mánudagur, september 26, 2005

Varð bara að setja eitthvað inn

Ég nenni ekki að skrifa um þetta blessaða Baugsmál allt saman, eina sem ég mun skrifa er það að mér finnst sorglegt hvernig þetta er allt saman og ef satt reynist að þá þurfa æðstu menn í stjórnkerfinu og löggjafavaldinu að endurskoða sína stöðu í sammræmi við siðferði ( efast reyndar að það verði )

Sá kallakaffi á rúv í kvöld, ok gott og vel að það sé verið að gera svona þætti á íslandi en er ekki hægt að gera betur og í guðanna bænum sleppiði þessum dósahlátri, en ég ætla ekki að dæma þetta allt saman á einum þætti, þarf að sjá næstu tvo-þrjá þætti til að geta fulldæmt þetta

Ætla ekki að eyða orðum minum á þættina LEITIN.

Er að fara að taka þátt í sýningu stúdentaleikhússins í vetur, það er búið að kasta í hlutverk og ég fæ það skemmtilega hlutverk að vera gamall dauðvona kall:) En það er snillingurinn Agnar Jón Egilsson sem ætlar að leikstýra og skrifar verkið upp úr kvikmyndinni Magnolia.

En er annars að fara til spánar á fimmtudaginn og hlakka mikið til, þetta verður bara gaman vonandi:)

En jú eitt, ég fór til Selfoss í gær með hóp af fólki í ákveðnum tilgangi, mikið var þetta gaman og vonandi að þessi stemmning verði viðvarandi

Þannig að

Stay tuned

2 ummæli:

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Sæll frændi

Gaman að þú skyldir líta við og það er rétt að þetta er samkvæmt sit com formúlunni, en málið er að þegar þú ert að horfa á þessa þætti sem þú nefnir, að þá tekuru ekki eins eftir því að það sé dósahlátur, hann er ekki svona rosalega gerfilegur og kemur á rétta punch-lineinu, annað en það sem gerðist í þessum umtalaða þætti af kallakaffi

Þetta var of mikið feik og algjörlega ekki á réttum tæmingerum, en eins og við báðir þekkjum að þá er skiptir tímasetning í leiklist miklu máli:)

Nafnlaus sagði...

klukk