föstudagur, maí 19, 2006

Til hamingju Silvía Nótt.....A.K.A. Ágústa Eva Erlendsdóttir.....

Ég ætla að koma út úr skápnum.....ég er Júróvision Nörd........Á hverju ári tryllist ég yfir Júróvison og finnst keppnin mikil snilld....þ.e.a.s. þegar Ísland tekur þátt. Mér finnst ekkert gaman að keppninni þegar Ísland er ekki með. C.a. mánuði áður en keppnin byrjar úti að þá byrja ég að fylgjast með keppendum og fylgjast með fréttum, geng samt ekki svo langt að lesa spjallþræði en næstum því.

Það breytist þegar haldin er undankeppni hér heima, þá byrjar crazynessið fyrr.

Að því sögðu að þá finnst mér sorglegt hvernig þessi keppni virðist vera að þróast, austantjaldslöndin kjósa hvort annað og hin löndin nema í undantekningartilfellum eiga ekki séns. Keppnin í gær var vonlaus....flest ef ekki öll lögin voru ömurleg ( fyrir utan Ísland auðvitað ) nema kannski einna helst Litháar með hið geysiskemmtilega lag We are the winners....Sviðsperformansins þeirra var geggjaður.

En það að Klámmyndaleikonan með lagið Superstar og síðan gaukurinn frá Írlandi hafi komist áfram er mér algjörlega fyrir munað að skilja....það sama má segja um Armeníu.

En að Silvíu Nótt....Ég bjóst fyrirfram að hún myndi gera einhvern skandal og hleypa meira lífi í keppnina en áður ( ekki eins og hún hafi ekki verið dugleg við það fyrir ) En ég bjóst ekki við þeim viðbrögðum sem hún fékk áður en hún byrjaði. Að fara að syngja fyrir framan fullan sal af fólki sem öskrar og búar á hana........miðað við það að þá stóð hún sig æðisega vel...söngurinn kannski ekki upp á sitt besta ( búin að vera veik ) en atriðið lúkkaði rosalega vel og Silvía var Æði.

En þrátt fyrir það var búað líka í lok lagsins og einnig þegar í upprifjun, þetta hlýtur að vera einsdæmi í þessari keppni.

En að Ágústu Evu. Váááááá......þvílík leikkona...hún var rosaleg. Er búin að vera í þessu gerfi í 10 daga non-stop og klikkar aldrei.....og síðan viðbrögð hennar í fréttunum kl 22:00 á RÚV í gær voru æðisleg. Hélt sér algjörlega í karakter og bað íslensku þjóðina afsökunar og var rosa auðmjúk. Mæli með því að þið farið inn á Rúv.is og kíkjið á veftv-ið þar

Ágústa á heiður skilinn fyrir frammistöðu sína sem Silvía Nótt....til hamingju með æðislegan performans....

En að allt öðru.....Reykjavíkurborg er í slæmum málum samkv nýjustu skoðunarkönnunm.....X-D er að ná meirihluta og er það voðalegt....vonandi munu borgarbúar hafa skynsemi til að bera að kjósa ekki þessa vitleysu yfir sig, þeir eru að skreyta sig með stolnum fjöðrum sem og innantómu hjali sem engin rök eru fyrir.

Ég hvet alla borgarbúa til þess að kjósa ekki þenna viðbjóð yfir sig. Einnig er það agalegt að Frjálslyndir virðast vera að ná manni inn og er það miður.

X-Vg virðist einng vera að ná inn manni og er það ekki slæmt. Svandís kemur vel fyrir og er frambærlegur pólitíkus. Um framsókn vil ég sem minnst um orð hafa....annað en það að ég er fyllilega sammála honum Grjóna um þann flokk. Vonandi munu borgarbúar sýna það í verki þann 27 Maí það sem skoðannakannanirnar eru að sýna........það á ekki að vera hægt að kaupa sér atkvæði


þannig að

Stay tuned.

Engin ummæli: