skoðunarkönnunum rétt eftir að Davíð tók við, það tók hann tíma til þess að ná að skerpa á hlutunum, nú er komið að okkur.

Þetta mun verða áframhaldandi hjá mér, ég mun framvegis skrifa um pólitík og mínar hugsjónir hér, ekki eingöngu heldur þegar við á. Einnig mun ég á næstu dögum kynna hver ég er og mínar hugsjónir. Það sem fram kemur hér að ofan er eingöngu það sem er á allra vörum og þar af leiðandi ekki eitthvað sem er bundið við mig. Næsti pistill mun fjalla um framsókn og Halldór Ásgrímsson, mann sem situr sen forsætisráðherra, forsætisráðherra sem er með formaður í flokki sem er með 11% fylgi. Það myndi hvergi annarstaðar ganga upp í vestrænu lýðræðislandi

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, desember 05, 2005

úfff......hvað á maður nú að gera?

Jamm og jæja, þá er törnin búin og leikritið Blóðberg er búið að eiga sína síðustu stund í bili á sviði loftkastalans. Sýndum við á föstud lokasýningu og var það nokkuð gaman en samt skrítið. Það fengu ýmsir hlutir að fjúka sem ekki hafa fengið að fjúka fyrr og setningum bætt við og grínið meira og stærra....smá svona lokasýningarflipp.

Annars er ég rosa stoltur af því að hafa fengið tækifæri á því að kynnast og vinna með öllu þessu frábæra fólki sem stendur að stúdentaleikhúsinu. Þetta var magnað tímabil, strembið og svoldið pússlerí og svona en engu að síður æðislegt. Ég kom þarna inn, þekkti engan, ekki einu sinni stúdent og þar af leiðandi ekki einu sinni í HÍ en samt var tekið vel á móti mér og ég tel að þarna hafi ég eignast vini sem muni verða það áfram þótt að þetta tímabil sé búið í lífi okkar allra. Takk elskunar mínar....þið eruð æði.

Annars virðist ég ekkert ætla að losna við þetta blessaða kvef/hálsbólgurusl. Var laus við það í nokkra daga og er síðan komið aftur af fullum þunga....æðislegt eða hitt og heldur.

Ég fór í klippingu í dag, það er kannski ekki frásögu færandi ef ekki væri fyrir þann pening sem þetta kostaði mig, 8.600 kr takk fyrir, klipping og strípur. Ok jú þetta er vel gert og allt það og stofan gegggjuð og allt en þetta ekki samt komið í öfgar þegar fólk er að borga vel á 10.000 þús í klippingu?

Ég reyndar er það heppinn að hárið á mér vex óeðlilega hægt þannig að ég þarf ekki að vera að spá í þessu á daglegum basis.

Er að spá í það hvort að ég eigi að opinbera mig hér í netheimum, ég nebbilega þori alveg að standa við það sem ég skrifa og svona og það er engin mistík í því að vera einhver huldumaður þótt vinir mínir viti alveg hver ég er sko......ætla að spá í þessu eitthvað áfram

Þannig að

Stay tuned

Ps: Fór á Brim í gær, mun skrifa gagnrýni fljótlega
Vilijði vita hvað mér finnst?

Comentaðu nafninu þínu og..

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!