sunnudagur, september 04, 2005

Strákarnir Okkar

Ok

Ég semsagt fór á frumsýningu á myndinni strákarnir okkar eftir Robert Inga Douglas.

Ég fór með nokkuð miklar væntingar í bíóið, því að ég er mikill aðdáandi Ísl draumsins og maður eins og ég ( hinar myndirnar hans RID )

Og ég get með sanni sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, síður en svo. Þessi mynd er mikil snilld, uppfull af lúmskum húmor og skemmtileg heitum

Það er líka fyndið hvernir þeir gera grín að þessum fordómum sem ríkja í garð samkynhneigða, og þeir kannski ýkja það ef eitthvað er, en það missir samt ekki marks.

Leikararnir voru flest allir að standa sig mjög vel. Björn Hlynur var yndislegur sem Óttar og ég satt best að segja skil ekki krítígina sem kom í Mogganum í dag "að Björn Hlynur væri álíka trúverður hommi eins og Arnold Swazznegger var sem óléttur maður í Júníor"

Nú veit ég ekki hvort að gagnrýnandi Moggans hafi fundist það skrítð að sjá mann leika homma og ekki þurfa að tala kvennlega eða vera kvennlegur til þess að geta gert hlutverkið að sínu, en það liggur í orðum hans að maður þurfi að uppfylla einhverjar steríótípuímynd til þess að geta leikið homma og verið trúverður. Ég er algjörlega ósammála þessum gagnrýnanda, fannst Björn standa sig frábærlega.

Lilja Nótt leikur Guggu og skilar sínu, en kannski ekkert meira en það

Sigurður Skúlasson leikur pabba Óttars og þjálfara KR og sýnir enn og aftur snilldarleik. Þessi maður er snillingur.

Víðir Guðmundsson leikur " Danna " að ég held ( man það ekki alveg ) sem er kærasti Óttars, og fær Víðir mikið respect frá mér fyrir sinn þátt í myndinni. Skilar sínu mjög vel

Jón Atli Jónasson, co writer að handriti leikur bróður Óttars og Jón ásamt Arinbirni eru senuþjófar þessara myndar. Jón er yndislega mikil asni og vibbi að það hálfa væri meira en nóg. Algjör snilld

Arinbjörn Björnsson leikur son Óttars og vá....mikið efni þar á ferð, enda sonur Björns Inga Haraldssonar og Eddu Heiðrúnar.

Helgi Börnsson & Björk Jakobs leika hjón sem sjá um Pride united og eru virkilega flott "hjón" og skemmtileg viðbót við myndina.

Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem vilja skemmta sér vel og innilega í bíó

***** af ***** mögulegum

Engin ummæli: