Gleði Gleði Gleði
Jamms það er mikil gleði sem fylgir því að fá loksins tækifæri til þess að læra það sem mann er búinn að dreyma um síðan maður var 7 ára gamall...eða í rétt tæp 20 ár.
Hef fengið ótrúlegan fjölda af hamingjuóskum frá hinum og þessum, krökkum sem hafa verið með mér í inntökuprófunum í LHÍ, krökkunum úr stúdó og síðan auðvitað þeim öllum sem eru í kringum mann dagsdaglega.
Mig langar núna í þessari bloggfærslu minni að fara aðeins með þig aftur í tíman, rétt um 5 ár, fara semsagt frá árinu 2001 og til dagsins í dag.
2001 var ég 21 árs gamall hrokafullur og leiðinlegur einstaklingur, fullur af sjálfum mér og svo ofurviss á mínum hæfileikum og já.....fullur af ranghugmyndum. Ég sótti um í leiklistarskólann sem þá var ( semsagt áður en hann varð hluti af LHÍ ) Ég mætti illa undirbúinn og í raun ekki í neinu standi til þess að fara í þetta inntökupróf. Ég sýndi skólanum og þeim sem voru þar í sömu erindargjörðum mikla óvirðingu með því hvernig ég var. Það fer svo sem ekki miklum sögum af minni framistöðu þar, annað en það að ég komst ekkert áfram. Fyrir ykkur sem ekki vita að þá skiptast inntökuprófin í þrjá hluta, fyrst allir sem sækja um, síðan er köttað niður í 40 manns og síðan er köttað niður í 20 manna hóp og síðan 8-10 einstaklingar sem komast inn. Jæja...við það að komast ekkert áfram að þá fór ég í mikla fílu og drullaði yfir skólann og sagði við alla sem vildu heyra að þetta væri ekkert annað en bölvaður klíkuskapur, ekki nóg með það að ég sagði þetta við alla þá sem vildu heyra, heldur einnig þá sem vildu það ekki, fór m.a. í viðtal við Séð & Heyrt...viðtal sem ég í dag sé mjög mikið eftir að hafa farið í, og er það eitt af fáu sem ég vildi virkilega að ég hefði ekki gert í mínu lífi. Það er m.a. ástæðan fyrir því að ég lofaði sjálfum mér að ég færi aldrei í viðtal við Séð & Heyrt eða önnur álíka slúðurblöð.
2003 er komið að minni annari tilraun. Á þessum tíma hafði margt gerst í mínu lífi, góðir hlutir sem m.a. fengu mig til að endurskoða mitt líf frá grunni og mín mistök í gegnum tíðina. Ég hafði fengið annað tækifæri.....sem ég ákvað að nota. Ég fékk að sjá það að það hefði ekki verið klíkuskapur sem hefði ráið för í inntökuprófinu tveim árum fyrr, það var ekki það að fólkið sem sat í inntökunefndinni hefði eitthvað verið á móti mér og bara eintómir fávitar eins og ég hélt fram, ég fékk að sjá það að það var mín hegðun og undirbúiningsleysi sem hafði komið í veg fyrir það að ég náði einhverjum árangri. Með þetta að leiðarljósi og þessa vitneskju fór ég í innökuprófin fyrir Leiklistardeild Listaháskóla Íslands ( sem þá semsagt var orðin til ) Ég játa það fúslega í dag að ég hefði svosem getað verið meira undirbúinn, .þ.e.a.s. gefið mér lengri tíma í það að læra þá monuloga sem ég hafði valið mér, en munurinn frá þvi í fyrra skiptið var sá að ég kunni þá allavegana núna og fór í prófið fullur af æðruleysi og gleði. Ákvað að hafa bara gaman að hlutunum. Fór það svo að ég komst alla leið í lokahópinn, en komst ekki inn. Var það sárt? Já auðvitað var það sárt og ég grét eins og lítið barn. En ég fékk styrk til þess að halda áfram og koma sterkur inn að ári. Þess má geta að þau sem komust inn áttu það fyllilega skilið og það var engin gremja í garð eins né neins. Og það skemmtilega var að enginn var svokallað "leikarabarn" sem er einhver andsk.....mýta sem er ekki til. Verð ég pirraður í dag þegar ég heyri því haldið fram að þetta sé bara klíka......en nota bene.....ég var þannig líka einu sinni:)
2004 var ekki tekið inn í skólann.
2005 að þá var komið að minni þriðju tilraun. Mætti ég í þau próf mjög einbeittur, og eins og árið 2003 fullur af gleði yfir því að fá þetta tækifæri aftur. Ég var þokkalega vel undirbúinn og gekk mér vel, komst í lokahópinn annað árið í röð og ykkur að segja.....var ég viss um að ég færi inn í skólann. Aftur fékk ég nei. Það var sárt en ekki jafn sárt og 2003.......það kannski líkar munar um það að ég fór til Færeyja daginn eftir og gat þar af leiðandi dreift huganum.
2006 sækji ég um í fjórða skiptið. Var ég búinn að segja það að ég myndi ekki sækja um aftur ef ég kæmist ekki inn í þessari tilraun, taldi þá fullreynt og ljóst að ég kæmist ekki inn í LHÍ. Með því hugarfari fór ég haustið 2005 að skoða möguleika mína við það að komst erlendis í leiklistarnám. Setti ég mig í samband við nokkra skóla og fékk uppl um þá og einnig fékk það á hreint að það kæmu alla vegna tveir skólar hingað til lands að halda inntökupróf. Á þessum tíma, sep-okt í fyrra var ég þá þegar byrjaður að undirbúa mig fyrir inntökuprófin í LHÍ. Þannig að þegar þau loksins byrjuðu að þá var ég rosalega vel undirbúinn, hef aldrei verið svona vel undirbúinn né svona vel stemmdur. Eins og má sjá af færslu hér að neðan að þá komst ég ekki nema í svokallað annað þrep. Ég varð hundfúll og ætla ekkert að fara í felur með það, en að sama skapi einsetti mér það að komast í nám úti. Því ég gerði mér grein fyrir því að ég er 26 ára og þetta ár er að mínu mati árið sem færi í þetta nám, annars kæmist ég hvergi að vegna aldurs. Sömu viku og nei-ið kom frá LHÍ hélt Rose Bruford College inntökupróf hér heima. Ég mætti....illa undirbúinn...kunni ekki textann minn nógu vel og já bjóst ekki við miklu. Viðtalið sem ég átti við Emilo sem er kennari við skólann gekk rosa vel, það sama má ekki segja um flutning minn á mónulógnum mínum. Hann sagði við mig að hann myndi vilja sjá mig á braut sem nefnist European Theatre Arts, og er leiklistarnám, ekki hefðbundið í þeim skilningi orðsins en fólk samt útskrifast sem leikarar....með BA gráðu í leiklist. Á fimmtudaginn fékk ég svo að vita það að mér væri boðin innganga í þennan skóla á þessa braut.......og ekki nóg með það heldur komst Kári vinur minn líka inn sem og tvær stelpur sem ég þekki ekki alveg nógu vel.
Það er semsagt mikil gleði og ánægja með að fá loksins þetta tækifæri. Ég er ekki að skrifa þessa grein til þess að níða LHÍ eða kennara eða nemendur þess góða skóla, alls ekki. Ég er þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég þó fékk þar og hefði svo glaður viljað læra þar, en Guð hefur víst einhver önnur plön fyrir mig. Að lokum vil ég óska Ólöfu, Hilmi, Láru og Svandísi og Þórunni og Ævari og Hilmari og Dundu innilega til hamingju með að hafa komist inn í LHÍ......þið eruð frábær!
þannig að
Stay tuned
laugardagur, apríl 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju MAtti minn, þú átt þetta svo skilið!!
Gangi þér sem allra allra best!!! :)
takk fyrir það Þóra mín
Skrifa ummæli