fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Tíðindin gengu ekki eftir

Ég talaði hér um það um daginn að það væru tíðindi að frétta af mér, þau gengu ekki eftir. Málið er það að ég fékk tilboð í íbúðina mína sem ég og tók. Var ég nokkuð sáttur, sá fram á það að ég myndi ekki tapa á henni en ekki heldur græða, kæmi út svona nokkurnveginn á sléttu og gæti farið út án þess að vera eitthvað að spá í þessum hlutum.

Síðan í gærdag kom það í ljós að bankinn vill ekki leyfa þeim sem ætluðu að kaupa, að taka yfir lánin á íbúðinni. Sem mér finnst ógeðslega súrt, því að ég sé ekki hverju það breytir þótt að ég sé að borga af lánunum eða þau.

En það þýðir víst ekkert að spá í því, what happens happens.

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, ágúst 25, 2006

Veit ekki hvað þetta er...en tékkið á þessu fyrir mig

Tékkið á Þessu....þetta er eitthvað próf.
stór tíðindi úr lífi mínu

En ég þori ekki að pósta því hér inn alveg strax........hræddur um jinxa það eitthvað. En ég lofa að ég mun setja það hér inn við fyrsta mögulega tækifæri.

Líður að skólabyrjun, búinn að fá alla pappíra og fleira....á að kaupa mér Jazz shoes eins og stendur í bréfinu....klikkað:p

Er að fara að ganga frá leigumálunum á eftir, .þ.e. að millifæra til bretlands og svoleiðis vesen. Mikið er ég samt feginn að vera kominn með íbúð og allann pakkann. Að þurfa ekki að standa í neinu veseni.

En eins og ég segi......

Þokkaleg tíðindi að frétta....

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, ágúst 21, 2006

Til hamingju Beta með eitt það vel heppnaðasta grín sem ég hef orðið fyrir





Beta ( sú í bláa bolnum ) gerði mér grikk áðan. Málið er það að Beta hefur verið dugleg að "bögga" mig með það að ég chilli stundum ( eiginlega mjög oft ) á brennslunni. Og það í sjálfu sér er allt í lagi...get alveg tekið smá gríni.

En ég semsagt sit hér á brennslunni í mestu makindum og er að surfa netið, þegar ein af afgreiðslukonunum hér á brennslunni kemur með símann og tilkynnir mér það að það sé síminn til mín....ég verð alveg hvumsa og bara HA?? síminn til MÍN......Hver er það þá önnur en Beta sem er í símanum!!!!!

Þetta var ógeðslega fyndið og má hún eiga það.

Annars...takk fyrir góð viðbrögð við greininni hér að neðan. Mun láta ykkur vita með framvindu þess máls

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, ágúst 14, 2006

Ég hér með ákæri eftirtalda aðila

Gunnar Þorsteinsson Forstöðumann trúfélagsins Krossinn.
Snorra Óskarsson kenndan við Betel
Jón Val Jensson alhliða besserwisser ( Guðfræðingur )
Og yfirhöfuð alla þá sem stóðu að auglýsingunni sem birt var í Morgunblaðinu á síðastliðinn laugardag, þar sem boðað var "frelsun frá samkynhneigð"

Þessa einstaklinga/trúfélög ákæri ég vegna ummæla þeirra sem byggjast á fordómum, og með þeim ummælum eru þeir að ala á fordómum og hvetja til átaka ( óbeint )

Nú er það þannig að ég er kristinn einstaklingur, hef starfað fyrir Kfum & Kfuk sem og Þjóðkirkjuna. Ég trúi á Jesúm Krist sem frelsara lífs mín ( þið megið hafa ykkar skoðun á því máli útaf fyrir ykkur, .þ.e.a.s. að ég trúi á Jesú )

Reyni ég að lifa eftir þeim boðskap sem Jesús setti fram og reyni ég að haga lífi mínu í samræmi við almenna siðfræði. Stundum tekst það hjá mér og stundum ekki. En með þessu vil ég útskýra minn bakgrunn. Einnig vil ég taka það fram að ég er ekki samkynhneigður. Þið afsakið það að þetta verður langt hjá mér.

Á síðastliðinn Laugardag, var mikil gleði í Reykjavík ( út um land allt ) því þá komu samkynhneigðir saman og fögnuðu þessum degi sem er kallaður Gay Pride. 30.000 manns tóku þátt í þeirri gleði. Sama dag birtist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem sagt er frá bók/meðferð gegn samkynhneigð. Eins og samkynhneigð sé sjúkdómur.

Mér blöskraði þessi auglýsing, sérstaklega í ljós þess að þeir sem skrifa sig fyrir henni kalla sig samstarfshóp kristinna trúfélaga.

Við skulum skoða aðeins ummæli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum sem ítrekað kallar samkynheigða Kynvillinga og öfugugga.( og er hann einn af forsvarsmönnum þessara auglýsingar ) Um samkynhneigð og samkynhneigða í sambandi við Gay Pride:

Blaðið 14 Ágúst 2006: " Við viljum benda mönnum á að samkynhneigð er ekki frelsi heldur hrikalegir fjötrar. Með þessari hátíð er verið að fara aftan að hlutunum eins og þessum mönnum er eiginlegt" ( ekki er minnst á lesbíur ) " Okkur finnst samfélagið hafa slakað á kröfunum og viðurkennt samkynhneigð með því að taka þátt í þessum fagnaðarlátum þar sem einstaklingar eru í raun að gleðjast yfir sínum kynferðislega öfuguggahætti "

" Ég held að mönnum hafi sviðið aðgerðarleysið og að horfa upp á þjóðinna flykkjast í kringum samkynhneigða gagnrýnislaust með börnunum sínum ( vó eins og það sé voðalegt ) Þetta lítur út eins og yfirlýsing frá þjóðinni um að þetta sé í lagi ( samkynhneigð ) en þetta er lífstíll sem er nátturlega hroðalegur. Þetta á að vera sorgardagu og menn ættu að ganga um með sorgarborða af þessu tilefni"

Hérna fer Gunnar enn og aftur á kostum þegar hann er að ræða um ættleiðingar samkynhneigðra. Takið eftir því að hann talar bara ( nánast ) um homma.

http://www.krossinn.is/Safnadarstarf/default.aspx?path=/resources/Controls/23.ascx&C=ConnectionString&Q=AllNews&Groups=1&ID=661&Prefix=251 þann 27 Febrúar 2006.

"Börn sem alast upp hjá samkynhneigðum eru sett í verulega áhættu.
1. Slík börn eiga það á hættu að alast upp við óvissu um kynhlutverk sitt.
2. Þau eru hneigðari til fjöllyndis.
3. Þau eru í meiri hættu á að missa foreldri (alnæmi, lyfjaneysla, sjálfsvíg). Ævilíkur samkynhneigðra karla eru aðeins um fjörutíu ár.
4. Þau eiga frekar á hættu að glíma við þunglyndi og önnur geðræn vandamál.
5. Hærra hlutfall barna sem alin eru upp með slíkum hætti verður samkynhneigt.
6. Samband samkynhneigðra er ekki eins varanlegt og gagnkynhneigðra, sérstaklega hvað homma áhrærir, og meðalsambúðartími þeirra er um þrjú ár.
7. Fjöllyndi er nánast lífsstíll homma og hefur það neikvæð áhrif á uppeldi barna"


Nú er ég ekki á móti því að fólk hafi skoðanir, alls ekki. Og ef fólk er á móti Hommum & Lesbíum að þá er það þeirra mál. Reyndar virðist það vera þannig að þessi "barátta" og fordómafullu orð forstöðumanna sértrúarsafnaðanna beinist eingöngu gegn hommum. En ég er á móti því að þessi menn sem kenna sig við kristna kirkju og Jesú Krist skuli koma fram í nafni trúar með þennan boðskap.

Og að þeir skuli koma fram með þvílíka fordóma og hleypidóma, það svíður. Hverjir eru þeir að dæma aðra, hverjir eru þeir að halda því fram að eitthvað sé sjúkdómur. Þetta er tilraun til þess að gera lítið úr samkynheigðum og það aumkunarverð. Eins og það sé ekki nógu erfitt fyrir þau sem koma út úr skápnum, að glíma við fordóma samfélagsins ( því þeir eru til staðar ) Að það bætist síðan við að menn sem kenna sig við Jesú Krist kalli þau öfugugga og kynvillinga og segi að þau séu með sjúkdóm.

Jesús var maður kærleikans. Jesús var maður sem fúlsaði ekki við neinum og tók öllum eins og þau voru. Hann talaði við vændiskonur. Hann þoldi ekki hræsni eða óheiðarleika. Og hann þoldi ekki hroka. Það er það sem Gunnar, Snorri og Jón Valur og fleiri eru að sýna samkynhneigðum.

Skoðum aðeins orð Snorra í betel.

Blaðið 10 Ágúst 2006: Í tilefni þess að það er verið að fara að fræða ungmenni á Akureyri um samkynhneigð.

" Þetta er ekkert hollt að vera í þessum lífsmáta. Ég óttast að þetta verði enn stærri tískubóla en orðið er og vara við smithættu sem af þessu gæti orðið. Það bendir allt til þess að fjöldi samkynhneigðra muni vaxa mjög í kjölfarið. Ég trúi því að þetta sé villuhneigð og það sé leið útúr henni"

Argasta kjaftæði sem ég hef lesið....samkynhneigð er ekki sjúkdómur, samkynhneigð er ekki smitandi. Og það að fjöldi samkynhneigðra muni aukast......hvernig fær hann það út? Ég á vin sem var hluti af kristnu samfélagi. Þessi vinur minn er samkynhneigður. Þessi vinur minn er trúaður. Þessi vinur minn trúir á Jesús sem frelsara lífs síns. Þessi vinur minn hætti í viðkomandi söfnuði vegna þess að hann gat ekki verið eins og hann var innann þessara söfnuðar vegna sífellds áráðurs og hatursboðskapar gegn samkynheigðum

Þessir menn eru ekki boðberar Jesús Krists það er á hreinu. heldur eru þeir boðberar fordóma og haturs. Vonandi sjá þeir ljósið og leiti Guðs. Við samkynhneigða vil ég segja þetta. Til hamingju með það að þora að horfast í augu við fordómana sem eru til gagnvart samkynhneigðum. Til hamingju með það að þora að stíga fram fyrir skjöldu og biðja um jafnrétti sem þið eigið svo sannarlega skilið. Til hamingju með að vera börn Guðs. Til hamingju með Gay Pride dagana, mér þykir leitt að hafa ekki náð að fagna með ykkur. Haldið áfram að berjast og vonandi munum við sjá það án þess að langt um líði að þið verðið komin jafnfætis gagnkynheigðum í öllu.

Ég geri mér grein fyrir því að það munu ekki allir verða sammála mér um þessa grein mína. Endilega commenterið hjá mér. En vinsamlegast gerið það undir nafni. Takk


Þannig að

Stay Tuned

Ps: Í dag sendi ég kæru á ríkislögreglustjóra vegna þessara ummæla þessara manna sem varða brot á almennum hegningarlögum, greinarnar sem eiga við fylgja hér og hægt er að finna þær á aþingi.is

[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)
1)L. 135/1996, 2. gr. 2)L. 82/1998, 126. gr. 3)L. 96/1973, 1. gr.
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Vonandi að Jón Sigurðsson vinni

Í kosningu Framsókn/EXBÉ til formanns. Ekki það að mér sé eitthvað illa við Sif Friðleifsd, heldur er það vegna þess að ég tel að ef Siv vinnur Jón í þessari kosningu, Guðni Ágústsson vinni Jónínu Bjartmarz að þá eru líkur á því að flokkurinn þurkist ekki út í næstu kosningum.

En ef Jón vinnur Sif og Jónína vinnur Guðna, að þá eru allar líkur á því að þessi blessaði flokkur þurrkist út og þá verður betra að lifa á íslandi.

Annars er ég sem stuðningsmaður ÍA að horfa uppá það að þurfa að fara á Reyðarfjörð og álíka næsta sumar ef ég ætla að fylgja mínu liði. Sem er sorglegt því spilamennska liðsins síðastliðna leiki hefur verið mjög góð. Þetta fellur bara ekki með þeim.

Annars sit ég hér á Café Amour á Akureyri....já ég er á Akureyri...brunaði norður í dag til þess að fara á fiskidaginn mikla á Dalvík. Mamma & Pabbi eru þar á húsbílnum og svona og ég skrapp yfir á Akureyri til þess að hitta einhvern úr leynifélaginu.

Verð að hrósa Dalvíkingum fyrir þetta framtak, 40 - 50 fjölskyldur voru með opið hús í kvöld fyrir alla, þar sem fiskisúpa var í boði og síðan á morgun er allskonar góðgæti úr sjónum í boði fyrir alla, allann daginn, frítt!!!! Alveg geggjað....Það er búist við 30.000 manns eða meira á morgun. Þannig að það verður stemmning á Dalvík á morgun

Já...bæðevei......allir..hvort sem þeir séu samkynhneigðir eða ekki....innilega til hamingju með daginn á morgun. Vonandi að sem flestir taki þátt í Gay Pride göngunni. Ætla á næstu dögum aðeins að commentera um Gunnar í krossinum, en ég heyrði viðtal við hann í útvarpinu og er bara of reiður/pirraður núna á honum til þess að tjá mig á skynsamlegan hátt

Þannig að

Stay Tuned

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Jáhábbs....er barasta búinn að bóka flugið

Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að leikarar ( ok og kannski listafólk almennt ) sé eitt það opnasta fólk sem ég hafi kynnst ( allavegana flestir, ekki allir ). Veit ekki hvort að það tengist því eitthvað að við erum samansafn af athyglissjúkum einstaklingum eða hvað en það er allavegana eitthvað.

Ástæða þess að þetta er mér svona ofarlega í huga er sú að í gær hitti ég meirihlutann af þeim sem eru að fara út með mér ( ekki með mér en í sama skóla ) Rose Bruford, ( sömuleiðis Dísa :) )

Þau sem voru þarna ( ekki í neinni sérstakri röð ) Ég - námsbraut: European Theatre Arts. Snædís - námsbraut: European Theatre Arts. Kári - námsbraut: European Theatre Arts. Hrund - Námsbraut: American Theatre Arts. Dísa - námsbraut: American Theatre Arts. Jóel - námsbraut: Acting. Bryndís - námsbraut: Acting. Addi kærasti Bryndísar ( verðandi Gítarkennari minn og Jóels :p )

Ingi sem er að fara á International Foundation Course ( eitt ár ) komst ekki sem og gaurinn frá ísafirði sem enginn veit hver er né hvaða braut hann er að fara á. Síðan eru kannski einhverjir fleiri sem eru líka að fara sem við vitum ekki um.

En allavegan, ég hafði auðvitað hitt Jóel áður sem og Kára ( Kári lék hjúkkuna mína í Blóðberg hjá Stúdentaleikhúsinu ) og Hrund sem er ofan af skaga. Jóel hafði hitt alla nema Hrund áður, Kári hafði hitt mig og Jóel, Bryndís mig og Jóel en vð vorum semsagt að hittast öll í fyrsta skiptið saman.

En það var sko ekki eins og það væri raunin því að þessi hópur einhvernveginn small saman, eins og við hefðumst hist einu sinni í viku síðastliðinn 10 ár eða eitthvað. Auðvitað verður það ekki þannig að við komum til með að chilla saman á hverjum degi eða eitthvað álíka, í mismunandi fögum og svoleiðis, en samt gaman hvernig við smullum. Það er það sem ég á við þegar ég segi að leikarar ( og kannski listamenn ) séu almennt opnari en aðrir.

En nota bene með þessu er ég ekki að segja að "við" séum eitthvað betri en aðrir í mannlegum samskiptum en aðrir.

En ég og Kári og Snædís bókuðum flugið í gær, með British Airways. Fljúgum út þann 13 sept öll saman sem er bara snilld ( shit...einn mánuður þangað til). Við það að bóka flugið varð þetta raunverulegt. Segi bara að við erum heppin að hafa ekki verið að fljúga út í dag miðað við það sem er búið að ganga á úti í Bretlandi.

Annars er blogger.com búið að vera eitthvað leiðinlegt undanfarna daga. Vonandi að þeir kippi þessu í lag.

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Leiklistarfólk

Mikið langar mig að fara að sjá sýninguna Penitreidor sem er verið að sýna útá Granda, skilst að þar sé mikil snilld á ferð. Hins vegar langar mig ekkert sérstaklega að sjá Footloose, skil ekki afhverju.

Horfði auðvitað spenntur á Rockstar í gær. Mikið ansk er Magni að standa sig vel, hrikalega flottur perfomans hjá honum og söngurinn magnaður. Finnst Lukas rusl.

Var í prufu í gær fyrir Icelandair auglýsingu hjá Pegasus ( takk Beta ) Finnst mér hafa gengið vel en það ætti að koma í ljós í dag eða á morgun hvort að ég fái giggið. Myndi glaður vilja það.

Þannig að

Stay tuned

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Helv Blogger.com dæmi

Ég virðist búinn að týna u.þ.b. 20 færslum frá því að ég var að byrja á þessu blogg dæmi. Það er súrt því að ég hefði gaman að því að lesa það sem ég skrifaði þá.

En því miður að þá er það barasta týnt og tröllum gefið

Þannig að

Stay tuned
London....London....London.....London.....London

Úff....shitturinn titturinn ****** og *****.

Ég á eftir að vinna í 8 daga og þá er ég hættur í vinnunni minni, en þá er ekki eins og það taki við eitthvað sumarfrí hjá honum Matta litla...nei því þá þarf hann að fara að skipuleggja og ganga frá öllum þeim málum sem fólk þarf að ganga frá þegar það flytur af landi brott.

Jóel mun að öllum líkindum fara út á undan mér ásamt spúsu sinni, ég ætla mér ekkert að fara fyrr en ég þarf þess. Hugsa að ég fari þann 15 sept. Dagsetningin 15 hefur reynst mér vel í gegnum tíðina.

Annars erum við að velta því fyrir okkur ég og Jóel að byrja á því að vera með svona Video-blogg þegar við erum komnir til London og komnir með netið og tv og allann pakkann.

Hef í raun ekkert mikið að segja....jú ég sótti um starf í sunnudagsskólanum í kirkjunni í London.....hugsa að það gæti verið gaman, langt síðan ég hef komið nálægt svoleiðis starfi. Einnig er ég að vonast til þess að NFS sjái sér fært á að nota mig eitthvað, en það er í farvatninu. Síðan er bara að sjá hvort að það gerist.

Þannig að

Stay tuned