miðvikudagur, maí 24, 2006

Nú verður eitthvað að gerast.......

Ég trúi því ekki að borgarbúar ætli sér að láta Feluflokkinn stjórna borginni!!!!.

Feluflokkurinn er flokkur sem þorir ekki að standa við skoðanir sínar og fer í felur með raunveruleg takmörk sín. Því ef Feluflokkurinn nær því sem skoðannakannanir sína í dag að þá verður vont að búa í Reykjavík, ólíkt því sem er í dag.

Skoðum aðeins nýja samþykkt SUS ( samband ungra sjálfstæðismanna ) en þar segir orðrétt......nota bene....á lista Feluflokksins eru þrír - fjórir einstaklingar sem eru áhrifamiklir innan SUS. En í þessari samþykkt stendur m.a.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er helsti kandídat Sjálfstæðisflokksins til forystu í Menntaráði Reykjavíkurborgar. Fyrir hálfu ári mörkuðu hún og félagar hennar í SUS sér þessa stefnu:

• „SUS hafnar hugmyndum um gjaldfrjálsan leikskóla.“
• „SUS telur því að aukin einkavæðing og umsjá einkaaðila á verkefnum ríkisins muni skila sér í bættri stöðu kvenna.“
• „Ungir sjálfstæðismenn telja vert að háskólastúdentar greiði sjálfir fyrir nám sitt því að nám erfjárfesting.“
• „Opinber rekstur leikskóla er tímaskekkja.“

Einkaframtakið þarf að hafa svigrúm í leiksólakerfinu,
enda eru einkaaðilar betur til þess fallnir að sinna starfsemi leiksóla en stjórnmálamenn. SUS
hafnar hugmyndum um gjaldfrjálsan leikskóla.

Reykjavíkurborg rekur 38 grunnskóla og 78 leikskóla fyrir samtals 21.000 börn og tekur þátt í stofnkostnaði framhaldsskóla.

Gísli Marteinn Baldursson er helsti kandídat Sjálfstæðisflokksins til formennsku í Menningar- og ferðamálaráði. Fyrir hálfu ári mörkuðu hann og félagar hans í SUS sér þessa stefnu:
• „Ungir sjálfstæðismenn telja opinbera styrki til menningarmála ekki eiga rétt á sér og vilja afnema þá með öllu.“
• „Ungir sjálfstæðismenn telja menningariðnaðinn ekki frábrugðinn öðrum iðnaði.“

Reykjavíkurborg rekur bókasöfn, minjasöfn og listasöfn auk þess að styðja dyggilega við bakið á annarri menningarstarfsemi í borginni, þ.á.m. Leikfélagi Reykjavíkur. Framlög Reykjavíkurborgar til menningarmála árið 2006 nema tæpum tveimur milljörðum króna.

Auk þeirra Þorbjargar og Gísla Marteins sátu þingið a.m.k. Bolli Thoroddsen, sem situr í 9. sæti D-listans, og Helga Kristín Auðunsdóttir sem er í 16. sæti listans. Á meðal annarra skoðana þessa fólks er að einkavæða eigi Orkuveituna og að ekki eigi að verja söluandvirði Símans í Sundabrautina, enda skoðun þeirra að einkaaðilar standi alfarið straum af kostnað við vegakerfi landsins.

Þetta er aðeins brot af því sem Feluflokkurinn stendur fyrir, en samt segja þeir allt allt annað!!!! Common fólk, ekki láta þau plata ykkur. Sýnið skynsemi. Þetta er flokkurinn sem er búinn að vera að brjóta ítrekað á réttindum Öryrkja, þeir láta gamla fólkið sér ekkert varða, fyrr en allt í einu að það er orðið slagorð Feluflokksins að "hlúa vel að öldruðum" Ef Feluflokkurinn hefði verið við völd í borginni að þá hefðu lægstu launin aldrei verið hækkuð, og þá hefði jafnrétti innan borgarkerfisins aldrei verið jafnað, það hefur sýnt sig og sannað.

Ekki kjósa þá sem þora ekki að standa við orð sín, ekki kjósa þá sem segja eitt en ætla að gera annað......

Reykjavík á betra skilið, X-S......Allir með.

Þannig að

Stay tuned

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Smá punktur sem ég vill koma með.

- Hefur þú keyrt um Reykjarvíkurborg ? Gatnamálakerfið er í rusli.
- Hefur þú tekið eftir því hversu sóðaleg borginn er.
- Það er verið að setja gjaldmæla á bílastæði opinbera stofnana

Síðan vill ég nefna það við þig að til að ná kynja-jafnrétti, þarf að vera hugsanabreyting, ekki lagabreyting.

Síðan er bara spurning um hvort að maður trúir á markaðinn og einstaklingskraftinn.
Eða kýs frekar að hafa foreldri sem heldur í hendina á manni, gefur manni dagpeninga og segir þér hvað þú átt að hafa fyrir stafni.

Nafnlaus sagði...

Lítið Comment til viðbótar :)

Samfylkingin er búin að vera við völd í 12 ár (held ég) og það er svolítið spes að núna rétt fyrir kostningar þá dettur þeim í hug þessi snilldar hugmynd að bjóða uppá gjaldfrjálsan leikskóla... hmm, ætli þeir standi við það hinsvegar...

Rvk er búin að safna þvílíkum skuldum hjá x-s, þeir eru búnnir að auka skatta með sköttum eins og holræsagjaldinu sem meðal annars átti að vera tímabundinn skattur. Tekjur borgarinnar hafa stóraukist við hækkandi fasteignaverð líka.

Reyndar er ég enginn stuðningsmaður sjálfstæðis manna í borginni en þeir eru þó margfalt skárri en x-s. Persónulega finnst mér vanta einhvern flokk í framboð sem er nægilega trúverðugur fyrir mitt atkvæði og því væri það hvorki x-s né x-d. x-f kannski miðað við www.afstada.is :p

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Svo ég svari báðum commentum.

Gatnamálakerfi er ekkki í neinu rusli!!.....vissulega má bæta það, en að segja að það sé í rusli er eitthvað sem stenst ekki.

Nei ég hef ekki tekið eftir því hversu sóðaleg borgin sé, en ef svo væri að þá væri það ekki eingöngu yfirvöldum um að kenna, heldur einnig fólkinu sem býr hér.

Það er ekki verið að setja gjaldmæla við opinberarstofnanir.
Með kynjajafnréttið, já það þarf hugarfarsbreytingu. Hún hefur átt sér stað hjá X-S...ekki X-D...það er á hreinu

Hver er að segja að X-S ætli að gefa manni peninga og segja manni hvernig eigi að lifa lífinu?

Samfylkingin boðaði í fyrra ( að mig minnir ) gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum, það er ekki eitthvað sem er að gerast rétt fyrir kosningar, og það er þegar byrjað að vinna að því.

Reykjavík er ekki bara búin að vera að safna skuldum, heldur hefur fjárhagsstaða borgarinnar ekkert gert nema að skána

Og það er rétt, tekjur borgarinnar hafa aukist

Hildur sagði...

Áfram Samfylkingin! Ég segi fyrir mitt leyti að mér finnst ógeðslegt að sjá Sjalla boða félagshyggju nú rétt fyrir kosningar til þess að ná völdum. En hvernig ætli mér þætti það ef ég væri kapítalisti og sæi þá núna svíkja þá stefnu? Djö... þrælslundin og undirlægjuhátturinn alltaf í þessum hægrimönnum

Nafnlaus sagði...

kommúnmisti..