mánudagur, janúar 22, 2007

Get ekki sleppt þessu

Ég barasta get ekki sleppt því að láta vita af þessum gleðitíðindum, en ég og Beta eigum von á litlu kríli í heiminn og er áætluð lending ( eins og staðan er í dag ) 17 ágúst



þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Bloggið er dautt!!!!

Í tilefni þess að bloggarar voru valdnir menn ársins hjá Times að þá hef ég ákveðið að hætta að blogga. Toppnum er náð:)

En án gríns, þá er ég samasem hættur að blogga, ég mun blogga öðruhvoru, kannski með margra vikna millibili og kannski með nokkura daga millibili. En þessi pása mín mun standa yfir alveg þangað til í Mai þegar kosningarnar verða, því þá mun ég tjá mig sterklega á ég von á.

Þannig að

Stay tuned ( eða ekki þið ráðið því )

miðvikudagur, desember 13, 2006

Eitt það fyndnasta í íslensku útvarpi

Hlustið á þetta!!!!!!

Þannig að

Stay tuned
Verð að setja þetta hér líka

Í commentakerfinu við síðustu færslu mína commenterar strákur sem heitir Antoine sem er íslendingur sem er í námi við Rose Bruford, skólann sem ég fór í en hætti í einnig. Hann var að commentera á það sem ég skrifaði í um mig dálkinn hér á vinstri hönd. Að athuguðu máli ákvað ég að fjarlægja það sem ég hafði skrifað því commentið frá Antione snerti streng í mér sem mér leið ekki vel með. Það gæti vel misskilist ( fyrir þá sem þekkja mig ekki nógu vel ) þessi ummæli mín um ástæðuna fyrir því að ég hætti í skólanum. Læt svar mitt við commenti Antonie fylgja hér og í leiðinni biðst afsökunar á þessum skrifum mínum ef þau hafa sært einhvern eða gert lítið úr námi einhvers, það var ekki ætlun mín. Þetta var eingöngu kaldhæðni sem braust svona fram.

Sæll Antoine.

Þetta er skrifað með mikilli kaldhæðni og þeir sem þekkja mig vita það:) Með þessum orðum mínum er ég alls ekki að reyna að eyðileggja eitt eða neitt fyrir ykkur sem eruð á þessari braut. Hef lýst því yfir að mér finnist skólinn rosalega flottur og það er ekkert sem breytir því áliti mínu. Og fyrir þau sem eru ánægð á þessari tilteknu braut sem þú ert á eins og fleiri íslendingar og mér var boðið á, er það frábært ef þið eruð ánægð, málið er það ég var það ekki og þarf ekkert að fara frekari orðum um það.

Mér þykir einnig leitt að ég hafi ekki haft tækifæri á að kynnast þér þarna, því eftir því sem mér skilst að þá ert þú fínn strákur, en mér finnst fullgróft að segja að ég hafi eingöngu verið í tvo daga....

Mér þykir leitt ef þú hefur tekið þetta til þín og ætlun mín er ekki að gera lítið úr námi þínu né hinna sem eru þarna, alls ekki. Ég met Inga og Kára mjög mikils en ég þekki þá best af þeim sem eru á ETA brautinni og myndi alls ekki vilja gera lítið úr þeim eða þeirra námi. Snædísi þekki ég lítið og þig ekki neitt en ég vona svo sannarlega fyrir ykkar hönd að þið séuð ánægð, því það er það sem skiptir máli ekki satt? Að vera ánægður með það sem maður er að gera.

Með kærri kveðju

Matti

þriðjudagur, desember 05, 2006

Ligg veikur heima ( aftur )

Ég missti röddina í gærmorgun, var raddlaus fram eftir degi og hálf slappur. Síðan kom að því að röddin fór að koma aftur og ég var orðinn bara nokkuð hress í gærkvöldi. Síðan vakna ég í morgun fullur af hori, með hausverk og lélega rödd.....er ekki sáttur við þetta.

Ég og Beta erum búin að vera að taka til og mála og svona hér í litlu íbúðinni og er þetta bara orðið nokkuð kozý hjá okkur. Við fengum sófasett og svona og ætlum að setja upp hillur og svona.

Annars nenni ég varla að blogga þessa dagana......hef ekkert merkilegt að segja.

Þannig að

Stay tuned

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Síðan 26 Ágúst 2003

Á þessum rúmum þremur árum sem ég hef haldið út þessari bloggíðu ( mis mikið skrifað ) hef ég ritað 41.124 orð. Það finnst mér bara þokkalegt. Örugglega ekki mikið miðað við suma, en samt.

Ég og Beta erum að fara til Köben 14 Des og verðum yfir helgi. Það verður vonandi bara gaman og við hljótum að geta eytt einhverjum peningum þar, í jólagjafir og fleira.

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, nóvember 20, 2006

Sumarbústaður og snjór Eddan, Valdimar L, Kiddi Sleggja, Frjálslyndir og öfganir

Við fengum gest á Fimmtudaginn frá Danmörku og dvaldi hún hjá okkur fram á sunnud. Beta og Mette ( daninn ) fóru saman á djammið á föstudagskv....ætla ekkert að fara nánar út í þá sálma:p Og við fórum síðan saman í sumarbústað í Ölfusborgum, en þar voru Emmý og Bragi og Garðar Snær búin að koma sér fyrir en ég semsagt tók bústað á leigu og þau fóru semsagt á föstudeginum til þess að geta notið helgarinnar þar.

Mikið ansi var kalt á laugardagskv....fórum í pottinn og þvílíkt og annað eins frost. Síðan þegar ég og Beta og Mette erum að leggja af stað til RVK á sunnudagsmorgninum, heyrðust þær fréttir að það væri bara ófært og læti í bænum. Ég hef bara ekki séð annan eins snjó í ég veit ekki hvað mörg ár, þetta er rosalegt.

Síðan fórum ég og Beta og keyrðum Mette út á völl og síðan í það að gera okkur sæt og fín fyrir Edduna. Held að það hafi bara tekist vel því að um leið og við löbbuðum inn á Nordica Hótel kom einhver ljósmyndari og bað um að fá að taka mynd af okkur því við værum svo flott:)

Þetta var í fyrsta skiptið sem ég mæti á Edduna og get ég ekki sagt annað en að þetta hafi bara verið gaman, mikill plebbaskapur og svona en skemmtilegt, enda einn af mínum uppáhalds grínistum mínum kynnir.

Verð að segja það og þá með fullri virðingu fyrir Baltasar Kormák og hans vinnu við Mýrina og vil ég taka það fram að ég er ekki ósáttur við þá mynd. Finnst hún mjög góð. Að því sögðu.........Þá átti mýrin alls ekki skilið að vinna Edduna sem besta myndin heldur átti Börn að vinna þessi verðlaun því það er tvímælalaust besta íslenska kvikmyndin sem búin hefur verið til....punktur......Ólafur Darri átti að vinna sem besti leikarinn.....og Ragnar Braga átti að vinna sem besti leikstjórinn.....annars er ég sáttur við úrslitin.

Valdimar L sem enginn vissi hver var áður en hann kom í silfur egils í gær og tilkynnti það að hann væri hættur í samfylkingunni er að fara að vinna með frjálslyndum samkvæmt spunameistara ríkisins. Mér finnst merkilegt að maður sem kemur inn á þing sem varþingmaður ( fær þar af leiðandi ekki stuðning kjósenda í síðastu kosningum ) geti bara ákveðið það að hætta í samfylkingunni ( skipti ekki máli þótt um væri að ræða einhvern annan flokk ) og þar af hætta sem þingmaður samfylkingarinnar, geti bara ákveðið það sig svona uppá eigin spýtur að hann ætli að vera Óháður!!!!! Svona maður á auðvitað bara að sjá sóma sinn í því að hætta á þingi. Hann hefur ekki stuðning eins eða neins til þess að vera þarna og þá sérstaklega ekki sem óháður.

Frjálslyndir eru á mikilli siglingu þessa dagana og er það ágætt útaf fyrir sig, það mun ekki endast. En ég held að flestir sem þekki mig geti og muni taka undir það að ég er ekki rasisti og er opinn fyrir fjölmenningarlegu samfélagi, en ég skil Frjálslynda að sumu leyti og er sammála þeim að sumu leyti og þakka þeim fyrir að opna á þessa þörfu umræðu. En ég er langt því frá sammála Jóni Magnússyni, hans orð lýsa fordómum og skoðunum sem greinilega eru blindnar og þvegnar af áróðri bandaríkjamanna gagnvart múslimum. Þessi orð hans dæma sig sjálf dauð og ómerk.

En Íslenska ríkið verður að fara að horfa í eiginn barm, við getum ekki haft óheft flæði vinnuafls til landsins og ekki gert neitt til þess að taka á móti þessu fólki. Og það verður að auka fjármagn í þennan málaflokk, svo einfalt er það. Fyrst íslensk yfirvöld tóku þá ákvörðun að nýta sér ekki frestunina sem þau hefðu geta gert.

Kiddi Sleggja greyið komst ekki nógu vel frá borði í sínu prófkjöri...hvað gera menn þá?

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Þetta er bara fyndið

Job Application... This is an actual job application that a 17-year-old boy submitted at a McDonald's fast-food establishment in Florida..... .and they hired him because he was so honest and funny!

NAME: Greg Bulmash

SEX: Not yet. Still waiting for the right person.

DESIRED POSITION: Company's President or Vice President. But seriously, whatever's
available. If I was in a position to be picky, I wouldn't be applying here in the firstplace.

DESIRED SALARY: $185,000 a year plus stock options and a Michael Ovitz style severance package. If that's not possible, make an offer and we can haggle.

EDUCATION: Yes.

LAST POSITION HELD: Target for middle management hostility.

SALARY: Less than I'm worth.

MOST NOTABLE ACHIEVEMENT: My incredible collection of stolen pens and post-it notes.

REASON FOR LEAVING: It sucked.

AVAILABLE TO WORK: Of course! That's what I'm applying.

ANYSPECIAL SKILLS?: Yes, but they're better suited to a more intimate environment.

MAY WE CONTACT YOUR CURRENT EMPLOYER?: If I had one, would I be here?

DO YOU HAVE ANY PHYSICAL CONDITIONS THAT WOULD PROHIBIT YOU FROM
LIFTING UP TO 50 LBS?: Of what?

DO YOU HAVE A CAR?: I think the more appropriate question here would be "Do you have a
car that runs?"

HAVE YOU RECEIVED ANY SPECIAL AWARDS OR RECOGNITION?: I may already be a winner of the Publishers Clearinghouse Sweepstakes.

DO YOU SMOKE?: On the job, no; on my breaks, yes.

WHAT WOULD YOU LIKE TO BE DOING IN FIVE YEARS?: Living in the Bahamas with a fabulously wealthy dumb sexy blonde super model who thinks I'm the greatest thing since sliced bread. Actually, I'd like to be doing that now.

DO YOU CERTIFY THAT THE ABOVE IS TRUE AND COMPLETE TO THE BEST OF YOUR KNOWLEDGE?: Yes. Absolutely.

SIGN (stjörnumerki) HERE: Aries. (naut)

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Er að leika mér að breyta til.....enda kominn tími á það ekki satt

Ég er búinn að vera með þessa síðu nú síðan í ágúst 2003 og hef svo sannarlega verið missvirkur hér í skrifum en það horfir nú til batnaðar eftir að hafa verið í dágóðri pásu upp á síðkastið.

Ég er kominn með nýja vinnu, en ég bregð ekki út af vananum frekar en fyrri daginn og segi því ekki hvar ég er að vinna. Allavegana ekki hér sjáiði til.

Annars er bara allt gott að frétta af mér, ég er hress og kátur og líður vel á Íslandinu. Ég er búinn að vera að bræða það með mér hvort að ég eigi að vera að gefa það upp hér á þessari síðu afhverju ég kom heim. Eftir að hafa hugsað þetta vel og vandlega tók ég þá ákvörðun að gera það ekki. Mun kannski gera það eftir einhvern tíma og þá er ég að tala um mánuði jafnvel ár í þeim efnum.

Félagi Össur: http://www.ossur.hexia.net stóð sig vel í prófkjörinu og það gerði Ágúst Ólafur einnig og er ég ánægður með það. Það sem ég er ekki ánægður með er það að fólk og þá aðallega fjölmiðlafólk hefur verið að gera lítið úr árangri Samfylkingarinnar og formanns í þessum prófkjörum. Hvað á það að þýða!!!

Ingibjörg fékk góða og flotta kosningu í 1 sætið og var ekki við öðru að búast, enda standa flokksmenn að baki sínum foringja. Síðan eru allir að tala um það að það sé ekki nóg endurnýjun.....common...það voru allir þingmenn samfylkingarinar sem bjóða sig fram og auðvitað er það bara til marks um það að kjósendur eru ánægðir með þeirra störf.

Tek undir orð Jens Castro http://www.jenssigurdsson.com hættum þessu bulli samfylkingarfólk, tökum ekki mark á orðum missgáfaðra fjölmiðlunga og þjöppum okkur saman þannig að sigur megi nást í vor og koma okkur í stjórn þessa lands. Fólkið í landinu þarf á því að halda!!!!!

mánudagur, október 23, 2006

Mýrin og lélegasti kanaspilari í heimi

Ég og Beta fórum á föstudagskvöldið á Mýrina í Smárabíó. Ég er búinn að bíða svoldið spenntur eftir þessari mynd og hlakkaði mig til þess að sjá hvernig hún kæmi út, get ég ekki annað sagt að ég sé mjög sáttur bara. Mér finnst hún rosalega flott, útlit og tónlist og klipping og síðast en ekki síst leikurinn.

Ingvar E. Sigurðsson er sá allra besti leikari sem við eigum og er hreint með ólíkindum að þessi maður skuli ekki vera orðin stórstjarna. Hann er rosalegur og brillerar í hverju verkinu á fætur öðru.

Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Evu Lind og gerir það bara rosalega vel. Sýnir það og sannar með þessu að hún er sú efnilegasta leikkona sem við eigum um þessar mundir og pælið í því að hún er gjörsamlega ólærð. Gerir þetta með bravúr.

Björn Hlynur Haraldsson leikur Sigurð Óla og gerir vel, hefur alltaf fundist Sigurður Óli frekar leiðinlegur af hálfu höfundar, en Björn Hlynur gæðir hann húmor og nettum hroka. Flott.

Ólafía Hrönn leikur Elínborgu. Sleppur vel frá sínu.

Atli Rafn leikur Örn og mikið andsk gerir hann það vel. Virkilega flott.

Theodór Júlíusson leikur síðan Elliða og hrikalega er hann flottur leikari þessi. Minnist ekki þess að hafa séð hann leika áður, en það er að öllum líkindum vitleysa hjá mér því að hann er búinn að vera að leika í Borgó í mörg ár. En algjör snilld.

Gef þessari mynd 4 * af 5 mögulegum ( hún slær ekki út BÖRN )

Varðandi BÖRN......ég er hneikslaður á því að ekki skuli fleiri vera búnir að sjá þá mynd, miðað við krítikina sem hún er búin að fá að þá eiga 30 þús manns allavega að sjá hana í BÍÓ...Drullist í bíó og sjáið hana.

Spilaði Kana í gær....gekk vel til að byrja með og lengi framan af, var efstur og eitthvað.....fór síðan niður um tæp 300 stig á nokkrum spilum og tapaði.

Hugsa að ég sé versti kanaspilari ever

Þannig að

Stay tuned

Ps: Drullist til þess að sjá Börn í Bíóhúsum borgarinnar

miðvikudagur, október 18, 2006

JÓEL SKRIFAR EKKI HÉR

Verð að taka það fram að þetta er ekki bloggsíða Jóels Inga Sæmundssonar. Jóel er vinur minn og mér þykir vænt um hann og allt það, en hann er bússettur í London við nám þar í leiklist og við bjuggum þar saman í skamman tíma, en ég annars vegar, Matthías Freyr Matthíasson er fluttur heim og skrifa eingöngu sjálfur á þessa bloggsíðu.

Hægt er að ná í Jóel í gegnum mailið joelsaem@gmail.com

þannig að

stay tuned

laugardagur, október 14, 2006

Sit veikur heima

Sit hér veikur heima, með hálsbólgu. Ekki það skemmtilegasta í heimi. Er búinn að vera að leita að vinnu í vikunni og hefur það gengið vel, á von á því að ég fái vinnu mjög fljótlega:)

Vildi bara koma með eitthvað stutt og gott hér inn, af mér er allt gott að frétta, er hress og kátur fyrir utan veikindin.

þannig að

Stay tuned

laugardagur, október 07, 2006

Farvel London Farvel

Nú er síðasta helgin mín í London ( í bili ) að líða. Ég og Beta tókum okkur til og fórum á hótel þessa síðustu helgina mína/okkar hér. Erum á radisson sas hóteli rétt hjá Tottenham Court Road, rosa flott hótel og alles. Fórum í gær á We Will Rock You söngleikinn. Hef skrifað um hann hér áður ( enda var ég að fara á hann í 3 skiptið ) og mikið rosalega er þetta skemmtilegur söngleikur, maður þekkir auðvitað öll löginn og allt það, og síðan bætist það við að þetta eru massa skemmtilegir karakterar í þessari sýningu. Maður verður sko ekki svikinn af því að fara á hana. Og ef það er einhver sem er þarna úti sem á nóg af peningum og vill endilega framleiða og setja upp söngleik, að þá er þetta söngleikur sem er við allra hæfi.

Er spurður að því í commentakerfinu af litla frænda mínum, við síðustu færslu afhverju ég er á leið heim? Ég kannski mun svara þessari spurningu hér einhverntímann, en mun ekki gera það eins og staðan er í dag. Eina sem ég hef um það að segja á þessari færslu er það að ég er MJÖG SÁTTUR við þessa ákvörðun mína og hlakka til að koma heim:)

Annars er það að frétta að ég er að fara á Hamskipti í Lyric Theatre sem Gísli Örn leikstýrir og Ingvar E og Nína Dögg leika í. Það verður vonandi cool.

Þannig að

Stay Tuned

fimmtudagur, september 28, 2006

I´am coming home

Ég ( Matthias Freyr Matthiasson ) er á leið heim frá london og er frá og með gærdeginum hættur í Rose Bruford College. Ástæðurnar eru nokkar og flóknar, en þó get ég sagt það að námið sem ég átti að fara í, var eitthvað sem ég fann að ég yrði ekki sáttur með. Þannig að ég tók þá ákvörðun að hætta áður en til þess kæmi að ég þyrfti að borga eitthvað.

Er ég fyllilega sáttur við þessa ákvörðun mína og sé ekki eftir neinu í sambandi við þetta. Nú kem ég bara heim og finn mér eitthvað skemmtilegt að gera.

Hugsa að ég sækji um í LHÍ í vor ( í 5 skiptið )

Af Jóel er allt gott að frétta, hann er ánægður og hress. Eina að hálsinn var eitthvað að bögga hann í gær greyið.

Þannig að

Stay tuned

laugardagur, september 23, 2006

Starbucks coffie

Er í London, sit á starbucks coffie house og er á netinu. Það tekur allt fáranlega langan tíma hérna, sérstaklega netlega séð, .þ.e.a.s. að fá netið.

Skólinn byrjaði á fimmtud, með skráningardegi og síðan í gær var svona international dagur og workshop í klukkutíma.

Ég sakna Betu en fyrir utan það er London alltaf jafnæðisleg.

Nenni varla að skrifa meira......ákvað bara að láta vita af mér ef það skildi einhver lesa þetta

þannig að

Stay tuned

þriðjudagur, september 19, 2006

BÖRN

Fór í gærkvöldi með Betu á kvikmyndina BÖRN sem leikhópurinn Vesturport gerði í samvinnu við Ragnar Bragasson kvikmyndagerðamann. Vorum búin vera lengi á leiðinni að sjá þessa mynd m.a. rótað í rusli.

Anywho.......mikið hrottalega er þessi mynd rosalega allasvakalega klikkaðslega góð. Leikurinn í myndinni er svakalegur og erfitt að ætla að gera upp á milli einstaklinga, þó hugsa ég að ég verði að segja að þeir Ólafur Darri og Gísli Örn eiga alveg þvílíkan stjörnuleik. Ólafur Darri leikur geðklofa og æi......að mínu mati ( og ég er búinn að segja það lengi ) er hann vanmetnasti leikari landsins. Hann er rosalegur. Gísli leikur handrukkara og þvílíkt meikover á drengnum, en vááááá......mikið djö sem hann kom mér á óvart. Hann var hreint út sagt æðislegur.

Þessi mynd er öll í svarthvítu og fjallar um 4-5 einstaklinga sem eru í forgrunni og er verið að segja sögur þeirra og hvernig þau blandast síðan saman og ég á bara ekki til orð yfir því hvað hún er mögnuð. Englar Alheimsins gjörsamlega blikna í samanburði við þessa mynd. Leikurinn, lúkkið, sagan,tónlistin ( Pétur Ben sem á virkilega magnaða spretti....kaupið diskinn hans.....virkilega góður ) Gera þessa mynd að þeirri bestu íslensku mynd sem ég hef séð og kemst langt og ofarlega á toppinn yfir my all time favorite´s. Mikið hlakkar mig til að sjá Foreldar sem er hin myndin sem kemur út í næsta mánuði.

Farðu á þessa mynd annars ertu lúser ( kostar það sama og á allar hollywood crappið sem er verið að sýna í bíóhúsum borgarinnar )

þannig að

Stay tuned

mánudagur, september 18, 2006

Farinn og kominn aftur og á leið burtu aftur

Það var verið að kvarta undan bloggleti minni......i do not give a flying **** ég er ekki að blogga fyrir aðra en sjálfan mig, ef fólk vill lesa það sem ég skrifa, þá er það cool.

Ég yfirgaf klakann á síðastliðinn miðvikud. Kom aftur á klakann á síðastliðinn miðvikud. Ekki taka það persónulega ef ég hef ekki haft samband við ykkur, því að ég hef verið að einbeita mér að því að eyða sem mestum tíma með
Betu.

Ég fer aftur út á miðvikud. Svo ég útskýri aðeins, að þá fór ég til London á síðastliðinn miðvikud. Fór með draslið mitt í pleisið sem kemur til með að vera mitt aðsetur næstu mánuði, það lúkkar bara vel sko. En ég var búinn að sjá fram á það að ég hefði í raun ekkert að gera þarna í heila viku ( skólinn byrjar ekki fyrr en á fimmtud ) og ég náði ekki ekki að breyta flugmiðanum mínum þannig að ég færi seinna út, svo að ég ákvað það að ef ég fengi ódýrt flug að þá kæmi ég aftur heim og það fékk ég frá Icelandair.....þannig að ég kom heim og fer aftur á Miðvikud.

Ég veit ég er skrítinn. En ég sé svo ekki eftir því að hafa komið aftur....er búinn að eiga yndislegan tíma hér heima undanfarna daga.

En ég semsagt kem til með að vera mikið meira á landinu heldur en ég ætlaði upprunalega, þannig að ég er ekki alveg tótallý farinn burt.

Þannig að

Stay tuned.

Ps: MINE

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Tíðindin gengu ekki eftir

Ég talaði hér um það um daginn að það væru tíðindi að frétta af mér, þau gengu ekki eftir. Málið er það að ég fékk tilboð í íbúðina mína sem ég og tók. Var ég nokkuð sáttur, sá fram á það að ég myndi ekki tapa á henni en ekki heldur græða, kæmi út svona nokkurnveginn á sléttu og gæti farið út án þess að vera eitthvað að spá í þessum hlutum.

Síðan í gærdag kom það í ljós að bankinn vill ekki leyfa þeim sem ætluðu að kaupa, að taka yfir lánin á íbúðinni. Sem mér finnst ógeðslega súrt, því að ég sé ekki hverju það breytir þótt að ég sé að borga af lánunum eða þau.

En það þýðir víst ekkert að spá í því, what happens happens.

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, ágúst 25, 2006

Veit ekki hvað þetta er...en tékkið á þessu fyrir mig

Tékkið á Þessu....þetta er eitthvað próf.
stór tíðindi úr lífi mínu

En ég þori ekki að pósta því hér inn alveg strax........hræddur um jinxa það eitthvað. En ég lofa að ég mun setja það hér inn við fyrsta mögulega tækifæri.

Líður að skólabyrjun, búinn að fá alla pappíra og fleira....á að kaupa mér Jazz shoes eins og stendur í bréfinu....klikkað:p

Er að fara að ganga frá leigumálunum á eftir, .þ.e. að millifæra til bretlands og svoleiðis vesen. Mikið er ég samt feginn að vera kominn með íbúð og allann pakkann. Að þurfa ekki að standa í neinu veseni.

En eins og ég segi......

Þokkaleg tíðindi að frétta....

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, ágúst 21, 2006

Til hamingju Beta með eitt það vel heppnaðasta grín sem ég hef orðið fyrir





Beta ( sú í bláa bolnum ) gerði mér grikk áðan. Málið er það að Beta hefur verið dugleg að "bögga" mig með það að ég chilli stundum ( eiginlega mjög oft ) á brennslunni. Og það í sjálfu sér er allt í lagi...get alveg tekið smá gríni.

En ég semsagt sit hér á brennslunni í mestu makindum og er að surfa netið, þegar ein af afgreiðslukonunum hér á brennslunni kemur með símann og tilkynnir mér það að það sé síminn til mín....ég verð alveg hvumsa og bara HA?? síminn til MÍN......Hver er það þá önnur en Beta sem er í símanum!!!!!

Þetta var ógeðslega fyndið og má hún eiga það.

Annars...takk fyrir góð viðbrögð við greininni hér að neðan. Mun láta ykkur vita með framvindu þess máls

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, ágúst 14, 2006

Ég hér með ákæri eftirtalda aðila

Gunnar Þorsteinsson Forstöðumann trúfélagsins Krossinn.
Snorra Óskarsson kenndan við Betel
Jón Val Jensson alhliða besserwisser ( Guðfræðingur )
Og yfirhöfuð alla þá sem stóðu að auglýsingunni sem birt var í Morgunblaðinu á síðastliðinn laugardag, þar sem boðað var "frelsun frá samkynhneigð"

Þessa einstaklinga/trúfélög ákæri ég vegna ummæla þeirra sem byggjast á fordómum, og með þeim ummælum eru þeir að ala á fordómum og hvetja til átaka ( óbeint )

Nú er það þannig að ég er kristinn einstaklingur, hef starfað fyrir Kfum & Kfuk sem og Þjóðkirkjuna. Ég trúi á Jesúm Krist sem frelsara lífs mín ( þið megið hafa ykkar skoðun á því máli útaf fyrir ykkur, .þ.e.a.s. að ég trúi á Jesú )

Reyni ég að lifa eftir þeim boðskap sem Jesús setti fram og reyni ég að haga lífi mínu í samræmi við almenna siðfræði. Stundum tekst það hjá mér og stundum ekki. En með þessu vil ég útskýra minn bakgrunn. Einnig vil ég taka það fram að ég er ekki samkynhneigður. Þið afsakið það að þetta verður langt hjá mér.

Á síðastliðinn Laugardag, var mikil gleði í Reykjavík ( út um land allt ) því þá komu samkynhneigðir saman og fögnuðu þessum degi sem er kallaður Gay Pride. 30.000 manns tóku þátt í þeirri gleði. Sama dag birtist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem sagt er frá bók/meðferð gegn samkynhneigð. Eins og samkynhneigð sé sjúkdómur.

Mér blöskraði þessi auglýsing, sérstaklega í ljós þess að þeir sem skrifa sig fyrir henni kalla sig samstarfshóp kristinna trúfélaga.

Við skulum skoða aðeins ummæli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum sem ítrekað kallar samkynheigða Kynvillinga og öfugugga.( og er hann einn af forsvarsmönnum þessara auglýsingar ) Um samkynhneigð og samkynhneigða í sambandi við Gay Pride:

Blaðið 14 Ágúst 2006: " Við viljum benda mönnum á að samkynhneigð er ekki frelsi heldur hrikalegir fjötrar. Með þessari hátíð er verið að fara aftan að hlutunum eins og þessum mönnum er eiginlegt" ( ekki er minnst á lesbíur ) " Okkur finnst samfélagið hafa slakað á kröfunum og viðurkennt samkynhneigð með því að taka þátt í þessum fagnaðarlátum þar sem einstaklingar eru í raun að gleðjast yfir sínum kynferðislega öfuguggahætti "

" Ég held að mönnum hafi sviðið aðgerðarleysið og að horfa upp á þjóðinna flykkjast í kringum samkynhneigða gagnrýnislaust með börnunum sínum ( vó eins og það sé voðalegt ) Þetta lítur út eins og yfirlýsing frá þjóðinni um að þetta sé í lagi ( samkynhneigð ) en þetta er lífstíll sem er nátturlega hroðalegur. Þetta á að vera sorgardagu og menn ættu að ganga um með sorgarborða af þessu tilefni"

Hérna fer Gunnar enn og aftur á kostum þegar hann er að ræða um ættleiðingar samkynhneigðra. Takið eftir því að hann talar bara ( nánast ) um homma.

http://www.krossinn.is/Safnadarstarf/default.aspx?path=/resources/Controls/23.ascx&C=ConnectionString&Q=AllNews&Groups=1&ID=661&Prefix=251 þann 27 Febrúar 2006.

"Börn sem alast upp hjá samkynhneigðum eru sett í verulega áhættu.
1. Slík börn eiga það á hættu að alast upp við óvissu um kynhlutverk sitt.
2. Þau eru hneigðari til fjöllyndis.
3. Þau eru í meiri hættu á að missa foreldri (alnæmi, lyfjaneysla, sjálfsvíg). Ævilíkur samkynhneigðra karla eru aðeins um fjörutíu ár.
4. Þau eiga frekar á hættu að glíma við þunglyndi og önnur geðræn vandamál.
5. Hærra hlutfall barna sem alin eru upp með slíkum hætti verður samkynhneigt.
6. Samband samkynhneigðra er ekki eins varanlegt og gagnkynhneigðra, sérstaklega hvað homma áhrærir, og meðalsambúðartími þeirra er um þrjú ár.
7. Fjöllyndi er nánast lífsstíll homma og hefur það neikvæð áhrif á uppeldi barna"


Nú er ég ekki á móti því að fólk hafi skoðanir, alls ekki. Og ef fólk er á móti Hommum & Lesbíum að þá er það þeirra mál. Reyndar virðist það vera þannig að þessi "barátta" og fordómafullu orð forstöðumanna sértrúarsafnaðanna beinist eingöngu gegn hommum. En ég er á móti því að þessi menn sem kenna sig við kristna kirkju og Jesú Krist skuli koma fram í nafni trúar með þennan boðskap.

Og að þeir skuli koma fram með þvílíka fordóma og hleypidóma, það svíður. Hverjir eru þeir að dæma aðra, hverjir eru þeir að halda því fram að eitthvað sé sjúkdómur. Þetta er tilraun til þess að gera lítið úr samkynheigðum og það aumkunarverð. Eins og það sé ekki nógu erfitt fyrir þau sem koma út úr skápnum, að glíma við fordóma samfélagsins ( því þeir eru til staðar ) Að það bætist síðan við að menn sem kenna sig við Jesú Krist kalli þau öfugugga og kynvillinga og segi að þau séu með sjúkdóm.

Jesús var maður kærleikans. Jesús var maður sem fúlsaði ekki við neinum og tók öllum eins og þau voru. Hann talaði við vændiskonur. Hann þoldi ekki hræsni eða óheiðarleika. Og hann þoldi ekki hroka. Það er það sem Gunnar, Snorri og Jón Valur og fleiri eru að sýna samkynhneigðum.

Skoðum aðeins orð Snorra í betel.

Blaðið 10 Ágúst 2006: Í tilefni þess að það er verið að fara að fræða ungmenni á Akureyri um samkynhneigð.

" Þetta er ekkert hollt að vera í þessum lífsmáta. Ég óttast að þetta verði enn stærri tískubóla en orðið er og vara við smithættu sem af þessu gæti orðið. Það bendir allt til þess að fjöldi samkynhneigðra muni vaxa mjög í kjölfarið. Ég trúi því að þetta sé villuhneigð og það sé leið útúr henni"

Argasta kjaftæði sem ég hef lesið....samkynhneigð er ekki sjúkdómur, samkynhneigð er ekki smitandi. Og það að fjöldi samkynhneigðra muni aukast......hvernig fær hann það út? Ég á vin sem var hluti af kristnu samfélagi. Þessi vinur minn er samkynhneigður. Þessi vinur minn er trúaður. Þessi vinur minn trúir á Jesús sem frelsara lífs síns. Þessi vinur minn hætti í viðkomandi söfnuði vegna þess að hann gat ekki verið eins og hann var innann þessara söfnuðar vegna sífellds áráðurs og hatursboðskapar gegn samkynheigðum

Þessir menn eru ekki boðberar Jesús Krists það er á hreinu. heldur eru þeir boðberar fordóma og haturs. Vonandi sjá þeir ljósið og leiti Guðs. Við samkynhneigða vil ég segja þetta. Til hamingju með það að þora að horfast í augu við fordómana sem eru til gagnvart samkynhneigðum. Til hamingju með það að þora að stíga fram fyrir skjöldu og biðja um jafnrétti sem þið eigið svo sannarlega skilið. Til hamingju með að vera börn Guðs. Til hamingju með Gay Pride dagana, mér þykir leitt að hafa ekki náð að fagna með ykkur. Haldið áfram að berjast og vonandi munum við sjá það án þess að langt um líði að þið verðið komin jafnfætis gagnkynheigðum í öllu.

Ég geri mér grein fyrir því að það munu ekki allir verða sammála mér um þessa grein mína. Endilega commenterið hjá mér. En vinsamlegast gerið það undir nafni. Takk


Þannig að

Stay Tuned

Ps: Í dag sendi ég kæru á ríkislögreglustjóra vegna þessara ummæla þessara manna sem varða brot á almennum hegningarlögum, greinarnar sem eiga við fylgja hér og hægt er að finna þær á aþingi.is

[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)
1)L. 135/1996, 2. gr. 2)L. 82/1998, 126. gr. 3)L. 96/1973, 1. gr.
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Vonandi að Jón Sigurðsson vinni

Í kosningu Framsókn/EXBÉ til formanns. Ekki það að mér sé eitthvað illa við Sif Friðleifsd, heldur er það vegna þess að ég tel að ef Siv vinnur Jón í þessari kosningu, Guðni Ágústsson vinni Jónínu Bjartmarz að þá eru líkur á því að flokkurinn þurkist ekki út í næstu kosningum.

En ef Jón vinnur Sif og Jónína vinnur Guðna, að þá eru allar líkur á því að þessi blessaði flokkur þurrkist út og þá verður betra að lifa á íslandi.

Annars er ég sem stuðningsmaður ÍA að horfa uppá það að þurfa að fara á Reyðarfjörð og álíka næsta sumar ef ég ætla að fylgja mínu liði. Sem er sorglegt því spilamennska liðsins síðastliðna leiki hefur verið mjög góð. Þetta fellur bara ekki með þeim.

Annars sit ég hér á Café Amour á Akureyri....já ég er á Akureyri...brunaði norður í dag til þess að fara á fiskidaginn mikla á Dalvík. Mamma & Pabbi eru þar á húsbílnum og svona og ég skrapp yfir á Akureyri til þess að hitta einhvern úr leynifélaginu.

Verð að hrósa Dalvíkingum fyrir þetta framtak, 40 - 50 fjölskyldur voru með opið hús í kvöld fyrir alla, þar sem fiskisúpa var í boði og síðan á morgun er allskonar góðgæti úr sjónum í boði fyrir alla, allann daginn, frítt!!!! Alveg geggjað....Það er búist við 30.000 manns eða meira á morgun. Þannig að það verður stemmning á Dalvík á morgun

Já...bæðevei......allir..hvort sem þeir séu samkynhneigðir eða ekki....innilega til hamingju með daginn á morgun. Vonandi að sem flestir taki þátt í Gay Pride göngunni. Ætla á næstu dögum aðeins að commentera um Gunnar í krossinum, en ég heyrði viðtal við hann í útvarpinu og er bara of reiður/pirraður núna á honum til þess að tjá mig á skynsamlegan hátt

Þannig að

Stay Tuned

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Jáhábbs....er barasta búinn að bóka flugið

Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að leikarar ( ok og kannski listafólk almennt ) sé eitt það opnasta fólk sem ég hafi kynnst ( allavegana flestir, ekki allir ). Veit ekki hvort að það tengist því eitthvað að við erum samansafn af athyglissjúkum einstaklingum eða hvað en það er allavegana eitthvað.

Ástæða þess að þetta er mér svona ofarlega í huga er sú að í gær hitti ég meirihlutann af þeim sem eru að fara út með mér ( ekki með mér en í sama skóla ) Rose Bruford, ( sömuleiðis Dísa :) )

Þau sem voru þarna ( ekki í neinni sérstakri röð ) Ég - námsbraut: European Theatre Arts. Snædís - námsbraut: European Theatre Arts. Kári - námsbraut: European Theatre Arts. Hrund - Námsbraut: American Theatre Arts. Dísa - námsbraut: American Theatre Arts. Jóel - námsbraut: Acting. Bryndís - námsbraut: Acting. Addi kærasti Bryndísar ( verðandi Gítarkennari minn og Jóels :p )

Ingi sem er að fara á International Foundation Course ( eitt ár ) komst ekki sem og gaurinn frá ísafirði sem enginn veit hver er né hvaða braut hann er að fara á. Síðan eru kannski einhverjir fleiri sem eru líka að fara sem við vitum ekki um.

En allavegan, ég hafði auðvitað hitt Jóel áður sem og Kára ( Kári lék hjúkkuna mína í Blóðberg hjá Stúdentaleikhúsinu ) og Hrund sem er ofan af skaga. Jóel hafði hitt alla nema Hrund áður, Kári hafði hitt mig og Jóel, Bryndís mig og Jóel en vð vorum semsagt að hittast öll í fyrsta skiptið saman.

En það var sko ekki eins og það væri raunin því að þessi hópur einhvernveginn small saman, eins og við hefðumst hist einu sinni í viku síðastliðinn 10 ár eða eitthvað. Auðvitað verður það ekki þannig að við komum til með að chilla saman á hverjum degi eða eitthvað álíka, í mismunandi fögum og svoleiðis, en samt gaman hvernig við smullum. Það er það sem ég á við þegar ég segi að leikarar ( og kannski listamenn ) séu almennt opnari en aðrir.

En nota bene með þessu er ég ekki að segja að "við" séum eitthvað betri en aðrir í mannlegum samskiptum en aðrir.

En ég og Kári og Snædís bókuðum flugið í gær, með British Airways. Fljúgum út þann 13 sept öll saman sem er bara snilld ( shit...einn mánuður þangað til). Við það að bóka flugið varð þetta raunverulegt. Segi bara að við erum heppin að hafa ekki verið að fljúga út í dag miðað við það sem er búið að ganga á úti í Bretlandi.

Annars er blogger.com búið að vera eitthvað leiðinlegt undanfarna daga. Vonandi að þeir kippi þessu í lag.

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Leiklistarfólk

Mikið langar mig að fara að sjá sýninguna Penitreidor sem er verið að sýna útá Granda, skilst að þar sé mikil snilld á ferð. Hins vegar langar mig ekkert sérstaklega að sjá Footloose, skil ekki afhverju.

Horfði auðvitað spenntur á Rockstar í gær. Mikið ansk er Magni að standa sig vel, hrikalega flottur perfomans hjá honum og söngurinn magnaður. Finnst Lukas rusl.

Var í prufu í gær fyrir Icelandair auglýsingu hjá Pegasus ( takk Beta ) Finnst mér hafa gengið vel en það ætti að koma í ljós í dag eða á morgun hvort að ég fái giggið. Myndi glaður vilja það.

Þannig að

Stay tuned

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Helv Blogger.com dæmi

Ég virðist búinn að týna u.þ.b. 20 færslum frá því að ég var að byrja á þessu blogg dæmi. Það er súrt því að ég hefði gaman að því að lesa það sem ég skrifaði þá.

En því miður að þá er það barasta týnt og tröllum gefið

Þannig að

Stay tuned
London....London....London.....London.....London

Úff....shitturinn titturinn ****** og *****.

Ég á eftir að vinna í 8 daga og þá er ég hættur í vinnunni minni, en þá er ekki eins og það taki við eitthvað sumarfrí hjá honum Matta litla...nei því þá þarf hann að fara að skipuleggja og ganga frá öllum þeim málum sem fólk þarf að ganga frá þegar það flytur af landi brott.

Jóel mun að öllum líkindum fara út á undan mér ásamt spúsu sinni, ég ætla mér ekkert að fara fyrr en ég þarf þess. Hugsa að ég fari þann 15 sept. Dagsetningin 15 hefur reynst mér vel í gegnum tíðina.

Annars erum við að velta því fyrir okkur ég og Jóel að byrja á því að vera með svona Video-blogg þegar við erum komnir til London og komnir með netið og tv og allann pakkann.

Hef í raun ekkert mikið að segja....jú ég sótti um starf í sunnudagsskólanum í kirkjunni í London.....hugsa að það gæti verið gaman, langt síðan ég hef komið nálægt svoleiðis starfi. Einnig er ég að vonast til þess að NFS sjái sér fært á að nota mig eitthvað, en það er í farvatninu. Síðan er bara að sjá hvort að það gerist.

Þannig að

Stay tuned

sunnudagur, júlí 30, 2006

Takk fyrir mig Sigur Rós......Takk fyrir mig

Var að koma af svo sannarlega mögnuðum tónleikum sem voru haldnir á Klambratúni en þar var Sigur Rós að spila eins og flestir vita. Þetta var bara geggjað.....rúmlega 15.000 manns og bara snilldarveður og snilldar tónlist. Kann ekki að skrifa nafnið á bandinu sem hitaði upp, Amina eða eitthvað voru rosalega góðar líka.

Skil ekki afhverju þetta svæði þ.e.a.s. Klambratúnið hefur ekki verið notað fyrr í þessum tilgangi. Þarna er komið framtíðartónleikasvæði, þið sem eruð að spá í því að fá U2 eða Red Hot Chilli Peppers að þá er komið svæði fyrir þá tónleika.

Annars er hittingur hjá leiklistarliðinu sem er að fara út...þið sem eruð hluti af því liði og lesið þetta blogg......ég mun hafa samb fljótlega

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Er ekki kominn tími til að tala aðeins um hann Magna "okkar"

Ég er búinn að vera að horfa á Rockstar eins og stór hluti Íslendinga, og mikið er ég ánægður með Magna. Hann er að standa sig ekkert smá vel. Það er rosalega skrítið að horfa á íslending standa þarna á þessu sviði, með þessum mögnuðu gaukum í house band, syngjandi fyrir milljónir manna í hverri viku og gera það vel. Fyrsti flutningur var ekkert rosalegur, en lagið í öðrum þætti ( man ekki hvað það heitir ) Plush og síðan Heros í gær voru hrikalega flott.

Hann er svo sannarlega búinn að gefa þessum "rokkurum" hér heima langt nef. Er að sýna það að maður þarf ekki að vera sveittur rock´n roll gæji, með eitthvað rosalegt attitjút til þess að geta rokkað.

Líka flott það sem Dilana skrifar um hann Magna á síðunni sinni, sýnir að hann er rosa vel metinn þarna úti....læt það fylgja hér

"Magni and Dana are in our room playing guitars and I’m enjoying listening to them play as I do this. I LOVE “ICE-MAN” (Magni). Btw, I gave him that nickname the 1st day we met. He is an unbelievable, magical person with the biggest, warmest heart – we all adore him! He’s actually our DAD in the house and always ready to help everyone. I hope I leave before he does. He has a 10 month young baby boy back home in Iceland and a girlfriend who he clearly worships. I love seeing someone so in love with their family"

Talandi um Dilönu, ég var ekki að fíla hana fyrst, fannst hún tilgerðarleg, en hún er massa söngkona og gaman að fylgjast með henni.

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, júlí 24, 2006

YES...Sindri Eldon minnist á mig......


Ég var að lesa gríðarlega fyndna færslu hjá Sindra Eldon, fyrir ykkur sem ekki vita hver það er að þá er það sonur Bjarkar Guðmunds, blaðamaður hjá Grapevine og tónlistamaður.

Ég þekki Sindra ekki neitt og hef aldrei hitt hann, hef séð hann niðrí bæ öðru hvoru og svona en ekki mikið meira en það. Því kom mér það á óvart að hann skuli nenna að eiða sýnum dýrmæta tíma í það að skrifa um mig. Eða kannski réttara sagt að þá skrifar hann um bloggið mitt....ekki mig kannski beint. Segir þar m.a. að líf mitt sé álíka spennandi og vindsokkar ( veit einhver hvað það er )

Forsaga málsins er sú að Sindri skrifaði grein í Grapevine um afmælistónleika Bubba. Ég hvet alla til þess að lesa þessa grein og mynda sér eigin skoðun, en mín skoðun er sú að þessi grein sé ekki nógu fagmannlega unnin. En það er mín skoðun. Allavegna að þá á vefsíðunni Bubbi.is er spjallþráður, það spannst umræða um þessa grein þar, ég skrifaði eitt comment um þessa grein. Nákvæmlega sama og ég skrifaði hér að ofan. Það sem Sindri virðist halda er það að ég hafi haldi uppi stöðugum "vörnum" fyrir Bubba....held að Bubbi sé fullfær um það sjálfur sko.

En ég hvet alla til þess að lesa þessa grein hans Sindra...hún er skrifuð 4 Júlí og er Hér hún er mjög fyndin.

Annars er það að frétta að ég hætti í vinnunni 21 Ágúst og fer þá að undirbúa flutning til London. Það er komin nokkur mikil spenna í kallinn vegna þessa. Hugsa að ég fari út 8 Sept, bæði til þess að gera mann klárann og kynnast umhverfinu og svona.

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, júlí 07, 2006

Back from Spain...nenni ekki skrifa um það strax, þannig að ég set hér inn löndin sem ég hef heimsótt



create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

miðvikudagur, júní 21, 2006

Kallinn byrjaður á átaki.....



Svona kem ég til með að líta út eftir mánuð......jæja ok kannski ekki alveg svo gróft. En ég semsagt er byrjaður í líkamsrækt í Hreyfingu. Er með einkaþjálfa og allann pakkann, verð hjá henni Addý 3var í viku næsta mánuðinn og síðan sé ég til.

Fyrsta skiptið var í dag og er ég að deyja í öxlunum, en það var það sem hún var að láta mig vinna í í dag. Mér lýst bara vel á þetta, hún virðist vita um hvað hún er að tala og svona, þannig að vonandi verður það þannig að þegar ég byrja í skólanum að ég meiki það sem um er að vera þar.

Annars er ég líka að skrifa þetta hér til þess að ég hafi ákveðið aðhald sjálfur......

þannig að

Stay tuned

föstudagur, júní 16, 2006

Joel hinn hárfagri




Joel sem venjulega heitir Jóel hefur beðið mig um að gerast sérstakur ritari ævi sinnar frá og með 15 september næstkomandi. Eftir miklar og langar og strangar samningaviðræður hefur náðst samkomulag um kaup og kjör.

Felur þessi samningur í sér að hér á þessari bloggsíðu minni mun ég rita öðru hvoru um það sem þessi hárfagri einstaklingur tekur sér fyrir hendur. Mun þessi rit mín standa yfir á meðan dvöl okkar stendur í Rose Bruford College


Cafe Adesso kópavogi 16 Júní 2006.

Virðingafyllst

Matthías Freyr Matthíasson

Og

Jóel Ingi Sæmundsson

þannig að

Stay tuned