fimmtudagur, apríl 06, 2006

ok...geggjað!!!

Vona að þið hafið eitthvað fylgst með umræðunum í commentunum við síðustu færslu mína....mjög skemmtilegar og greinilegt að þetta er fólki hugleikið.

Annars er ég bara í London, er bara búið að vera geggjað...frábært veður...sól og hiti. Fór í dag og skoðaði skólann sem er búinn að bjóða mér skólavist næsta vetur, Rose Bruford.

Eins og einhverjir vita kannski að þá fór ég út m.a. til þess að fara í inntökupróf fyrir tvo aðra skóla, eftir heimsókn mína í dag í Rose að þá er ég hættur við það.

Ég bara féll fyrir umhverfinu, skólanum, aðstöðunni og bara öllu sem tengist náminu, einnig fékk ég fullvissuna sem ég þurfti í samb við námið sem mér er boðið í.....þ.e.a.s. hvernig nákvæmlega það er uppbyggt.

Þannig að Rose Bruford....here i come.....uuuu......næsta vetur:P

Jóel og Ævar komu með mér og Palla að skoða skólann, Jóel er einmitt boðið að koma í skólann líka og hann bara er á nákvæmlega sama máli og ég, þannig að við verðum sama þarna, sem er bara frábært

þannig að

stay tuned

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sneddí nautasnilld að heyra þetta meistari... frábært og æðislegt.

góðar stundir í London