föstudagur, ágúst 11, 2006

Vonandi að Jón Sigurðsson vinni

Í kosningu Framsókn/EXBÉ til formanns. Ekki það að mér sé eitthvað illa við Sif Friðleifsd, heldur er það vegna þess að ég tel að ef Siv vinnur Jón í þessari kosningu, Guðni Ágústsson vinni Jónínu Bjartmarz að þá eru líkur á því að flokkurinn þurkist ekki út í næstu kosningum.

En ef Jón vinnur Sif og Jónína vinnur Guðna, að þá eru allar líkur á því að þessi blessaði flokkur þurrkist út og þá verður betra að lifa á íslandi.

Annars er ég sem stuðningsmaður ÍA að horfa uppá það að þurfa að fara á Reyðarfjörð og álíka næsta sumar ef ég ætla að fylgja mínu liði. Sem er sorglegt því spilamennska liðsins síðastliðna leiki hefur verið mjög góð. Þetta fellur bara ekki með þeim.

Annars sit ég hér á Café Amour á Akureyri....já ég er á Akureyri...brunaði norður í dag til þess að fara á fiskidaginn mikla á Dalvík. Mamma & Pabbi eru þar á húsbílnum og svona og ég skrapp yfir á Akureyri til þess að hitta einhvern úr leynifélaginu.

Verð að hrósa Dalvíkingum fyrir þetta framtak, 40 - 50 fjölskyldur voru með opið hús í kvöld fyrir alla, þar sem fiskisúpa var í boði og síðan á morgun er allskonar góðgæti úr sjónum í boði fyrir alla, allann daginn, frítt!!!! Alveg geggjað....Það er búist við 30.000 manns eða meira á morgun. Þannig að það verður stemmning á Dalvík á morgun

Já...bæðevei......allir..hvort sem þeir séu samkynhneigðir eða ekki....innilega til hamingju með daginn á morgun. Vonandi að sem flestir taki þátt í Gay Pride göngunni. Ætla á næstu dögum aðeins að commentera um Gunnar í krossinum, en ég heyrði viðtal við hann í útvarpinu og er bara of reiður/pirraður núna á honum til þess að tjá mig á skynsamlegan hátt

Þannig að

Stay Tuned

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ... Reyndu að ákveða þig... Siv Friðleifsdóttir er með V sem fyrsta staf!!! Ekki F!! OK?? skilið hehehe... annars er mér nokk sama um þessar kosningar eins og alltaf, en fiskidagurinn mikli á Dalvík er bara snilld!! Þetta er annað skiptið sem ég missi af honum síðan hann byrjaði :S En ég læt mig sko ekki vanta næst það er á hreinu!! :D

Nafnlaus sagði...

eitt svona word of wisdom. og mega allir sem lesa þetta blogg taka til sín og hreinlega allir í heiminum því þá eflaust væri heimurinn betri. (áfram jóel:) neineie en heilræðið er: ekki hlakka yfir óförum annara! karma will bite your as (goes around comes around!)og langar að henda þessu einnig inn þótt þú hafir ekkert verið að gera það , en maður á aldrei að upphefja sjálfan sig með því að setja út á aðra.
kv jóel "ekki alltaf bara vitleysingur" sæmundsson (en samt kannski aldrei langt í vitleysuna )
vona að fiskidagurinn var skemtilegur! ertu ekki að vinna þessa vikuna?

Nafnlaus sagði...

see our site -

[url=http://trailfire.com/lipitor] information about the drug lipitor [/url]

http://trailfire.com/lipitor
[url=http://trailfire.com/lipitor] lipitor side affects [/url]

Nafnlaus sagði...

learn about nice interesting blog -

[url=http://trailfire.com/amoxil] 500 amoxil mg [/url]

http://trailfire.com/amoxil
[url=http://trailfire.com/amoxil] amoxil capsule [/url]