föstudagur, júlí 23, 2004

Verið að kvarta yfir bloggletinni í manni :)
 
Og er það svo sem vel skiljanlegt, minns er ekkert búinn að vera neitt rosa duglegur undanfarnar vikur að blogga. Tók 4 daga í sumarfrí, og á einn eftir, það er svona þegar maður byrjar á nýjum stað að þá bitnar það á sumrafríinu. Hef aldrei átt sumarfrí og hlakkar mig mikið til þegar loksins kemur að því, sem Guð veit hvenær það verður.

Er að fara í brúðkaup hjá Hr Valberg og tilvonandi Frú Valberg á morgun og hlakkar mig mikið til að samgleðjast þeim. Og verð bara að minnast á elskunar mína Emmý & Braga, það er ekki amalegt að eiga svona vini sem hleypa manni inná heimili sitt og leyfa manni að gista, en það ætla að þau að gera fyrir mig í kvöld og hafa gert svo oft áður Takk elskunar mínar, þið eruð perlur
 
En úr tilfinningaseminni yfir í annað, ég vissi ekki hvert ég ætlaði í gærkvöldi, mikið andsk....varð ég brjálaður, helv....Outlookinn minn tók bara uppá því svona allt í einu að hreinsa allt út úr sér, alla acounta, contacta öll mail sem ég hef sent eða fengið, bara púff, horfið sorrý þú. Ég er að vona að trs reddi þessu fyrir mig.

Jói innilega til hamingju með prófið og allt saman.

Ég fæ ekki hundinn ( var svikinn ) en það er svo sem allt í k, ég er búinn að ganga frá því að ég fái annann, í sept að öllum líkindum.

Annars hvet ég alla til að skoða síðuna hjá Braga & Emmý ( það er linkur hér til hliðar, bestu vinirnir ) en þar er Emmý að rifja upp gamla tíma, voða flott hjá henni og skemmtilegt

Þið fyrirgefið, en ég nenni ekki að skrifa um  kosningarnar né fjölmiðlamálið, ég hef miklar skoðanir á þessu og munu þær koma fram, en ekki núna

þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: