sunnudagur, nóvember 20, 2005

Það fór eins og ég sagði, búið að koma Birni Inga að

Björn Ingi tilkynnti um framboð sitt á Laugardaginn, daginn eftir að ég kom með kenninguna mína um að það myndi gerast.

Fór á leiksýninguna Frelsi í þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, og þvílk snilld að mörgu leyti. Sviðsmyndin er æpandi flott og tónlistin er massa góð og leikararnir flestir æðislegir. Það er þó einn leikarinn sem stóð algjörlega uppúr....og það er Arnbjörg Hlíf Valsdóttir.....hef ekki hingað til sem fílað hana sem leikkonu......en hún gjörsamlega heillaði mig uppúr skónum og ég trúði henni......æðisleg bara. Gisli Pétur Hinriksson var einnig í stóru hlutverki og var hann góður og traustur. Sigurður Skúlasson er bara orðinn ákveðið gæðastimpill, ef hann er að leika í viðkomandi verki að þá má maður vera viss um að hann standi fyrir sínu. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir gerir æðislega vel í sínu kúgaða hlutverki. Anna Kristín Arngrímsdóttir er þokkalega góð...fær kannski ekki úr miklu að spila. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir er að leika í fyrsta skiptið í þjóðleikhúsinu og er það vel að Jón Páll leikstjóri notist við unga og efnilega leikara, og skiptir þá engu þótt viðkomandi hefur lært hér heima eða erlendis eins og Ísgerður......flott hjá þér Jón Páll. Og Ísgerður gerir ágætlega vel í sínu....átti alveg létt með að trúa því að hún væri 16 ára gelgja.

Þá á ég eftir að minnast á aðalleikarann Ólafur Steinn Ingunnarsson....ÓIafur Steinn útskrifaðist í LHÍ í vor, hann leikur í þessari sýningu ungan menntaskóla strák sem er búinn að fá nóg að því hvað það er mikil ójöfnuður í þessum heimi og hann smalar saman hóp af ungu og fólki til þess að efna til mótmæla og snýst sýningin um það. Þetta er skemmtileg ádeila á þjóðfélagið sem viðð lifum í. Ólafur er mjög góður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni

Jón Páll gerir virkilega vel með þann efnivið sem hann hefur í höndunum....ekki skrítið að hann sé talinn einn af efnilegustu leikstjórum landsins.

Ef ég á að nefna einhvern galla að þá er það eittthvað sem er kannski frekar persónubundið, er ekkert endilega viss um allir muni eða hafi upplifað það sama og ég. Sýningin er semsagt sýnd á smíðaverkstæði þjóðleikhússins og til þess að komast í sætin að þá þarfftu að labba yfir sviðið, það er í sjálfu sér allt í góðu ef ekki væri fyrir það að það er ekkert klósett á svæðinu, ekki nema í andyrinu og þangað kemstu ekki nema þegar það er annaðhvort hlé eða sýningin búin. Þetta er ekki gott mál fyrir einstakling með litla þvagblöðru eins og vinir mínir og kunningjar og samleikendur mínir í stúdentaleikhúsinu hafa komist að.

Og það gerðist í gær að ég þurfti mikið að losa þvag....klukkutími búin af sýningunni og rúmur hálftími eftir og ekkert hlé.....ég gat ekki lengur haldið í mér, þannig að ég þvældist eitthvað bakvið og þar gerðist Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir bjargvættur minn og hleypti mér að klósetti sem leikararnir hafa til afnota fyrir sig.....ég hef aldrei hitt Lilju áður og það að hún skuli hafa dregið mig þangað bakvið......takk takk takk takk takk.....bjargaði mér .

Einnig var það að ég sat í efstu sætarröð og þegar eitthvað var að gerast "neðst" á sviðinu eða alveg upp við vegg vinstra meginn að þá sá ég ósköp lítið....það er mikill galli....en hafði engin afgerandi áhrif á upplifun mína af sýningunni....varð eins og áður sagði yfir mig hrifinn.....mæli með henni við alla

Allir síðan að koma á sýningunna á Blóðberg á næsta Þriðjud kl 20:00 miðasala í Loftkastalanum....kostar aðeins 1500 kr.....1000 fyrir HÍ nema

Þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: