miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Leiklistarfólk

Mikið langar mig að fara að sjá sýninguna Penitreidor sem er verið að sýna útá Granda, skilst að þar sé mikil snilld á ferð. Hins vegar langar mig ekkert sérstaklega að sjá Footloose, skil ekki afhverju.

Horfði auðvitað spenntur á Rockstar í gær. Mikið ansk er Magni að standa sig vel, hrikalega flottur perfomans hjá honum og söngurinn magnaður. Finnst Lukas rusl.

Var í prufu í gær fyrir Icelandair auglýsingu hjá Pegasus ( takk Beta ) Finnst mér hafa gengið vel en það ætti að koma í ljós í dag eða á morgun hvort að ég fái giggið. Myndi glaður vilja það.

Þannig að

Stay tuned

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega flott sýning hjá Penitreidor gaurunum...ekki láta hana framhjá þér fara:) takk fyrir síðast. Dísa