laugardagur, maí 08, 2004

Mótmæli & fólk sem byrjað er að blogga

Minns skellti sér á Austurvöll í gær til að styðja Norðurljós og standa vörð um lýðræðið. Kom mér á óvart hvursu margir það voru sem mættu þrátt fyrir kulda og vont veður. Frábær tónlistaratriði og fínir ræðumenn. Vonandi að þessir blessuðu ráðamenn fari að haga sér alminnilega og í samræmi við vilja þjóðarinnar, að þeir hætti að láta eigin gremju stjórna sínum ákvörðunum. Er stoltur af kidda sleggju fyrir að standa með sjálfum sér ( Kristinn H Garðarsson þingmaður Framsóknar )

Bestu vinirnir eru farin að blogga, reyndar bara kallinn í sambandinu, nei það er Emmý :) segi svona (æi sorry Bragi minn stóðst ekki mátið), gaman að sjá hversu margir eru farnir að átta sig á þessu undratæki sem bloggið er:)

Bró & frú eru í kóngsins köben og vonandi skemmta þau sér vel, á reyndar ekki von á að brói kaupi það sem ég bað hann um, en það mátti reyna. Mest svekktur á því að hafa ekki fengið að fara með, munaði 10 min.

Síðan verð ég að kveðja
  • Klaufabárðana
  • en þau eru að fara til USA, fór og hitti þau á staðnum Si Senjor, mæli ekki með honum, soldið dýr og burgerinn ekkert spes, og síðan er nátturlega glórulaust fyrir mann sem þolir ekki sterkan mat að fara á tex-mex stað, en Jói & Gígja fá stór knús fyrir að nenna að standa í þessu, að panta staðinn og svona, auk þess sem maturinn skipti minnstu máli heldur það að hitta þau áður en þau fara, vona að ykkur líði vel og hlakka til að sjá ykkur eftir XXX mán.

    En annars er ekkert í fréttum, er bara í gúddí fíling og spenntur fyrir sumrinu:)

    þannig að

    Stay tuned

    Engin ummæli: