mánudagur, september 12, 2005

Ammælisboð.....Hressó.....Afrískar fléttur

Jamms minn fór sko í ammælisboð hjá Tilvonandi Frú Lögfræðingur en hún varð 25 ára á föstudaginn, til hamingju með það. En þetta var líka svona rosa mikið stuð, mikið hlegið og mikið gaman, alltaf gaman að kynnast nýju fólki en það gerði ég einmitt þarna, fólki sem ekki væri verra að þekkja betur.

En eftir að hafa setið fjögur saman ( hin voru einhverstaðar í húsinu eða farin á Hressó, Lögfræðingurinn og Konan hans fengu gefins ísskáp á chattii við nágrannan ) í góðan tíma og spjallað saman um pólitík, kárahnjúka, ítalíu og slóveníu, Nígeríu og afrískar fléttur að þá var ákveðið að fara á hressó.

Þegar þangað var komið að þá var farið að dansa og eitthvað, massa stemmari í húsinu og FM hnakkinn hann Heiðar Austmann var að Dj- a píkupoppinu hægri vinstri. En mikið var nú gaman að vera skýr í kollinum og horfa á mikið af þessu liði þarna, sem eru í sömu sporum og ég var fyrir nokkrum árum, ekki langar mig í það maður.........

En ég veit það ekki, þetta var rosa gaman og rosalega góður félagsskapur og allt það, en þegar ég vaknaði á Laugardagsmorguninn með þessa rosa "þynnku" ef svo má að orði komast, hausverk eftir tónlistina, reykjarmökkinn og fötin illa lyktandi að þá veit ég það að ég nenni ekki að standa í þessu um hverja helgi.

En í gærkveldi að þá fór ég og hitti Lögfræðinginn & Konu hans og á nýja heimilinu þeirra, sátum við og átum pizzu og gláptum á myndir. En á meðan við vorum að glápa að þá ákvað Tilvonandi frú lögfræðingur að taka úr sér afrísku flétturnar sem hún var með í höfðinu eftir förina til Nígeríu og ég og kallinn hennar ákváðum að hjálpa henni, tók einhverja tíma, en var vel þess virði að sjá hárið á henni eftir það.....það var bara eins og 1985 væri komið aftur.......algjör snilld

en ég skrifa meira seinna

Þannig að stay tuned

Engin ummæli: