Ekki fer allt eins og áætlað er
Jamms minns skellti sér á árgangsmótið hjá eins og gefur að skilja árgangnum mínum, 10 ára reunion hvorki meira né minna. Ætlaði mér ekkert að mæta á þetta, sá engan tilgang með því í raun og veru og var búinn að lýsa því yfir við vini mína að ég myndi ekki nenna að mæta.
Um klukkan 18:00 á laugard hringir Sturla ( gamall bekkjarbróðir ) í mig og segir mér að það sé pre-partý hjá bekknum heima hjá sér og hvort ég ætli ekki að mæta. Ákvað ég að láta sjá mig þar, heilsa upp á liðið og fara síðan í bæinn þegar þau færu í rútuna. En það var bara svo andsk....gaman að hitta þetta kolruglaða ( meint vel ) lið síðan úr grunnskóla og rifja upp allann vitleysisháttinn......það var sko nóg af honum að rifja upp.....bekkurinn minn var.....já....vægt til orða tekið ekki sá besti:p
En ég semsagt fór með á mótið sjálft og var bara massa stemmari....mikið af fólki orðið hauslaust af drykkju klukkan 21:00 og var það skemmtileg sjón:p......einnig svoldið gaman að upplifa það að vera skammaður fyrir það að vera ekki á "réttu" borði. En hver bekkur átti semsagt sitt borð....og þar sem ég var í báðum skólunum, öðrum í 6 ár en hin í 4 að þá hefði ég getað verið á tveim borðum.....Fattaðai það svosem ekkert og hélt mig bara við borðið sem bekkurinn sem ég var í þegar ég "útskrifaðist" var.
En já í heildina séð bara þokkalegt kvöld, sé ekki eftir því að hafa farið og nú bíður maður bara spennur eftir næsta móti sem mun vera 2011.....hélt ég myndi aldrei segja þetta:p
Þannig að
Stay tuned
mánudagur, apríl 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli