sunnudagur, janúar 04, 2004

Hvað ber nýja árið í skauti sér

Ég er búinn að vera velta nýju ári aðeins fyrir mér, hvað ég muni taka mér fyrir hendur og svona. Ég mun að öllum líkindum vera áfram í vinnunni minni sem ég er í. Ég vonandi mun koma til með að geta haft einhver áhrif á mennta og listalífið í þessu landi, .þ.e.a.s. að með þessum fundi mínum (sjá eldri skrif ) með þessu fólki úr menntamálanefnd sem Össur nokkur Skarphéðinsson er að arensera fyrir mig að ég muni geta haft einhver áhrif á þetta útskitna og gamla kerfi sem er við líði.

Ég vonast ekki eftir því að þessum inntökumálum verði kippt í lagið á þessu ári, en það sem ég vonast til með þessum fundi er það að staða Lánasjóðsins muni breytast til hins betra, .þ.e.a.s. að ég og aðrir t.d. Leiklistarlilja munum geta sótt um nám erlendis og fengið backup frá íslenska ríkinu, með nota bena LÁNUM

Einnig vonast ég til að ég geti komið þessari barnabók frá mér á þessu ári, og fyrst að ég er að minnast á hana vil ég biðja ykkur sem lesið þetta bull að setja ykkar skoðun á því hvort að ég eigi að opna annað blogg þar sem ég muni setja inn öðru hvoru blaðsíður úr bókinni, þið getið sett skoðanir ykkar fram í commentakerfinu.

Og síðast ekki síst vonast ég til með að geta keypt mér íbúð á þessu ári, en Guð mun leiða þetta allt í ljós

Þannig að

Stay tuned

Engin ummæli: