fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ekki í góðu skapi

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt?

mánudagur, janúar 23, 2006

Inntökuprófin.....íbúðin....

Nú er LHÍ búin að opna fyrir umsóknir fyrir leiklistarnámið, var að klára umsóknina:) Er búin að leigja íbúðina þannig að.......

Já....nenni ekki að blogga


þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, janúar 19, 2006

sunnudagur, janúar 15, 2006

Hvað gerist á nýju ári.....

Í dag eru tímamót í mínu lífi, 15 dagur hvers mánaðar skiptir mig miklu máli án þess að ég ætli að fara eitthvað frekar út í það hvað ég á við með því.

Ég er búinn að halda þessu bloggi út núna síðan 2003, reyndar með mismiklum hléum. Ég er búinn að vera að skoða þessi gömlu skrif mín og eru mörg þeirra mjög fyndin svona eftir á:)

Ég vona að þetta ár verði árið sem ég komist í leikistarskóla, ef ekki að þetta verði ár ástar og friðar. Hefði ekkert á móti því að að kynnast einhverri sætri og skemmtilegri stelpu........en það gerist sem gerist:)

Þannig að

stay tuned

föstudagur, janúar 13, 2006

Glæpur gegn diskóinu......Mikki Torfa og Jónas hætta....inntökupróf.....

Ég fór með hóp af krökkum úr stúdó á sýninguna sem Aggi ( Agnar Jón Egilsson ) er að setja upp í Borgarleikhúsinu. Fyrir ykkur sem ekki sem vitið hver Aggi er, að þá er hann leikstjóri/leikari og hann leikstýrði stúdó t.d. fyrir áramót. En hann semsagt er að setja upp þessa sýningu ásamt samnemendum sínum úr leiklistarskólanum, þeim Friðriki Friðrikssyni, Guðmundi Inga Þorvaldssyni og Ólafi Darra Ólafssyni og þeir skipa leikhópinn Steypibaðsfélagið Stútur, sem var stofnaður í kringum tíðar sturtuferðir nemenda leiklistarskólans:)

Þetta er semsagt sýningin Glæpur gegn diskóinu. Þetta er nokkuð sérstök sýning, hún er byggð þannig upp að þeir þrír leikarar, Frikki, Gummi og Darri, koma fram hver í sínu lagi með hvern sinn monolog. Frikki byrjar og er á sviðinu í 45 min c.a. og síðan er hlé í 10 min, síðan kemur Gummi og er í 45 min c.a og síðan Darri í endamonolognum og er í 55 min c.a. Með þeim á sviðinu er tónlistarmaður sem sér um tónlistina og kemur með einstaka comment. Skemmtistaðurinn kaffi löve spilar rullu í þessu leikriti og ég get í raun og veru ekki sagt mikið um sýninguna vegna þess að fólk verður eiginlega að sjá það sjálft.

Þess vegna mun ég í raun bara aðeins fara yfir leikarana og þeirra frammistöðu. Verð þó að taka það fram að ég fór á genaralprufu ( Aðalæfingu ) Eins og áður sagði að þá byrjar Frikki sýninguna. Hann leikur "nagla" og það mætti kannski setja út á það, því hann hefur kannski ekki alveg líkamlega burði til þess að vera svona "nagli" Hann er ekkert sérstaklega heillandi karekter sem Frikki er að leika. En hann gerir það bara nokkuð vel.

Gummi kemur svo næstur á svið, ég hef ekkert verið í gegnum tíðina eitthvað rosalegur hrifinn af honum sem leikara en vá hvað hann er rosalega góður í þessari sýningu...vá. Gummi leikur ansi skemmtilegan karakter, mann sem er eitthvað svo "einfaldur" og skrítinn. Monologinn hans er sá fyndnasti í sýningunni tvímælalaust og Gummi er stjarnan.

Ólafur Darri lokar svo sýningunni. Darri er einn af mínum uppáhaldsleikurum. Stór og mikill maður með mikla rödd og bros hans nægir til þess að maður hlær innilega. Darri leikur mann sem er gítarleikari og gerir það nokkuð vel, þó hefði ég viljað sjá hann sem fyrsta karakter, því hann hefur lúkkið í naglann en hann gerir sitt vel eins og hans er von og vísa.

Ég mæli með þessari sýningu...***1/2 af ***** mögulegum.

Mikki og Jónas sáu sóma sinn að hætta sem ritstjórar Dv, hvort að það er að sjálfstæðu eða hvað læt ég liggja á milli hluta. En þeir hefðu mátt gera það áður en þeir komu með lúalega tilraun til þess að verja sína drullublaðamennsku.

Inntökuprófin í LHÍ eru á næsta leyti, mun ég reyna enn og aftur. Í 4 skiptið ( Fullreynt í fjórða ) síðan 2001. Nú síðustu tvö skiptin hef ég komist í lokaúrtökuhópinn og vona ég að ég komist inn í þetta skiptið, án þess að ég sé að segja að fyrri árángur sé ávísun á það...alls ekki. Nú er bara um að gera að koma frískur og vel undirbúinn til leiks og vona að gæfan falli með manni.

þannig að

Stay tuned

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Úffff.......DV í dag......og afleiðingar þess

Ég vona að atvikið í dag verði til þess að DV fari aðeins að hugsa sinn gang

Votta aðstandendum mína samúð

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gleðilegt nýtt ár......A little trip to heaven.....nýr bíll.......Færeyjar again.......

Gleðilegt nýtt ár öll sömul, hef ekki verið sá duglegasti að blogga.....nenni því bara hreint ekki. En ákvað að láta eitthvað svona örstutt fljóta inn á síðuna.

Fór á A little trip to heaven með Kela um daginn og verð bara að segja að ég varð allavegna ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er kannski engin öfga góð mynd en hún er samt góð, flott myndataka og góðir leikarar og góð leikstjórn.......mæli með henni allavegana.

Keypti mér nýjan bíl á miðvikudaginn í síðustu viku og fékk hann afhentann í dag, Reanult megane II....er rosa sáttur....feginn að vera laus við Mözdu drusluna, var aldrei nógu ánægður með hana.

Og síðan tókum við vitleysingarnir þá ákvörðun að endurtaka leikinn frá því á síðustu páskum og ætlum að skella okkur aftur til Færeyja núna um páskana....það verður bara snilld....enda eingöngu snillingar sem eru að fara:)

Veit ekki hvað það er með Færeyja en mér finnst þetta bara svo mikið snilldarland.

Þannig að

Stay tuned