mánudagur, febrúar 20, 2006

Til hamingju Ísland......inntökupróf.......uuuu.....já....

Silvía Nótt rústaði undankeppninni hér heima eins og allir vita....rúm 70.000 atkvæði, það er ekkert smá...Til hamingju með þetta.

Vegna inntökuprófa í LHÍ hef ég tekið þá ákvörðun að ég muni ekkert blogga fyrr en það ferli er búið, hvort sem um er að ræða að ég komist inn eða detti út snemma......Þannig að adios þangað til 26 mars

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina....Andrés Jónsson í 4 sætið

Nú um helgina er haldið prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru 16 frambærilegir frambjóðendur sem eru að bjóða sig fram í forystu flokksins og er það frábær árangur í ekki eldri flokki en Samfylkingin, sem er nú að slíta barnsskónum.

Andrés Jónsson er að bjóða sig fram í 4 sæti prófkjörsins. Andrés er 28 ára gamall og hefur á nokkrum árum skapað sér nafn í íslenskri pólitík fyrir öfluga stjórn á Ungum Jafnaðarmönnum, en þar er hann formaður og hefur verið það 2 og ½ ár og þar af verið endurkosinn tvisvar sinnum. Þar áður var hann formaður Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.

Andrés er maður sem svo sannarlega á skilið að sitja í Borgarstjórn Reykjavíkur. Hann er með sterka sýn á það hvernig á að byggja upp Reykjavík enn frekar og gera Reykjavík að enn öflugri fjölskylduborg.

Það sem mér finnst einna áhugaverðast í stefnumálum Andrésar er sú sýn hans að Borgarstjóri skuli vera kosinn í beinni kosningu, ekki kosinn á vegum flokksins. Dæmin sýna það að það sé beint hættulegt fyrir lýðræðið að svo skuli ekki vera. Horfum við upp á það til dæmis að ef einn minnsti flokkur landsins næði manni inn í Borgarstjórn nú í vor að þá eru líkur á að efsti maður þess flokks kæmist í oddaaðstöðu, og þar af leiðandi gæti orðið Borgarstjóri með minnsta fylgið á bak við sig.

Þetta er þróun sem þarf að stöðva og breyta þarf þessu fyrirkomulagi og þar er það sem Andrés vill gera með þeirri tillögu sinni að Borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu af borgarbúum.

Því hvet ég alla Reykvíkinga til þess að mæta nú um helgina á kjörstaði sem staðsettir eru víða um borgina og kjósa öflugan mann og öflugra lýðræði innan Reykjavíkur. Andrés Jónsson í 4 sætið.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Opið prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík um næstu helgi....Andrés Jónsson formaður Ungra Jafnaðarmanna í 4 sætið

Um næstu helgi er prófkjör í Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar er Andrés Jónsson formaður Ungra Jafnaðarmanna að bjóða sig fram í 4 sætið. Andrés er kraftmikill og öflugur talsmaður ungs fólks og á svo sannarlega skilið góða kosningu.

Því vil ég hvetja alla til þess að kjósa Andrés í þessu prófkjöri, þú þarft ekki að vera skráður í samfylkinguna og munt ekki verða skráður í samfylkinguna eða á einn eða neinn lista tengdri henni í kjölfarið. Það eina sem þú þarft er að vera með lögheimili í Reykjavík.

Viltu öflugan talsmann í borgarstjórn....þá kýstu Andrés Jónsson....nánari uppl á heimasíðu Andrésar Andrés Jónsson

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Kvikindið orðið 26 ára gamalt...þ.e.a.s. ég.....

Jamms....ég á afmæli í dag....26 ára gamall orðinn....blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir

þannig að

stay tuned