Ég hér með ákæri eftirtalda aðila
Gunnar Þorsteinsson Forstöðumann trúfélagsins Krossinn.
Snorra Óskarsson kenndan við Betel
Jón Val Jensson alhliða besserwisser ( Guðfræðingur )
Og yfirhöfuð alla þá sem stóðu að auglýsingunni sem birt var í Morgunblaðinu á síðastliðinn laugardag, þar sem boðað var "frelsun frá samkynhneigð"
Þessa einstaklinga/trúfélög ákæri ég vegna ummæla þeirra sem byggjast á fordómum, og með þeim ummælum eru þeir að ala á fordómum og hvetja til átaka ( óbeint )
Nú er það þannig að ég er kristinn einstaklingur, hef starfað fyrir Kfum & Kfuk sem og Þjóðkirkjuna. Ég trúi á Jesúm Krist sem frelsara lífs mín ( þið megið hafa ykkar skoðun á því máli útaf fyrir ykkur, .þ.e.a.s. að ég trúi á Jesú )
Reyni ég að lifa eftir þeim boðskap sem Jesús setti fram og reyni ég að haga lífi mínu í samræmi við almenna siðfræði. Stundum tekst það hjá mér og stundum ekki. En með þessu vil ég útskýra minn bakgrunn. Einnig vil ég taka það fram að ég er ekki samkynhneigður. Þið afsakið það að þetta verður langt hjá mér.
Á síðastliðinn Laugardag, var mikil gleði í Reykjavík ( út um land allt ) því þá komu samkynhneigðir saman og fögnuðu þessum degi sem er kallaður Gay Pride. 30.000 manns tóku þátt í þeirri gleði. Sama dag birtist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem sagt er frá bók/meðferð gegn samkynhneigð. Eins og samkynhneigð sé sjúkdómur.
Mér blöskraði þessi auglýsing, sérstaklega í ljós þess að þeir sem skrifa sig fyrir henni kalla sig samstarfshóp kristinna trúfélaga.
Við skulum skoða aðeins ummæli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum sem ítrekað kallar samkynheigða Kynvillinga og öfugugga.( og er hann einn af forsvarsmönnum þessara auglýsingar ) Um samkynhneigð og samkynhneigða í sambandi við Gay Pride:
Blaðið 14 Ágúst 2006: " Við viljum benda mönnum á að samkynhneigð er ekki frelsi heldur hrikalegir fjötrar. Með þessari hátíð er verið að fara aftan að hlutunum eins og þessum mönnum er eiginlegt" ( ekki er minnst á lesbíur ) " Okkur finnst samfélagið hafa slakað á kröfunum og viðurkennt samkynhneigð með því að taka þátt í þessum fagnaðarlátum þar sem einstaklingar eru í raun að gleðjast yfir sínum kynferðislega öfuguggahætti "
" Ég held að mönnum hafi sviðið aðgerðarleysið og að horfa upp á þjóðinna flykkjast í kringum samkynhneigða gagnrýnislaust með börnunum sínum ( vó eins og það sé voðalegt ) Þetta lítur út eins og yfirlýsing frá þjóðinni um að þetta sé í lagi ( samkynhneigð ) en þetta er lífstíll sem er nátturlega hroðalegur. Þetta á að vera sorgardagu og menn ættu að ganga um með sorgarborða af þessu tilefni"
Hérna fer Gunnar enn og aftur á kostum þegar hann er að ræða um ættleiðingar samkynhneigðra. Takið eftir því að hann talar bara ( nánast ) um homma.
http://www.krossinn.is/Safnadarstarf/default.aspx?path=/resources/Controls/23.ascx&C=ConnectionString&Q=AllNews&Groups=1&ID=661&Prefix=251 þann 27 Febrúar 2006.
"Börn sem alast upp hjá samkynhneigðum eru sett í verulega áhættu.
1. Slík börn eiga það á hættu að alast upp við óvissu um kynhlutverk sitt.
2. Þau eru hneigðari til fjöllyndis.
3. Þau eru í meiri hættu á að missa foreldri (alnæmi, lyfjaneysla, sjálfsvíg). Ævilíkur samkynhneigðra karla eru aðeins um fjörutíu ár.
4. Þau eiga frekar á hættu að glíma við þunglyndi og önnur geðræn vandamál.
5. Hærra hlutfall barna sem alin eru upp með slíkum hætti verður samkynhneigt.
6. Samband samkynhneigðra er ekki eins varanlegt og gagnkynhneigðra, sérstaklega hvað homma áhrærir, og meðalsambúðartími þeirra er um þrjú ár.
7. Fjöllyndi er nánast lífsstíll homma og hefur það neikvæð áhrif á uppeldi barna"
Nú er ég ekki á móti því að fólk hafi skoðanir, alls ekki. Og ef fólk er á móti Hommum & Lesbíum að þá er það þeirra mál. Reyndar virðist það vera þannig að þessi "barátta" og fordómafullu orð forstöðumanna sértrúarsafnaðanna beinist eingöngu gegn hommum. En ég er á móti því að þessi menn sem kenna sig við kristna kirkju og Jesú Krist skuli koma fram í nafni trúar með þennan boðskap.
Og að þeir skuli koma fram með þvílíka fordóma og hleypidóma, það svíður. Hverjir eru þeir að dæma aðra, hverjir eru þeir að halda því fram að eitthvað sé sjúkdómur. Þetta er tilraun til þess að gera lítið úr samkynheigðum og það aumkunarverð. Eins og það sé ekki nógu erfitt fyrir þau sem koma út úr skápnum, að glíma við fordóma samfélagsins ( því þeir eru til staðar ) Að það bætist síðan við að menn sem kenna sig við Jesú Krist kalli þau öfugugga og kynvillinga og segi að þau séu með sjúkdóm.
Jesús var maður kærleikans. Jesús var maður sem fúlsaði ekki við neinum og tók öllum eins og þau voru. Hann talaði við vændiskonur. Hann þoldi ekki hræsni eða óheiðarleika. Og hann þoldi ekki hroka. Það er það sem Gunnar, Snorri og Jón Valur og fleiri eru að sýna samkynhneigðum.
Skoðum aðeins orð Snorra í betel.
Blaðið 10 Ágúst 2006: Í tilefni þess að það er verið að fara að fræða ungmenni á Akureyri um samkynhneigð.
" Þetta er ekkert hollt að vera í þessum lífsmáta. Ég óttast að þetta verði enn stærri tískubóla en orðið er og vara við smithættu sem af þessu gæti orðið. Það bendir allt til þess að fjöldi samkynhneigðra muni vaxa mjög í kjölfarið. Ég trúi því að þetta sé villuhneigð og það sé leið útúr henni"
Argasta kjaftæði sem ég hef lesið....samkynhneigð er ekki sjúkdómur, samkynhneigð er ekki smitandi. Og það að fjöldi samkynhneigðra muni aukast......hvernig fær hann það út? Ég á vin sem var hluti af kristnu samfélagi. Þessi vinur minn er samkynhneigður. Þessi vinur minn er trúaður. Þessi vinur minn trúir á Jesús sem frelsara lífs síns. Þessi vinur minn hætti í viðkomandi söfnuði vegna þess að hann gat ekki verið eins og hann var innann þessara söfnuðar vegna sífellds áráðurs og hatursboðskapar gegn samkynheigðum
Þessir menn eru ekki boðberar Jesús Krists það er á hreinu. heldur eru þeir boðberar fordóma og haturs. Vonandi sjá þeir ljósið og leiti Guðs. Við samkynhneigða vil ég segja þetta. Til hamingju með það að þora að horfast í augu við fordómana sem eru til gagnvart samkynhneigðum. Til hamingju með það að þora að stíga fram fyrir skjöldu og biðja um jafnrétti sem þið eigið svo sannarlega skilið. Til hamingju með að vera börn Guðs. Til hamingju með Gay Pride dagana, mér þykir leitt að hafa ekki náð að fagna með ykkur. Haldið áfram að berjast og vonandi munum við sjá það án þess að langt um líði að þið verðið komin jafnfætis gagnkynheigðum í öllu.
Ég geri mér grein fyrir því að það munu ekki allir verða sammála mér um þessa grein mína. Endilega commenterið hjá mér. En vinsamlegast gerið það undir nafni. Takk
Þannig að
Stay Tuned
Ps: Í dag sendi ég kæru á ríkislögreglustjóra vegna þessara ummæla þessara manna sem varða brot á almennum hegningarlögum, greinarnar sem eiga við fylgja hér og hægt er að finna þær á aþingi.is
[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)
1)L. 135/1996, 2. gr. 2)L. 82/1998, 126. gr. 3)L. 96/1973, 1. gr.
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
mánudagur, ágúst 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
25 ummæli:
Þetta lið er náttúrulega bara geðveikt lið.. svona öllu gríni slepptu skil ég ekki afhverju Gunnar fær að ganga ferða sinna frjáls, maðurinn hefur margoft sýnt framm á það að hann er ekki með heilbrigðann hugsanarhátt.
Mér finnst reyndar smá dúbíus að fólk sé að fara með ung börn niðrí miðbæ á Gay Pride þar sem að átfittin þarna sum hver eru alveg whack, sum hver alveg í 18+ kantinum. :P
Annars er ég sammála þér.
Þetta er náttla tilfinningar fólks sem um ræðir en ekki eitthvað áhugamál. Ef tillfinningar eru sjúkdómur er hægt að segja að þetta sé sjúkdómur en annars ekki. Fólk á bara að fá að vera það sjálft og gera það sem það vill svo lengi sem það bitnar ekki illa á öðrum, og ekki get ég séð hvernig samkynhneigð getur bitnað á öðrum. Gunnar er maður sem á ekki að kenna sig við almenna kristni og á alls ekki að koma fram opinberlega fyrir hönd kristinna manna. hann tilheyrir öfgahóp og hefur fordóma gagnvart öllum sem eru aðeins öðruvísi en hann vill samþykkja.
Ég styð þig , samkynhneigð er ekki sjúkdómur, fólk er bara misjafnt og enginn getur afneitað tilfinningum sínum, sumir ganga svo langt að taka eigið líf því þeir geta ekki feisað samkynhneigð, útaf fordómum i samfélaginu, fólki kennt að þetta sé rangt frá fólki eins og gunnar í krossinum HANN ÞARF AÐ KROSSFESTA!
Vil kannski biðja fólk, þó því sé heitt í hamsi að hemja sig. Það sem er skrifað hér eru opinber skrif.
Ég er þakklátur að þessu er vel tekið, takk fyrir það. En höfum stjórn á orðum okkar
Ég er alveg sammála því að það er ekki þeirra að dæma aðra. Ekki frekar en það er annara að dæma þá. Við verðum líka að muna að það eru yfirleitt fjölmiðlarnir sem hafa samband við þessa menn og biðja þá um að viðra sínar skoðanir. Þeir væru náttúrulega ekki samkvæmir sjálfum sér ef þeir segðu eitthvað annað en sína skoðun. Ég er mjög oft ósammála þeim, sérstaklega Gunnari, en ég virði þeirra skoðanir vegna þess að ég vil fara eftir því að gera öðrum það sem að ég vil að þeir geri mér og ég vil að mínar skoðanir séu virtar. Mér finnst Snorri í Betel að vísu yfirleitt komast mjög vél frá sínu. Hann er yfirleitt kurteis og mjög málefnalegur. Það er hægt að koma með rök bæði með og á móti því að samkynhneigð sé sjúkdómur. Þetta virðist svo snúast svolítið um skoðun manna hvaða pól þeir taka. Ég held líka að Snorri hafi ekki verið að meina að "sjúkdómurinn" samkynhneigð sé smitandi, ekki frekar en anorexía. En þetta gæti valdið því að fleiri ákveði að prófa þennan lifnaðarhátt þar sem litið væri á hann sem jafn sjálfsagðan hlut og samband karls og konu.
Ef að við leifum ekki þeim að tala sem að við erum ekki sammála erum við engu betri en Gunnar í Krossinum eða Snorri í Betel.
Birgir.
Birgir. Þarna er ég sammála þér að vissu leyti. Auðvitað eiga þér rétt á sinni skoðun og allt það. Og það er ekki að ástæðulausu sem þeir eru alltaf kallaðir til og Snorri kemur betur út vissulega.
En megininntakið mitt er það að þeir tala sem kristnir einstaklingar og sem forsvarsmenn kristnar trúar. Það fer í mig
Hvad er málid á ad hvetja til samkynhneigdar og reyna bua til sem flesta samkynhneigda einstaklinga, taka fagnandi á móti 16 ára unglingum sem vantar athygli og eru á krossgotum í lífinu og vita ekki í hvorn fotinn tau eiga stíga,taka tá á móti teim med opnum ormum og bjoda teim ad gerast samkynhneigd tvi tad er víst svo inn í dag.
é styd tessa baráttu Gunnars, SO STAY TUNED
Það getur enginn búið til samkynhneigða einstaklinga!
Ekkert nema fáfræði getur fengið fólk til að halda því fram að það sé hægt!
Skrítið að menn sem trúa því sjálfir að þeir fylgi trúnni eyði svona mikilli orku í neikvæðni gagnvart öðrum! Það tekur örugglega mikið á að halda þessu til streitu og vorkenni ég þeim fyrir fáfræði sína! Vonandi sjá þeir fljótlega að það eru þeir sem eru á villigötu! Samkynhneigð er, hefur alltaf verið og verður alltaf til staðar og það er eðlilegt! Guð skapaði okkur öll einstök. Fögnum því að vera ekki öll eins!
ég vil bara segja eitt djöfull er jóel magnaður! frábær. allavega vildi bara láta fólk vita.
kv, joel
Frábær grein!! Ég er svo innilega sammála þér.. þessir menn eiga skilið að vera kærðir fyrir þessa auglýsingu. Ótrúlegir fordómar og fáfræði sem er í þessum mönnum. Ég á ekki til orð yfir svona vitleysu..
Ríkissaksókanari getur bara ákært, almenningur kærir.
Þar sem þessir þremenningar sem þú tilgreinir ráðast ekki gegn einstaklingi gilda 234. gr. og 235. gr. greinilega ekki.
Og þar sem þeir tilgreina engan sérstakan hóp samkynhneigðra, bara alla flóruna, gildir 233. gr. líklega ekki.
Ég býst líka sterklega við því að ef þú tekur heil síðu auglýsingu í moggganum fyrir jafnt viðkvæmt málefni og þetta þá færðu lögfræði álit áður en þú lætur birta hana.
Kæri Anonymous.....var búinn að biðja fólk að skrifa undir nafni.
En ég hvet þig til þess að lesa lagagreinarnar aftur því þær eiga við, svo sannarlega.
Það kemur hvergi fram að ég ætli að birta heilsíðu auglýsingu í mogganum, enda er það ekki mitt að gera það og hef engan áhuga á því.
Veit ég vel að Ríkislögreglustjóri ákærir.....þetta var bara orðatiltækið sem ég notaði
Frábær grein hjá þér!
Þakka stuðningin :D
Bandarísk könnun hefur leitt í ljós að börn sem alast upp hjá tveimur lesbíum eru alveg jafn hamingjusöm og börn sem alast upp hjá karli og konu...
...eini munurinn er að það vantar alltaf rafhlöður í leikföngin þeirra!
Frábær grein hjá þér ;-)
+ mjög góð rök fyrir því að Gunnar í Krossinum eigi heima á bak við lás og slá (mín skoðun), skil ekki hvernig hann kemst ennþá upp með þetta :-s
hvað er að ykkur. Því takiðþið þessu ekki sem gríni? Ekki vera svona hörundsárir þótt þið séuð hommar. Þetta var bara fyndin auglýsing.
Hvað er með fólk að skrifa ekki undir nafni?
Þorir það ekki að láta skoðanir sínar í ljós með almenninlegum hætti.
Þetta snýst ekkert um það að vera hörundssár.....þetta var nefnilega ekki fyndin auglýsing heldur langt því frá
Mig langar að svara þeim 7 "rökum" Gunnars um að börn séu sett í áhættu sem alast upp hjá samkynhneigðum.
1. Þetta gæti verið rétt en engu að síður þekki ég mjög kvenlega gagnkynhneigða karlmenn og allavega eina karlmannlega konu sem er líka gagnkynhneigð. Á að fordæma þau líka fyrir að villa kynhlutverk?
2. Þetta á ekki við nein rök að styðjast, fjöllyndi er ekki bundið kynhneigð.
3. Alnæmi er staðreynd, ekki bara meðal samkynhneigðra, lyfjaneysla kemur samkynhneigðum ekkert frekar við en þeim gagnkynhneigðu og sjálfsvíg væru ekki svona tíð hjá samkynhneigðum ef fólk stundaði það ekki að fordæma hneigðina.
4. sama svar og við sjálfsvígum, ef það væri ekki stimplað inn í einstaklinga að þetta sé rangt þá væri þetta ekki vandamál.
5. Er það? Skoðið rannsóknir og takið allar breytur inn í þær :)
6. Þetta er rétt, þó það muni ekki miklu á samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Börn eru jafn viðkvæm eftir þrjú eða fimm ár. Síðan mætti taka líka inn í reikninginn að gagnkynhneigðir eiga börn án þess að vilja eða plana það, þetta á ekki við um samkynhneigða.
7. Fjöllyndi einstaklinga sem ekki hafa fest ráð sitt er mikið á Íslandi, það hefur ekkert með homma að gera.
Flest hér fyrir ofan bliknar í samanburðinum við þann heilaþvott sem þessir menn predika.
Og mig langar að taka undir þetta hjá giflernum, þetta er ekki grín.
Það eru góð skrif hjá Garðari á kirkju.net gegn þessu liði. Sjá hér:
http://www.kirkju.net/index.php/jon/2006/03/09/arangur_af_meefere_samkynhneigera?blog=10&c=1&page=1&more=1&title=arangur_af_meefere_samkynhneigera&tb=1&pb=1&disp=single
Ég skil ekki að þessir menn fái að ganga um meðal manna. Mér finnst þetta í fyrsta lagi mjög slæmt fordæmi (og by the way þá var Snorri Óskarsson að kenna í grunnskólanum mínum og er enn) og í öðru lagi ekkert nema hroki og ótti við það óþekkta. Þessir menn vita ekkert um samkynhneigða og hvað þá samkynhneigðina sjálfa og draga bara heimskulegar ályktanir af því sem þeir hafa séð í sjónvarpi þegar er verið að lemja homma í stöppu í kvikmyndum.
Samkynhneigðir eru alveg jafn miklir menn/konur og gagnkynhneigðir og bera nákvæmlega eins tilfinningar í brjóstum sér nema það að þær beinast að sama kyni, sem er náttúrulega bara gott. Ég á góðann vin sem er samkynhneigður og hann er einfaldlega alveg jafn frábær og allir hinir gagnkynhneigðu vinir mínir. Ef ekki frábærARI. ´
Þegar fólk gengur niður laugarveginn á Gay Pride deginum þá er það að gleðjast með fólkinu, sjálf er ég ein af þeim sem fer niður í bæ og fagna þó svo að ég sé mjög svo gagnkynhneigð. Þetta eru bara fordómar og eins og ég hef áður sagt, ótti við það óþekkta.
Reyndar var allt sem ég vildi segja að ég er innilega og svo fullkomlega sammála þér, þetta varð bara svolítið langt.
Heyr heyr!
Vá þetta er snilldar grein hjá þér!! Loksins tókst mér að lesa þessa lööööngu grein. Þessir menn eru svo löngu komnir yfir velsæmdarstrikið að það er ekki fyndið! Uppskrúfaðir, fordómafullir og gjörsamlega blindir fyrir lífinu sjálfu. Mér finnst nú bara gott mál ef Gay pride gangan fær ungt samkynhneigt fólk til að þora út úr skápnum og það veit Guð að það er betra fyrir þá og alla nákomna þeim að þeir komi bara út úr skápnum!! Ekki vera að þykast vera einhverjir aðrir en þeir eru því það getur sært mikil fleiri tilfinningar en bara þeirra eigin!! Og núna tala ég sem nákomin aðili homma!!!
Flott grein!! Heyr heyr!!
Takk allir saman fyrir góð orð í minn garð
Flott grein - virkilega vel skrifað og ég er sammála hverju orði.
Djísess maður!
Fáðu þér líf!!!
Það er ekkert líf fyrir þig að vera svona í skápnum !
Skelltu þér bara á þetta námskeið hjá þeim og það er aldrei að vita nema að þú frelsist sjálfur!
farinn að halda að Anonymous sé sjálfur Gunnar í Krossinum!
ps
Þekki þig ekki neitt en við hittumst í Rose
kv Toni
Skrifa ummæli