mánudagur, desember 12, 2005

Jungle speed

Ég fór á jólahlaðborð á föstudaginn með vinnunni og síðan í sumarbústað. Við vorum nokkur stykki talsins og var rosa gaman. Í þessu geimi voru tveir einstaklingar sem eru að flytja inn spil sem kallast jungle speed. Þetta spil er það allra skemmtilegasta spil sem ég hef spilað nokkurn tímann. Ég reyndar stóð mig alls ekkert vel en þvílík snilld. Mæli með því við alla að kíkja í spilabúð Magna og kaupa þetta spil og spila með vinum og fjölsk yfir jólin.

Síðan er ég að fara að til Færeyja á föstudaginn og verð yfir helgina. Verður gaman að heimsækja brósa og fjölsk. Sjá litlu Rebekku Dís sem er nýasti erfinginn.

Einnig var verið að bjóða mér að taka þátt í verkefni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Veit ekki hvort að ég geti það en það gæti verið rosa spennandi.

Þannig að

Stay tuned

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JAHÁ Jungle Speed er svoooooo skemmtilegt, já og þau samþykktu tilboðið bara hjá okkur Herði:D

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Frábært...til hamingju með það:)

Nafnlaus sagði...

www.junglespeed.com

og www.junglespeed.is

Nafnlaus sagði...

jungle speed er skemmtilegt en líka fáránlega erfitt heeelvíti. Tala ekki um þegar maður er fjarsýnn og gleraugnalaus eða ákveðnir drykkir eru við hönd. Tjah eða bara bæði