mánudagur, september 18, 2006

Farinn og kominn aftur og á leið burtu aftur

Það var verið að kvarta undan bloggleti minni......i do not give a flying **** ég er ekki að blogga fyrir aðra en sjálfan mig, ef fólk vill lesa það sem ég skrifa, þá er það cool.

Ég yfirgaf klakann á síðastliðinn miðvikud. Kom aftur á klakann á síðastliðinn miðvikud. Ekki taka það persónulega ef ég hef ekki haft samband við ykkur, því að ég hef verið að einbeita mér að því að eyða sem mestum tíma með
Betu.

Ég fer aftur út á miðvikud. Svo ég útskýri aðeins, að þá fór ég til London á síðastliðinn miðvikud. Fór með draslið mitt í pleisið sem kemur til með að vera mitt aðsetur næstu mánuði, það lúkkar bara vel sko. En ég var búinn að sjá fram á það að ég hefði í raun ekkert að gera þarna í heila viku ( skólinn byrjar ekki fyrr en á fimmtud ) og ég náði ekki ekki að breyta flugmiðanum mínum þannig að ég færi seinna út, svo að ég ákvað það að ef ég fengi ódýrt flug að þá kæmi ég aftur heim og það fékk ég frá Icelandair.....þannig að ég kom heim og fer aftur á Miðvikud.

Ég veit ég er skrítinn. En ég sé svo ekki eftir því að hafa komið aftur....er búinn að eiga yndislegan tíma hér heima undanfarna daga.

En ég semsagt kem til með að vera mikið meira á landinu heldur en ég ætlaði upprunalega, þannig að ég er ekki alveg tótallý farinn burt.

Þannig að

Stay tuned.

Ps: MINE

Engin ummæli: