fimmtudagur, apríl 27, 2006

Jamms og jæja.......er eitthvað að gerast?

Uuuu.....nei er svarið við fyrirsögninni, fékk reyndar þær fréttir í gær að LÍN muni ekki lána fyrir skólagjöldunum og setur það svoldið strik í reikninginn en maður finnur bara útúr því með góðra manna hjálp. En er reyndar að skrifa grein sem ég mun birta hér, og vonandi á politik.is og senda fjölmiðlum um þessa ákvörðun LÍN.

Annars var það bara svona að detta yfir mig að ég sé virkilega búinn að komast inn í þennan skóla og að hann byrji bara eftir nokkra mánuði.....þá verður Matti litli bara orðinn námsmaður aftur....ekki það að ég hafi einhverntíman verið eitthvað mikill námsmaður en það vonandi er breytt:p

Mér finnst það alveg magnað að ég sé virkilega búinn að fá þetta tækifæri á að læra leiklist, hlutur sem ég hef þráð nú í 19 ár...spáið í því. En það hefur kannski einkennt þessa bloggsíðu mína undanfarinn mánuð hvað ég er virkilega upptekinn/ánægður/hissa á því að hafa komist inn, en ég ætla mér ekki að biðjast afsökunar á þeim skrifum.....er ánægður og vill deila því með þeim fáu sem lesa þetta.

Finnst reyndar magnað að á þessum þrem árum sem síðan er búin að vera uppi að þá hafa tæplega 8000 manns skoðað hana.....það er cool.

Annars ætlum ég, Kári og Jóel að hittast á morgun að öllum líkindum og fara svona yfir stöðu mála. Það er vilji hjá okkur í það að fara að leigja saman og svona og nú erum við bara að skoða þau mál, það nátturlega miðast líka við það að við fáum íbúð. Hvorki ég né Jóel og geri ráð fyrir að Kári sé sama sinnis, erum ekki spenntir fyrir því að fara að vera á þessum nemendagörðum sem eru í boði fyrir fyrsta árs nema. Bæði það að okkur er tjáð að þessir nemendagarðar séu ekkert spes á því og síðan það að leigan þar er 70+ pund á viku sem u.þ.b. sama og við yrðum að borga fyrir hús.

Það er auðvitað þannig að Viktor og Siggi eru að leigja saman einhvað pleis og við erum svona að vona að í gegnum kunningjaskap Jóels og Viktors að við fáum þá íbúð, en það auðvitað er enn óráðið.

Annars leggst sumarið bara vel í mig að flest öllu leyti, hugsa að ég verði eiginlega bara að vinna og ekkert annað, í mesta lagi eitthvað helgartrip með félögunum en á ekkert von á einhverju öðru, sérstaklega í ljósi þess að ég kemst ekki brúðkaupið í sumar sem mér finnst miður, hefði mikið verið til í að fara til Spánar í brúðkaup en maður verður að vera skynssamur og reyna að spara peningana:) Það reyndar er eitthvað sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel.......Londonarferðin var dýr.....pfuh....jæja...vinna meira tala minna ( eða skrifa )

þannig að

Stay Tuned

Engin ummæli: