föstudagur, desember 31, 2004

Gleðilegt Ár

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Megi nýtt ár verða ykkur góð og megi Guð ávallt vera með ykkur og færa ykkur farsæld og hamingju.

Gleðilegt ár 2005

Kveðja

Leikarinn

fimmtudagur, desember 30, 2004

Veraldarlegt drasl

Er búinn að vera að velta hlutum fyrir mér, hvað er það sem gerir það að verkum að maður verður heltekinn á því að þurfa að eiga allt það flottasta og bestasta.

Eins og með mig, hér áður fyrr að þá "þurfti" ég að eiga flottan bíl, fallega konu og nóg af pening til þess að allt yrði ok fattiði, og skipti þá engu máli að ég gat ekki borgað reikningana og var með fullt af lögfræðingum á bakinu og drasl, allt það skipti engu máli svo lengi sem allt væri "ok" útávið.

Í dag að þá horfi ég á líf mitt, og jú ég á flottan og góðan bíl, enga konu, nóg af skuldum og það skiptir mig engu máli, því að ef ég á ekki í góðu sambandi við foreldra mína og vini og fjölsk, ef ég er ekki að sinna vinnunni minni, ef ég er ekki heiðarlegur við fólkið í kringum mig að þá bara einfaldlega er ég ekki í góðum málum.

Það sem ég er að reyna að segja er það að allt það veraldlega skiptir mig minna máli í dag einhvernveginn, það sem skiptir mig máli er það að ég sé að sinna mér andlega, sé góður við fólkið í kringum mig, borga reikningana mina á réttum tíma, sinni vinnunni minni heiðarlega, sé heiðarlegur og komi vel fram við það fólk sem ég mæti á lífsgöngu minni.

En eins og allir að þá er ég ekki fullkominn og geri því mistök eins og aðrir, en ef ég læri af mistökunum, haga mér í samræmi við mína lífsstefnu að þá getur mér ekki annað en farið fram.

Læt þetta duga í bili af heimspekiliegum pælingum mínum, óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Mér þykir vænt um ykkur

Þannig að

Stay tuned

sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jólin

Kominn frá London og var það eins geggjað og frábært og ég hafði vonað. Takk Eiríkur & Elín, Óli & Njóla & Keli fyrir frábæra ferð og endalausan vitleysisgang.

Sáum we will rock you, söngleikur með tónlist e Queen og var það í einu orði sagt geggjað, algjör snilld, ef þú ert á leið til London, sjáðu þá Þessa sýningu.

Annars ef fólk er e-d að spá í það hvers vegna að það hafi ekki fengið jólakort frá mér, að þá er það ekkert persónulegt, ég bara tók þá ákvörðun að þangað til að ég er búinn að finna mér konu sem nennir að skrifa á kortin fyrir mig að þá sendi ég ekki kort. Mér þykir samt vænt um ykkur:)

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólageðveikin í fyrirrúmi

Minns fór og skellti sér í langþráð helgarfrí um síðustu helgi, og svo sem ekkert nema gott um það að segja, en málið er að þegar að það líður langt á milli fría að þá hefur maður minni tíma til að hitta fólkið sem maður vill hitta og eyða smá tíma með því, þannig að það endar alltaf þannig að maður nær bara að hitta brotabrot af vinum sínum/ættingjum. Ætla ég að gera breytingu á því núna á næstu dögum þar sem að ég er að fara í tveggja vikna jólafrí:)

En semsagt ég fór í frí og byrjaði á því að kíkja á skagann og heilsa uppá mömmu og pabba og svona, síðan fór ég í bæinn og hitti Daða & Huldu og Friðþjóf í smátíma og það í smáralindinni, þvílík geðveiki maður, ok síðan hitti ég Braga og Emmý og spendaði kvöldinu með þeim og fór síðan á skagann og daginn eftir í RVK og í smárlindina og það var enná meiri geðveiki, öll börn orðin meira og minna geðveik ég veit ekki hvað, eyddi hluta af deginum og kveldinu með Braga og Emmý, þau eru æði og ekki að óskekju sem þau hafa linkinn bestu vinirnir, mér þykir óendanlega vænt um þau.

Og síðan fór sunnudagurinn bara í chill í faðmi familýunnar.

Er að fara til London á Laugardagsmorguninn, það verður vonandi geggjað, kem aftur á Miðvikudaginn, ætla að reyna að kaupa restina af jólagjöfunum þar:)

En ég nenni ekki að skrifa meira, er að setja mig mentaly inná það að gera mig klárann fyrir innntökuprófin,þau verða í Mars og eins gott að maður standi sig þannig að maður geti labbað í burtu stoltur, hvernig sem fer.

Þannig að

Stay tuned.......