miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólageðveikin í fyrirrúmi

Minns fór og skellti sér í langþráð helgarfrí um síðustu helgi, og svo sem ekkert nema gott um það að segja, en málið er að þegar að það líður langt á milli fría að þá hefur maður minni tíma til að hitta fólkið sem maður vill hitta og eyða smá tíma með því, þannig að það endar alltaf þannig að maður nær bara að hitta brotabrot af vinum sínum/ættingjum. Ætla ég að gera breytingu á því núna á næstu dögum þar sem að ég er að fara í tveggja vikna jólafrí:)

En semsagt ég fór í frí og byrjaði á því að kíkja á skagann og heilsa uppá mömmu og pabba og svona, síðan fór ég í bæinn og hitti Daða & Huldu og Friðþjóf í smátíma og það í smáralindinni, þvílík geðveiki maður, ok síðan hitti ég Braga og Emmý og spendaði kvöldinu með þeim og fór síðan á skagann og daginn eftir í RVK og í smárlindina og það var enná meiri geðveiki, öll börn orðin meira og minna geðveik ég veit ekki hvað, eyddi hluta af deginum og kveldinu með Braga og Emmý, þau eru æði og ekki að óskekju sem þau hafa linkinn bestu vinirnir, mér þykir óendanlega vænt um þau.

Og síðan fór sunnudagurinn bara í chill í faðmi familýunnar.

Er að fara til London á Laugardagsmorguninn, það verður vonandi geggjað, kem aftur á Miðvikudaginn, ætla að reyna að kaupa restina af jólagjöfunum þar:)

En ég nenni ekki að skrifa meira, er að setja mig mentaly inná það að gera mig klárann fyrir innntökuprófin,þau verða í Mars og eins gott að maður standi sig þannig að maður geti labbað í burtu stoltur, hvernig sem fer.

Þannig að

Stay tuned.......

1 ummæli:

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

endilega Guðrún, við verðum á lancaster hall, ég, Eiríkur & frú ofl. sendu mér bara mail á mmatthiasson@hotmail.com