Tíðindin gengu ekki eftir
Ég talaði hér um það um daginn að það væru tíðindi að frétta af mér, þau gengu ekki eftir. Málið er það að ég fékk tilboð í íbúðina mína sem ég og tók. Var ég nokkuð sáttur, sá fram á það að ég myndi ekki tapa á henni en ekki heldur græða, kæmi út svona nokkurnveginn á sléttu og gæti farið út án þess að vera eitthvað að spá í þessum hlutum.
Síðan í gærdag kom það í ljós að bankinn vill ekki leyfa þeim sem ætluðu að kaupa, að taka yfir lánin á íbúðinni. Sem mér finnst ógeðslega súrt, því að ég sé ekki hverju það breytir þótt að ég sé að borga af lánunum eða þau.
En það þýðir víst ekkert að spá í því, what happens happens.
Þannig að
Stay tuned
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæhæ ... ekkert út a greinina að setja, nema að ég skil ekki bankann...
allaveganna var að koma úr víking fra Karabíska hafinu... nanar tiltekið Barbados... sem var algjör snilld og nóg var djammað...
hvernig er lífið í London... Var þar í gær og tékkaði a´ staðnum þarna Heathrow... mjög vinsæll staður í London... get nú ekki mælt með þessum skemmtistað eða vera þar lengi, en fínn viðkomustaður a leið a djammið...
Skrifa ummæli