sunnudagur, október 16, 2005

Sannarlega hetja......vá....er bara liggur við orðlaus

Var áðan að horfa á sjálfstætt fólk á stöð 2, þar var Edda Heiðrún viðmælandi Jóns Ársæls. Þið sem ekki vitið hver Edda er, að þá er hún ein ástsælasta leikkona landsins og núverandi leikstjóri, vann m.a. Grímuna í fyrra fyrir bestu leikstjórn, en hún er einmitt að leikstýra Sölku Völku í borgarleikhúsinu.

Edda er með taugasjúkdóminn MND, sem er sjúkdómur sem lamar líkama viðkomandi, og á endanum dregur til dauða, skilst mér að þessi sjúkdómur vinni rosalega hratt á fólki. Heilinn starfar fullkomlega en líkaminn ekki. Þetta er sjúkdómurinn sem tónlistamaðurinn Rabbi var haldinn. Nú er ég búinn að tjá mig of mikið um sjúkdóm sem ég þekki ekki nógu vel, þetta er það sem mér skilst og ef þetta er ekki rétt hjá mér að þá biðst ég velvirðingar.

En það að sjá Eddu í þættinum í kvöld var svo virkilega gefandi, hún er þrátt fyrir þenna sjúkdóm, svo innileg og tekur þessu öllu með miklu æðruleysi en einnig af hreinskilni, hún á allan minn heiður skilinn, það gaf mér virkilega mikið að horfa á þennan þátt....virkileg hetja....Takk Edda fyrir þína frásögn.

Eitt svara hennar var svo flott og lýsandi fyrir þennan þátt í kv, Jón Ársæll spurði hana einhvers, man ekki nákvæmlega hvernig spurningin hljómaði, en Edda svaraði þannig til, að hún væri ekki vinnan sín, hún væri ekki líkaminn sinn,hún væri ekki bíllinn sinn, hún væri sálin sín ( held að ég fari rétt með allavegana nokkuð nærri því )

Það er sýning í borgarleikhúsinu á Sölku Völku, man ekki nákvæmlega hvenær en sú sýning er til styrktar MND félaginu....ferið bara á Borgarleikhúss vefinn og fáið uppl, eða hringið. Hvet alla til þess að fara og styrkja gott málefni og sjá skemmtilega sýningu

Ég ætla að reyna að fara, ef ég verð ekki að vinna, á æfingu eða með skrítna fólkinu. Já bæðevei.....leikritið...eða rétta sagt handritið á Agga....er komið í 160+ bls......magnað hreint

Þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: