Jáhábbs....er barasta búinn að bóka flugið
Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að leikarar ( ok og kannski listafólk almennt ) sé eitt það opnasta fólk sem ég hafi kynnst ( allavegana flestir, ekki allir ). Veit ekki hvort að það tengist því eitthvað að við erum samansafn af athyglissjúkum einstaklingum eða hvað en það er allavegana eitthvað.
Ástæða þess að þetta er mér svona ofarlega í huga er sú að í gær hitti ég meirihlutann af þeim sem eru að fara út með mér ( ekki með mér en í sama skóla ) Rose Bruford, ( sömuleiðis Dísa :) )
Þau sem voru þarna ( ekki í neinni sérstakri röð ) Ég - námsbraut: European Theatre Arts. Snædís - námsbraut: European Theatre Arts. Kári - námsbraut: European Theatre Arts. Hrund - Námsbraut: American Theatre Arts. Dísa - námsbraut: American Theatre Arts. Jóel - námsbraut: Acting. Bryndís - námsbraut: Acting. Addi kærasti Bryndísar ( verðandi Gítarkennari minn og Jóels :p )
Ingi sem er að fara á International Foundation Course ( eitt ár ) komst ekki sem og gaurinn frá ísafirði sem enginn veit hver er né hvaða braut hann er að fara á. Síðan eru kannski einhverjir fleiri sem eru líka að fara sem við vitum ekki um.
En allavegan, ég hafði auðvitað hitt Jóel áður sem og Kára ( Kári lék hjúkkuna mína í Blóðberg hjá Stúdentaleikhúsinu ) og Hrund sem er ofan af skaga. Jóel hafði hitt alla nema Hrund áður, Kári hafði hitt mig og Jóel, Bryndís mig og Jóel en vð vorum semsagt að hittast öll í fyrsta skiptið saman.
En það var sko ekki eins og það væri raunin því að þessi hópur einhvernveginn small saman, eins og við hefðumst hist einu sinni í viku síðastliðinn 10 ár eða eitthvað. Auðvitað verður það ekki þannig að við komum til með að chilla saman á hverjum degi eða eitthvað álíka, í mismunandi fögum og svoleiðis, en samt gaman hvernig við smullum. Það er það sem ég á við þegar ég segi að leikarar ( og kannski listamenn ) séu almennt opnari en aðrir.
En nota bene með þessu er ég ekki að segja að "við" séum eitthvað betri en aðrir í mannlegum samskiptum en aðrir.
En ég og Kári og Snædís bókuðum flugið í gær, með British Airways. Fljúgum út þann 13 sept öll saman sem er bara snilld ( shit...einn mánuður þangað til). Við það að bóka flugið varð þetta raunverulegt. Segi bara að við erum heppin að hafa ekki verið að fljúga út í dag miðað við það sem er búið að ganga á úti í Bretlandi.
Annars er blogger.com búið að vera eitthvað leiðinlegt undanfarna daga. Vonandi að þeir kippi þessu í lag.
Þannig að
Stay tuned
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli