sunnudagur, nóvember 06, 2005

Blóðbergið er tilbúið og búið að sýna sig umheiminum

Í gær að þá frumsýndum við í Stúdentaleikhúsinu leikritið Blóðberg. Eftir marga vikna æfingaferli og geðveiki að þá var loksins komið að því að sýna verkið fyrir áhorfendum. Uppselt var á sýninguna og tókst bara mjög vel, allavegana voru áhorfendur á því að verkið væri magnað og leikendur góðir.

Mikil gleði og hamingja var að lokinni sýningu og var djammað feitt í húsnæði loftkastalans fram eftir nóttu. Nú er bara vonandi að fólk taki vel við sér og mæti og styrki þar með grasrótina.

Aggi ( Agnar Jón Egilsson ) er leikstjóri og á hann mikið hrós skilið, finnst mér hann mikill snillingur og gott að vinna með honum. Einnig finnst mér magnað hvað við krakkarnir náum ógeðslega vel saman og hvað það er mikil gleði yfir því að vera hluti af einhverju stórkostlegu.

Annars er ég raddlaus, missti röddina strax eftir sýninguna og er hún ekkert að flýta sér að koma aftur. Var örugglega mjög fyndið að heyra mig reyna að halda uppi sammræðum í gær:) Hef þó trú á því að hún verði kominn fyrir sýninguna sem er á miðvikudaginn, ef ekki að þá er það bara raddsterar sprautaðir í háls.......ekki það sem ég óska að verði niðurstaðann, sökum mikillar hræðslu við nálar

Þannig að

Stay tuned

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hræðsla við nálar og þú ert með RISA tattoo á bakinu???? Eru það ekki smá öfugmæli?? Weird :)

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Segðuuuu.......en það er samt ekki alveg það sama sko.....veit ekki alveg hvernig ég útskýri en það er bara ekki það sama:)