My second home...
Ég sit hér á stað sem af mörgum af vinum mínum er kallaður mitt annað heimili .þ.e. Brennslan Hingað finnst mér rosalega gott að koma, fá mér latte og hitta vini og kunningja eða eins og núna vafra á netinu og gera ekki neitt:)
Það verða víst örugglega einhver viðbrigði að geta ekki hoppað inn á brennslu when ever i like, en mér skilst reyndar að Metro, kaffihúsið/pöbbinn/veitingastaðurinn/hang-outið fyrir nemendur Rose Bruford sé ekki slæmur staður. Svona ykkur að segja að þá er nafnið á bænum ( úthverfinu) Sidcup, þannig að ef þið eruð búin að ná ykkur í snilldarforritið Google Earth...Jörðin like you never seen it before að þá leitiði bara af annað hvort Rose Bruford College eða Sidcup London. Ef þú ert ekki búinn að ná þér í þetta forrit, gerðu það þá núna, helv magnað dæmi.
En já, umhverfið í kringum skólann er hreint magnað. Mig langar til þess að reyna að lýsa þessu aðeins fyrir þér en ég ætla að samtvinna það við ferðasöguna hjá mér og palla til London.
Miðvikudagurinn 5 Apríl
Vöknuðum eldsnemma til þess að keyra til Kef svo að við gæum nú ná þessu blessaða flugi okkar út. Veðrið virtist ætla að leika við okkur því að það var þetta líka fallega veður á íslandi. Við bræðurnir eigum það sammerkt að vera ekkert alltof vel við það að fljúga, það er eitthvað við það. Eftir að hafa verslað það sem við ætluðum að versla í fríhöfninni og vorum komnir í vélina að þá fóru fiðrildin í maganum að gera vart við sig. Flugtakið gekk ágætlega, smávegis hristingur og svona en ekkert stórvægilegt. Fluginu eyddi ég í það að glápa á My name is Earl sem eru bara snilldar þættir, þegar við erum búnir að vera á flugi í tæpa 2 tíma tilkynnir flugmaðurinn að vélin verði að sveima í nokkrar mín yfir London vegna mikillar flugumferðar á Heathrow, það var í góðu lagi, en þessar nokkrar min reyndust verða 1/2 tími.
Þegar við vorum komnir inn í flugstöðina bjuggumst við við að hlutirnir myndu ganga fljótt fyrir sig, vegna fyrri reynslu okkar bræðra af heathrow, svo var ekki. Í fyrsta skipti lentum við í því að það var líka þessi massa röð hjá immigration eftirlitinu, og hef ég nú komið nokkuð oft til London. Sérstakt að sjá þetta þar sem Bretar eru nú þekktir fyrir góða skipulagningu. Þetta böggaði nú okkur ekki mikið, þar sem við vorum ekkert sérstaklega mikið að flýta okkur.
Við ákváðum að taka tube-ið frá heatrow niður í centralinn, í stað þess að taka expressinn, því að það kostar meiri pening. Það var bara ágætt því þennan klukkutíma sem það tók, notaði ég til þess að halda áfram að horfa á My name is Earl, og meðan ég var að því að þá var fólk við hliðina á Palla sem var að fylgjast með hjá mér með öðru auganu og hló og svona og þegar Palli leit á það að var það fljótt að lýta við í hina áttina. Nokkuð skondið
Allavegana, ég man ekki hvenær við vorum komnir á Hótelið en það er mjög flott og á góðum stað, mæli með því við hvern sem er. Eftir að við vorum búnir að koma okkur fyrir og svona að þá fórum við á röltið, fórum og fengum okkur að éta og svona. Tókum þá ákvörðun að fara og finna búð sem palli þurfti að komast í. Það var mikil þrautarganga:p
Palli var búinn að vinna auðvelda leið til þess að komast í þessa búð með því að nota Journeyplanner sem er rosa sniðugt fyrir þá sem eru að ferðasr um London. Við semsagt fórum með tube-inu á þessa stöð sem við áttum að fara, þegar þangað var komið að þá fattaði bakarinn það að hann hafði gleymt addressunni á búðinni á hótelinu...mikill snillingur:p
En hann var með eitthvað plagg sem sagði að við ættum að labba í 9 min frá lestarstöðinni og þá myndum við finna þetta, eftir að hafa labbað í allar áttir og lenda á hundfúlum pakistana sem skildi ekkert í þessum íslendingabjánum að vera með þetta á hreinu, sem gaf okkur bandvitlausar leiðbeiningar að þá römbuðum við inn í svona litla matvöruverslun sem var með netkaffi. Palli fór á netið og fann út úr þessu, þegar átti að koma að því að borga að þá kom það í ljós að þeir tóku ekki kort, þannig að Palli sagði að hann myndi koma á eftir og borga þetta 1 pund sem hann skuldaði......hann er ekki enn búinn að borga...slæmt karma Palli....slæmt karma:p
En við að endingu fundum þessa blessuðu "búð" eftir nokkurt rölt í kapp við tímann, því að klukkan var að verða 5. Þetta var ekki búð, að koma að þessu var svipað og að maður myndi ímynda sér að aðkoman að pentagon væri. Þetta var einhver skemma, með hurð og dyrabjöllu fyrir utan sem við ýttum á, þá heyrðist skruðningar og við spurðir hvað við vildum. Eftir að hafa borið upp erindi okkar, var okkur hleypt inn. Palli verslaði það sem hann þurfti og við komum okkur af stað á hótelið því að við vildum reyna að ná leiknum sem var í tv-inu þá um kvöldið, man ekki alveg hvaða leikur það var.
Við fórum á hótelið og sofnuðum báðir og því varð ekki mikið um fóboltaleiksgláp það kvöldið, vöknuðum aftur um 8 og fórum út. Fórum í Trocadero sem er einhverskona leiktækjasalur/keila/bíó staður. Þar misstum við okkur í keilu og leiktækjum, fórum m.a. í klessubíla. Gríðaleg stemmning hjá okkur bræðrum:p
Hittum Jóel og Ævar um kvöldið á hótelinu okkar og ákváðum að hittast um 11 leytið daginn eftir, mæli með því að þið farið inn á síðuna hans Ævars og lesið ferðasöguna hjá þeim kumpánum.
Fimmtudagurinn 6 apríl, ferðin í Rose Bruford
Vöknuðum á skikkanlegum tíma þennan daginn því að eins og fram kemur hér að ofan var planið að hitta félagana um 11. Við hittum þá reyndar ekki fyrr en eftir hádegi en það er annað mál. Við tókum lestina til Sidcup, sem er í c.a. 30 min fjarlægð frá central London. Fengum leiðbeiningar hjá einhverjum hjólandi gauk, um það hvert ætti að fara. Eftir að hafa labbað í nokkrar min, komum við að garði sem við áttum að fara inn í, rosa flottur garður með miklum og stórum trjám og íkornum, en það kom einmitt í ljós að Ævari er meinilla við þær skepnur, skil það ekki.
Við hittum í þessum garði hann Viktor sem er að útskrifast úr Rose. Þegar við erum að tala við hann kemur Siggi sem er einmitt líka að útskrifast þaðan. Siggi tók það upp á sitt einsdæmi að lóðsa okkur um skólann. Þetta er hreint magnað umhverfi, 2003 var byggt nýtt húsnæði utan um starfsemina og er það geggjað flott. Tvö leikhús og kaffihús og geggjað bókasafn sem Ævar missti sig í, flottar kennslustofur, upptökustúdíó, fótboltavöllur og já bara geggjað svæði. Eftir heimsóknina þangað tók ég þá ákvörðun að vera ekkert að fara í hin prófin sem ég ætlaði í, heldur bara njóta þess að vera heiðraður með því að vera boðinn innganga í þennan skóla.
Enduðum fimmtudaginn á einhverju búðarrölti og chillouti. Fórum m.a. í Selfridge sem er búð í eigu Baugs, þvílík Geðveiki
Föstudagurinn 7 Apríl
Við fórum á röltið snemma þann daginn, fórum á Starbucks en ég hugsa að það hafi verið stærstu mistökin þennan daginn, ekki það að kaffi þar sé eitthvað slæmt, en það fór líka svona rosalega illa í magan á mér og við á röltinu. Við fórum inn í eitthvað mall, þar sem ég þurfti nauðsynlega að komast á klósett....neinei....það þurfti að borga til þess að komast á klóssetið þar, 20 pens og hvorki ég né palli með klink.....ég sá þar hraðbanka....rosalega varð ég feginn.....en nei....Matti átti greinilega ekki að fá að fara á klósettið því að á meðan ég klemmdi rasskinnarnar saman og reyndi að fá pening úr hraðbankanum, hafnaði bankinn kortinu. Við rukum út og fundum í einhverri hliðargötu skítugan bar þar sem ég fór á klósettið, það var ekki geðslegt:p
Ég fór síðan eftir hádegið að ná í Kára sem var að koma með vél Atlantic Airways frá Færeyjum og lendir hún á stansted. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig, því að stansted express sem er lestin sem gengur þangað frá Liverpool street, var e-d biluð og því þurfti ég að taka aðra lest og var í panikki meirihluta ferðarinnar um að ég hefði tekið vitlausa lest eða þyrfti að skipta á miðri leið eða e-d álíka vesen. En sem betur fer var það tilkynnt eftir smá tíma að lestinm sem ég væri í færi beint á stansted.
Kári var þegar kominn þegar ég loksins kom þangað og náðum við sem betur fer strax expressinum sem var farin að ganga aftur til central london.
Gaman að hitta Kára, það gerist ekki oft þar sem við búum í sitthvoru landinu. Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir að þá fórum við og gerðum okkur klára í það að fara á We Will Rock You söngleikinn sem er með lögum eftir Queen. Þvílík geggjun......ógeðslega gaman og já, mæli með þessu við hvern sem er, var að fara í annað skiptið og mig langar aftur.
Enduðum kvöldið, eftir að hafa rölt eins og geðsjúklingar um allt soho með Ævari og Jóel, inn á skoskum pöbb sem heitir O´Neils....þar sem Jóel fór á kostum í dansmúvum. Verð að minnast á eittm við sáum þarna um kvöldið, einstakling sem greinilega var ekki bara undir áhrifum áfengis, hann var fyrir utan einhvern bar, þar sem honum var ekki hleypt inn, það kannski í sjálfu sér skiljanlegt, en það sem sjokkeraði okkur var það að þessi einstaklingur skallaði vegginn hvað eftir annað, jörðinna og ég veit ekki hvað, var illa út úr heiminum og það sá enginn ástæðu til þess að koma þessum einstakling til bjargar, hvorki með því að hringja á lögguna eða álíka. Hvert er heimurinn farinn þegar svo er komið fyrir fólki.
Laugad & Sunnud
Þessir lokadagar okkar fóru aðallega í verslunarleiðangur, camden markaðinn og fleira. Keypti mér hvít jakkaföt og tvo hatta og eitthvað. Síðan á mánudeginum fórum við heim. Þessi ferð var mögnuð í alla staði....gaman að vera með þessum tveim bræðrum mínum, það er ekki oft sem við hittumst allir þrír saman og það er það sem stendur upp úr, ásamt ferð minni í skólann. Einnig var magnað að kynnast Jóel og Ævari á þennan hátt, þekktumst lítilega úr inntökuprófunum hér heima en þetta var annað.
Vona að þú hafir haft gaman að þessari langloku minni um þessa ferð:=)
Annars er það að frétta að ég mun að öllum líkindum opna eigin heimasíðu, er að fara að hitta Hörð sem mun að öllum líkindum sjá um hana fyrir mig.
Þannig að
Stay tuned
föstudagur, apríl 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli