mánudagur, nóvember 20, 2006

Sumarbústaður og snjór Eddan, Valdimar L, Kiddi Sleggja, Frjálslyndir og öfganir

Við fengum gest á Fimmtudaginn frá Danmörku og dvaldi hún hjá okkur fram á sunnud. Beta og Mette ( daninn ) fóru saman á djammið á föstudagskv....ætla ekkert að fara nánar út í þá sálma:p Og við fórum síðan saman í sumarbústað í Ölfusborgum, en þar voru Emmý og Bragi og Garðar Snær búin að koma sér fyrir en ég semsagt tók bústað á leigu og þau fóru semsagt á föstudeginum til þess að geta notið helgarinnar þar.

Mikið ansi var kalt á laugardagskv....fórum í pottinn og þvílíkt og annað eins frost. Síðan þegar ég og Beta og Mette erum að leggja af stað til RVK á sunnudagsmorgninum, heyrðust þær fréttir að það væri bara ófært og læti í bænum. Ég hef bara ekki séð annan eins snjó í ég veit ekki hvað mörg ár, þetta er rosalegt.

Síðan fórum ég og Beta og keyrðum Mette út á völl og síðan í það að gera okkur sæt og fín fyrir Edduna. Held að það hafi bara tekist vel því að um leið og við löbbuðum inn á Nordica Hótel kom einhver ljósmyndari og bað um að fá að taka mynd af okkur því við værum svo flott:)

Þetta var í fyrsta skiptið sem ég mæti á Edduna og get ég ekki sagt annað en að þetta hafi bara verið gaman, mikill plebbaskapur og svona en skemmtilegt, enda einn af mínum uppáhalds grínistum mínum kynnir.

Verð að segja það og þá með fullri virðingu fyrir Baltasar Kormák og hans vinnu við Mýrina og vil ég taka það fram að ég er ekki ósáttur við þá mynd. Finnst hún mjög góð. Að því sögðu.........Þá átti mýrin alls ekki skilið að vinna Edduna sem besta myndin heldur átti Börn að vinna þessi verðlaun því það er tvímælalaust besta íslenska kvikmyndin sem búin hefur verið til....punktur......Ólafur Darri átti að vinna sem besti leikarinn.....og Ragnar Braga átti að vinna sem besti leikstjórinn.....annars er ég sáttur við úrslitin.

Valdimar L sem enginn vissi hver var áður en hann kom í silfur egils í gær og tilkynnti það að hann væri hættur í samfylkingunni er að fara að vinna með frjálslyndum samkvæmt spunameistara ríkisins. Mér finnst merkilegt að maður sem kemur inn á þing sem varþingmaður ( fær þar af leiðandi ekki stuðning kjósenda í síðastu kosningum ) geti bara ákveðið það að hætta í samfylkingunni ( skipti ekki máli þótt um væri að ræða einhvern annan flokk ) og þar af hætta sem þingmaður samfylkingarinnar, geti bara ákveðið það sig svona uppá eigin spýtur að hann ætli að vera Óháður!!!!! Svona maður á auðvitað bara að sjá sóma sinn í því að hætta á þingi. Hann hefur ekki stuðning eins eða neins til þess að vera þarna og þá sérstaklega ekki sem óháður.

Frjálslyndir eru á mikilli siglingu þessa dagana og er það ágætt útaf fyrir sig, það mun ekki endast. En ég held að flestir sem þekki mig geti og muni taka undir það að ég er ekki rasisti og er opinn fyrir fjölmenningarlegu samfélagi, en ég skil Frjálslynda að sumu leyti og er sammála þeim að sumu leyti og þakka þeim fyrir að opna á þessa þörfu umræðu. En ég er langt því frá sammála Jóni Magnússyni, hans orð lýsa fordómum og skoðunum sem greinilega eru blindnar og þvegnar af áróðri bandaríkjamanna gagnvart múslimum. Þessi orð hans dæma sig sjálf dauð og ómerk.

En Íslenska ríkið verður að fara að horfa í eiginn barm, við getum ekki haft óheft flæði vinnuafls til landsins og ekki gert neitt til þess að taka á móti þessu fólki. Og það verður að auka fjármagn í þennan málaflokk, svo einfalt er það. Fyrst íslensk yfirvöld tóku þá ákvörðun að nýta sér ekki frestunina sem þau hefðu geta gert.

Kiddi Sleggja greyið komst ekki nógu vel frá borði í sínu prófkjöri...hvað gera menn þá?

Þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: