þriðjudagur, júlí 27, 2004

Falleg athöfn, Fjölmiðlafrumvarpið og Verslunarmannhelgin.
 
Kiddi hjá trs kom og reddaði mér í sambandi við tölvufjandann, veit ekkert hvað skeði þar.

Fór á föstudagskv til RVK og hitti Braga & Emmý, gisti þar eins og ég var búinn að minnast á og var það frekar kúl, horfðum á Robin William on stage og 24 ofl. Takk fyrir mig elskunar

Síðan á Laugardaginn var það brúðkaupið hjá Eirík & Elínu. Verð bara að segja að þetta var æðislegt, Elín var gullfalleg og Eiríkur var bara virðulegur. Virkilega falleg athöfn og óska ég þeim báðum innilega til hamingju og megi Guð færa ykkur hamingju og mikla gleði saman ( sem ég efast ekki um ) Síðan var haldið í veisluna og tókst hún með ágætum vel, flottar og góðar kökur/tertur, skemmtileg atriði og já bara frábært í alla staði. Síðan ætla brúðhjónin að skella sér til Eþjópíu ( er það ekki skrifað svona? ) á næsta mánudag, ef það væri ekki brúðkaupsferðin þeirra að þá væri ég meira en til í að fara með þeim, ég get svo sem séð um töskunar krakkar ha???   Þið hringið bara í mig:D

Hitti Önnu & Svönu líka á föstudaginn, Anna er að fara til Mexíkó 19 að ég held, í heilt ár og vonandi heppnast það vel hjá henni.

Á laugarsdagskv fór ég á lofgjörðarstund hjá KSF og var það virkilega gefandi eins og alltaf að fá að lofa HANN, hitti Gróskuna mína þar og var það æðislegt, daman bara kominn með bílpróf og læti, maður verður að fara að passa sig:D

Hlín er enn á Eiðum, veit ekki hvenær hún kemur þaðann, er soldið farinn að sakna hennar....Komdu heim kona.

Verslunarmannahelgin framundann........veit ekkert hvað ég muni gera, var að spá í að skella mér til Eyja, en læt ekki verða að því  vegna peningaleysis, þá kom til greina að skella mér vestur með fullt fullt af skrítnu fólki, en læt ekki verða að því vegna peningaleysis, þá kemur til greina að skella sér norður með lögfræðingnum og fleira fólki, veit ekki hvort að ég láti verða að því vegna peningaleysis, þá kemur til greina að fara í Vatnaskóg og hitt fullt fullt af skrítnu fólki þar, gæti látið verða af því, þá kemur til greina að fara í Kirkjulækjakot og hitta þar fullt fullt af skrítnu fólki, gæti látið verða af því, þá kemur einnig til greina að vera hjá Mömmu & Pabba og Palla og family, gæti látið verða af því ( það er ódýrast ) Og einnig kemur til greina að hanga með Braga & Emmý, það er líka mjög hentugt, kostar ekki mikið, nema kannski tóbak og videó ( fyrir mig .þ.e.a.s. ) Þannig eins að þið sjáið að þá kemur margt til greina þessa helgina :D

Æi nenni ekki að tala um fjölmiðlamálið, annað en það að ríkistjórnin tapaði þessu illilega og gott á hana.....skrifa meira um það í næstu færslu

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, júlí 23, 2004

Verið að kvarta yfir bloggletinni í manni :)
 
Og er það svo sem vel skiljanlegt, minns er ekkert búinn að vera neitt rosa duglegur undanfarnar vikur að blogga. Tók 4 daga í sumarfrí, og á einn eftir, það er svona þegar maður byrjar á nýjum stað að þá bitnar það á sumrafríinu. Hef aldrei átt sumarfrí og hlakkar mig mikið til þegar loksins kemur að því, sem Guð veit hvenær það verður.

Er að fara í brúðkaup hjá Hr Valberg og tilvonandi Frú Valberg á morgun og hlakkar mig mikið til að samgleðjast þeim. Og verð bara að minnast á elskunar mína Emmý & Braga, það er ekki amalegt að eiga svona vini sem hleypa manni inná heimili sitt og leyfa manni að gista, en það ætla að þau að gera fyrir mig í kvöld og hafa gert svo oft áður Takk elskunar mínar, þið eruð perlur
 
En úr tilfinningaseminni yfir í annað, ég vissi ekki hvert ég ætlaði í gærkvöldi, mikið andsk....varð ég brjálaður, helv....Outlookinn minn tók bara uppá því svona allt í einu að hreinsa allt út úr sér, alla acounta, contacta öll mail sem ég hef sent eða fengið, bara púff, horfið sorrý þú. Ég er að vona að trs reddi þessu fyrir mig.

Jói innilega til hamingju með prófið og allt saman.

Ég fæ ekki hundinn ( var svikinn ) en það er svo sem allt í k, ég er búinn að ganga frá því að ég fái annann, í sept að öllum líkindum.

Annars hvet ég alla til að skoða síðuna hjá Braga & Emmý ( það er linkur hér til hliðar, bestu vinirnir ) en þar er Emmý að rifja upp gamla tíma, voða flott hjá henni og skemmtilegt

Þið fyrirgefið, en ég nenni ekki að skrifa um  kosningarnar né fjölmiðlamálið, ég hef miklar skoðanir á þessu og munu þær koma fram, en ekki núna

þannig að

Stay tuned