mánudagur, maí 08, 2006

Farsi af bestu gerð

Ég fór í leikhús í gær. Skellti mér á Fullkomið Brúðkaup sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þvílík og önnur eins skemmtun. Ég held bara að ég hafi aldrei hlegið eins mikið og ég gerði í gærkvöldi.

Sýningin er farsi, gamanleikur sem gengur út á misskilning og vandræði út í gegn.

Bjarni er maður sem er að fara að gifta sig, hann vaknar að morgni brúðkaupsdagsins í rúmi í brúðarsvítu hótelsins, við hliðina á honum er stúlka sem hann er ekki viss um hver sé.

Út á þessa vitleysu og fleira til gengur þessi sýning. Leikararnir eru æðislegir og kannski er ekki rétt af mér að fara að taka einhvern einn út, en Jói og Gói gjörsamlega eiga sviðið og síðan kemur Maríanna hrikalega sterkt inn, er hreint alveg æðisleg.

Þetta er sýning sem allir...og þá undirstrika ég ALLIR verða að sjá

10 * af 5

Þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: