mánudagur, maí 17, 2004

Júróvisjon,fótbolti,svefn,færeyjar

Það var stemmari í H-húsinu á laugardaginn, við vorum og erum með miðasölu á Metallica í gangi, einhverjir miðar eru eftir. Síðan audda um kvöldið var glápt á Jónsa standa sig frábærlega í Júróvisijon, ég er einn af þeim sem finnst þessi keppni æðisleg......sit stjarfur og horfi á, en í leiðinni er ég að tuða yfir því hvað þetta er hallærislegt, svona love/hate samband.

Annars var ég mest hissa hvað diskó-homminn fékk mörg stig, ég er að tala um Dean frá Bosníu, í bleikum magabol að syngja versta lag keppninar. Úkranía var mjög flott, eiga skilið sigurinn. En mitt uppáhalds lag var tvímælalaust lagið frá Kýpur, allveg massa væmið og svona:)

Síðan var farið uppá skagen um nóttina og reynt að sofa eitthvað, tókst ekk nógu vel, fór með bró á leikinn ÍA - Fylkir og voru skagamenn heppnir að jafna undir lokinn, maður var bara á tauginni, en mínir menn skagamenn verða að spila betur en þetta ef þeir ætla að vinna titilinn í sumar, en aftur á móti ef Fylkir nær að skora e-d af mörkum og spila eins og þeir gerðu í gær að þá verða þeir í tveim efstu sætunum, pottþétt.

Síðan eftir lítinn svefn í nótt að þá fékk ég að vita það í morgun að Norrænann vill taka okkur með til Færeyja þannig að ég er að fara þangað, í annað sinn á innað við ári og hlakkar mig mikið til. Munum við fara að hitta fólk í vinabæ Hveragerðis og kynnast því hvernig þau standa að ungmennamálum og fleira. Hittum voandi fullt fullt af skemmtilegu fólki, því ég kynntist því þegar ég fór í fyrra ( getið séð um það í annari færslu ) að færeyjingar eru með skemmtilegasta fólki í öllum geiminum.

Síðan er SURVIVOR í kvöld, lokaþátturinn og spenna. Vona svo inninlega að ruben vinni þetta ( heitir hann það ekki, addna feiti með skeggið ) allavegana ekki boston rob, hann fer í taugarnar á mér.

Nenni ekki að skrifa meir í bili, En skoðaðu þetta og mundu, I LIKE YOU:)

þannig að

stay tuned

Engin ummæli: