þriðjudagur, september 19, 2006

BÖRN

Fór í gærkvöldi með Betu á kvikmyndina BÖRN sem leikhópurinn Vesturport gerði í samvinnu við Ragnar Bragasson kvikmyndagerðamann. Vorum búin vera lengi á leiðinni að sjá þessa mynd m.a. rótað í rusli.

Anywho.......mikið hrottalega er þessi mynd rosalega allasvakalega klikkaðslega góð. Leikurinn í myndinni er svakalegur og erfitt að ætla að gera upp á milli einstaklinga, þó hugsa ég að ég verði að segja að þeir Ólafur Darri og Gísli Örn eiga alveg þvílíkan stjörnuleik. Ólafur Darri leikur geðklofa og æi......að mínu mati ( og ég er búinn að segja það lengi ) er hann vanmetnasti leikari landsins. Hann er rosalegur. Gísli leikur handrukkara og þvílíkt meikover á drengnum, en vááááá......mikið djö sem hann kom mér á óvart. Hann var hreint út sagt æðislegur.

Þessi mynd er öll í svarthvítu og fjallar um 4-5 einstaklinga sem eru í forgrunni og er verið að segja sögur þeirra og hvernig þau blandast síðan saman og ég á bara ekki til orð yfir því hvað hún er mögnuð. Englar Alheimsins gjörsamlega blikna í samanburði við þessa mynd. Leikurinn, lúkkið, sagan,tónlistin ( Pétur Ben sem á virkilega magnaða spretti....kaupið diskinn hans.....virkilega góður ) Gera þessa mynd að þeirri bestu íslensku mynd sem ég hef séð og kemst langt og ofarlega á toppinn yfir my all time favorite´s. Mikið hlakkar mig til að sjá Foreldar sem er hin myndin sem kemur út í næsta mánuði.

Farðu á þessa mynd annars ertu lúser ( kostar það sama og á allar hollywood crappið sem er verið að sýna í bíóhúsum borgarinnar )

þannig að

Stay tuned

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott folk tid sem erud ad lesa thetta og haldid ad eg joel se ad skrifa(buin ad segja ad tadan verdi bloggad fra mer og matta thetta er sidan hans matta)hann hefur ekki enn samt bloggad fyrir okkar hond en tad verdur nu bradum er ad reyna sorta netid ut og djo.... tekur allt langan tima herna i london en nog um tad
tad verdur vonandi bradum alminnilegt blogg fra matta fyrir okkar hond

Atli Sig sagði...

Reyndar kemur Foreldrar ekki fyrr en í janúar...