þriðjudagur, apríl 04, 2006

Lánasjóður Íslenskra Námsmanna.......eða hvað?

Síðustu daga hefur LÍN ( Lánasjóður Íslenskra Námsmanna ) verið mér ansi hugleikið efni. Leyfið mér að útskýra aðeins. Eins og fram hefur komið hér á blogginu hjá mér nokkuð oft undanfarna daga og ég þreytist ekki á að endurtaka, að þá er komst ég inn í leiklistarskóla út í Bretlandi.

Þessi skóli er ekki ódýr......þ.e.a.s. skólagjöldin eru há fyrir utan fæði og húsnæði auðvitað. Því myndi maður ætla að þegar íslenskir námsmenn fá tækifæri til þess að læra erlendis að Íslenska Ríkið myndi styðja viðkomandi með láni frá LÍN, þannig að viðkomandi þyrfti ekki að leita til bankastofnanana. EN NEI.......

Smá söguskýring. 1992 að þá var staða LÍN mjög veik, reyndar svo veik að það lá við gjaldþroti. Þá var tekin sú ákvörðun að breyta úthlutunarreglunum þannig að ekki skyldi verða lánað fyrir grunn-háskólanámi erlendis eins og hafði verið gert fram að því.

Í dag, 14 árum seinna að þá liggur LÍN á peningum eins og ormur á gulli en samt sér Menntamálaráðherra ekki ástæðu til þess að breyta þessu.

Þrátt fyrir þá staðreynd að SÍNE ( samband íslenskra námsmanna erlendis ) séu búnir að láta vinna fyrir sig lögfræðiálit þar sem það kemur skýrt fram að núverandi úthlutunarreglur LÍN fela í sér skýlaus brot á EES samningnum, sem íslensk stjórnvöld eru bundin af. Þrátt fyrir þetta skellir Menntamálaráðherra við skollaeyrum.

Þannig að staðan er sú hjá mér í dag, að ég þarf að leita á náðir bankanna til þess að fjármagna það nám sem ég sækist eftir. Nota bene....þetta er lán sem um er að ræða og ekkert annað.....því er mér fyrirmunað að skilja LÍN eða Mennamálaráðherra.....

Það er vonandi að fundur sem SÍNE mun eiga með Mennamálaráðherra á næstu dögum komi til með að hafa einhver áhrif.....en ég er ekki bjartsýnn.

Þannig að

Stay tuned

Ps: er að fara til London eftir nokkra klukkutíma:)

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki einn um málið, Ég fór allar leiðir sem ég gat farið. Hringdi og mailaði til menntamálaráðherra. Það var ekki einu sinni svarað. Gunnar Birgisson tók mál mitt á stjórnrarfundi og því hafnað, ástæða engin.

Gangi þér vel í náminu.

Nafnlaus sagði...

Hættu þessu væli. Þótt lín sé ekki það besta sem til er þá er þetta afar gott.. þú færð þó líklegast framfærslu frá þeim. Ekki er það svo gott í USA. Þú verður bara að vinna eins og brjálaðingur í fríum.. Það er dýrt að fara til útlanda í nám og ef LÍN myndi borga þetta fyrir hvern sem er þá væru þeir fljótir að fara á hausinn..

En gangi þér samt vel í náminu, og í versta tilfalli þá er þetta yfirdráttur hjá bönkunum.... :/

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Ok þú mátt segja að ég sé að væla...gjörðu svo vel. En að segja að þetta sé afar gott fyrirkomulag er mér algjörlega fyrirmunað að skilja.....Þetta er grófleg mismunun og er verið að brjóta á rétti fólks. Með USA veit ég ekki, skilst þó að þar sé lánað fyrir framfærslu. Og ég er ekki að tala um þetta eins og það að ég sé að fara til Bretlands sem eitthvað aðalmálið.

Það á ekki að vera þannig að fólk eigi að þurfa að fá yfirdráttarheimild hjá bönkunum.

Og ég get ekki undirstrikað það nógu oft að þetta er lán og ekkert annað, ekki gjöf

Á erfitt með að sjá að ég sé eitthvað að væla, og einnig á ég erfitt með að taka mark á einhverjum sem skrifar ekki einu sinni undir nafni. Það lýsir heigulskap. En ég er nú samt búinn að tjá mig nógu mikið um þetta við anonymous.......ohhh...

Nafnlaus sagði...

Ég var að vinna úti í Afríku í sumar. Þar gátu ekki öll börn, á þeim aldri sem við köllum "grunnskólaaldur" gengið í skóla því að þau þurftu að vinna fyrir fjölskyldunni. Háskólamenntun stóð aðeins örfáum auðmönnum til boða. Fólk, sem vissi fyrir víst að það ætti fyrir næstu máltíð, var talið gæfuríkt. Ef einhver veiktist, var ekkert hægt að gera nema fyrir stórfé. Gamla fólkið var upp á yngra fólkið komið og stundum var það borið út, dauðvona, og skilið eftir í vegarkantinum í von um að UN mundi bjarga því.

Heimamenn voru ekki að skilja að til væri land þar sem öll börn gengju frítt í skóla, öll ungmenni færu í gjaldfrjálsan framhaldsskóla og allir gætu farið í gjaldfrjálsa háskóla og auk þess fengið lán fyrir framfærslu. Og þegar ég sagði þeim að heilsugæsla væri gjaldfrjáls fyrir börn og ódýr fyrir gamalmenni og reyndar alla, miðað við raunkostnað, þá sögðu menn að ég hlyti að vera að ljúga. Þá spurðu menn, hvort við hefðum nokkur laun, úr því að þjónustan væri svona góð. Þegar ég sagði þeim frá launatölunum sögðu þeir: "Heima hjá þér eru allir milljónamæringar og fá alla hluti frítt. Hvar er þetta litla olíu- gull- og demantaríki?"

Enginn neyðir þig til að taka lán í banka. Ef hins vegar námið er einhvers virði, sem þú ert í, munt þú hafa það miklar tekjur að þú munt auðveldlega getað borgað bankalánið til baka. Ef það er ekki ljóst, að afkoman verði það góð, þá er valið á skólanum einfaldlega vanhugsað og óhagkvæmt. Það er ekki eðlilegt að samfélagið greiði hallann af því.

Nafnlaus sagði...

Sæll.Ég keypti geit handa fjölskyldu í Afríku, og það er alveg satt.Ég gerði þetta um leið og ég nennti með gíróseðilinn í bankann í morgun.Ég reyni eins og ég get að styrkja góð málefni, en ég get á engann hátt verið sammála seinasta ræðumanni á nokkurn hátt.Anskotann kemur því við hvort börn í Afríku komist eða komist ekki í skóla og að Lín sé steingervingur.Þetta er ekki sambærilegt.Í danmörku fá námsmenn SU styrki.Þetta eru hvetjandi aðgerðir fyrir námsmenn.Íslenska ríkið á alveg efni á því að koma á fót styrkjakerfi því að meiri menntun skilar inn meiri tekjum fyrir samfélagið.Ég er líka búinn að standa í þrefi og leiðindum við lín og aðrar stofnanir.
Það eru engin rök fyrir því að Lín sé að verða peningalaus því svo er ekki.Svo eru Lín og allir bankarnir (nema s24) í samstarfi um að hirða af námsmönnum þessar litlu tekjur sem þeir hafa í vexti.Hvar er mannúðin í bankabrannsanum?.Íslensku bankarnir færu létt með að bjóða yfirdráttarlán mun mun mun lægri vöxtum en þeir gera.Og þó vextirnir væri engir sæi vart högg á vatni hjá þeim.Þeir bjóða 12% vexti "EF" viðkomandi hefur fengið vilyrði fyrir láni hjá lín.Þarna komum við að annari fyndni staðreynd.Bestu kjör stóru bankana á yfirdráttarvöxtum fyrir námsmenn eru 16% (kbbanki) Þetta gildir bara fyrir fátæka námsmenn sem neyðast til að lifa án hjálpar lín.En S24 býður almennum borgurum 15% vexti og ótakmarkaða heimild.!! hummm rosalega eru þessi námsmannakjör stóru bankanna góð.Gróðrafíkn sem fær mig til að kúgast.
Einhver ómenntaður asni sem les þetta á örugglega eftir að commenta á skrif mín með einhverju álíka "Afhverju ertu að væla yfir því að fá ekki lán á betri kjörum?...geturu bara ekki unnið eins og maður og safnað fyrir náminu!!?"
Jú vissulega gæti ég tekið mér árs frí milli anna til að vinna upp í kostnað.En eftir að hfa "rekið" bankana ásamt löndum mínum í yfir 20 ár finnst mér ég eiga betra skilið!!

Munið það....ef þið skuldið bönkunum 100 þús, þá eiga bankarnir ykkur!!!
Ef þið skuldið þeim 100 milljónir þá eigið þið bankana.

Nafnlaus sagði...

ég vona bara að menn finni ip tölu anonymous til að sjá hver þetta er...

...það að leggja ástandið í Afríkuríki að jöfnu við það að LÍN EIGI ekki að standa sig í stykkinu... er svo ótrúleg rökleysa að ég er að hugsa um að taka þessa röksemda færslu til í fullt af ræðum og greinum sem ég mun halda/skrifa... það grátlegastsa við þetta er að hugur anonymous trúir ruglinu sem kemur þaðan... og anonymous er því miður ekki sú eina/ sá eini sem trúir á svona rugl.

Þetta er allt spurning um pólitískan vilja... og forgangsröðun... þetta lýsir einmitt því að hægri stjórn er við völd og hana nú... burt með helvítið.

Við íslendingar hljótum að fara einhvern tíman að líta á menntun sem fjárfestingu til framtíðar... það mun ekki gerast meðan þessir flokkar verða við völd.

Síne og fleiri hafa komist að því að þetta sé brot á EES... og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ríkisstjórninni er skítsama um slíkt.

Gæti haft þetta lengur en ætla að hemja mig og segi því bara, áfram Matti, þú ert snillingur, og megi nafnlaus skrif á netinu fara til helvítis;)

Nafnlaus sagði...

Hrikalegt að þú fáir ekki pening í þetta nám. Þetta þjóðfélag þarf nefnilega á leikurum og listamönnum að halda. Þetta er fólkið sem skilar tekjum í þjóðfélagið. Rúnkari

Nafnlaus sagði...

Anonymous:

veit ekki hvert þú ert að fara... ertu að pirra þig á því að maðurinn vilji verða listamaður???

Ef svo er hver er þá rúnkarinn, ef allt er sagt í kaldhæðni þá hlýtur þú ekki að vera að meina orðið rúnkari nema það eigi við þig:)???

og hver er þá að niðurlægja sjálfan sig hérna??? Einmitt þú Anonymous...

Og ekki reyna að fara þá leið að telja þig eða einhvern annann trú um það að listir séu ekki góðar fyrir þjóðfélagið okkar, bæði fyrir andann og efnið... bendi ég á rit Ágústar Einarssonar "hagræn áhrif tónlistar" sem viðskipta og hagfræðideild H.Í. gaf út árið 2004. til að informa þig þá er ISBN númerið 9979-9559-5-3. Svona svo þú haldir ekki áfram að rugla...

Bið ég þig um að hætta þessu ótrúlega rugli þínu... bara til þess að sýna sjálfum þér virðingu:)

og ef þessi orð eru til þess að reyna að bíta eitthvað í Matta þá máttu fatta það að þetta er ekki að virka. Sýnir einmitt frekar hvað Matti er merkilegur þegar menn nenna að eyða tíma í að reyna að skjóta hann niður:)

Annars eru 100 manns til í að backa hann up gegn svona ótrúlega heimskulega og persónulegu rugli hjá þér...

Hvað ertu annars að pæla með þessu??? það þykir mér gaman að vita... ég þekki nokkra sálfæðinga sem vinna mikið með karaktera eins og þig og sé að af nógu er að taka hjá þér... fyrst að minnimáttarkendin brýst svona út hjá þér..

Hafðu það annars gott

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Ég get ekki annað en þakkað stuðninginn Ólafur og Grjón og Ísleifur.......Takk.

Og Grjón, takk fyrir falleg orð í minn garð.....sömuleiðis:)

Anonymous....takk fyrir að vera til....en vinsamlegast ekki tjá þig hér nema undir nafni....og þið hin sem lesið þetta.

Mér nefnilega finnst svo erfitt að taka mark á fólki sem ekki skrifar undir eigin nafni ( og réttu )

Ég hef ekkert á móti skoðanaskiptum, annars væri ég ekki með commentakerfi á síðunni minni, ég líka er óhræddur við að játa ef ég hef rangt fyrir mér.

En í þessu máli get ég ekki undir neinum kringumstæðum fallist á röksemdir anonymous, því að þetta eru röksemdir sem halda ekki vatni eins og búið er að benda á hér að ofan.

Þá má kalla mig rúnkara, og vælandi listamannsfífl og ég veit ekki hvað, en það breytir ekki skoðunum mínum og allra síst fær það mig til þess að taka mark á mönnum. Svoleiðis orð gjaldfella frekar skoðanir þess sem viðhefur.

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Ég get ekki annað en þakkað stuðninginn Ólafur og Grjón og Ísleifur.......Takk.

Og Grjón, takk fyrir falleg orð í minn garð.....sömuleiðis:)

Anonymous....takk fyrir að vera til....en vinsamlegast ekki tjá þig hér nema undir nafni....og þið hin sem lesið þetta.

Mér nefnilega finnst svo erfitt að taka mark á fólki sem ekki skrifar undir eigin nafni ( og réttu )

Ég hef ekkert á móti skoðanaskiptum, annars væri ég ekki með commentakerfi á síðunni minni, ég líka er óhræddur við að játa ef ég hef rangt fyrir mér.

En í þessu máli get ég ekki undir neinum kringumstæðum fallist á röksemdir anonymous, því að þetta eru röksemdir sem halda ekki vatni eins og búið er að benda á hér að ofan.

Þá má kalla mig rúnkara, og vælandi listamannsfífl og ég veit ekki hvað, en það breytir ekki skoðunum mínum og allra síst fær það mig til þess að taka mark á mönnum. Svoleiðis orð gjaldfella frekar skoðanir þess sem viðhefur.

Nafnlaus sagði...

Halló halló hvar var ég meðan á þessum skothríðum stóð!!?? Ég vil vera með!! En þú nafnlaus ert ekkert annað en hrokagikkur að láta svona út úr þér!! Að halda því fram að LÍN sé afar gott er mesta fjarstæða sem ég hef heyrt í langan tíma! Þótt þeir í USA eða jafnvel Afríku fái ekki aura þá fá þeir sem eru að fara til Bretalands aurinn ekki heldur! Er þá ekki eitthvað að hjá LÍN?? Málið er bara það að menntamálaráðneytið þarf virkilega að fara að taka til hjá sér í sambandi við allt nám erlendis sem og innanlands og sérlega í sambandi við námslán!! Ég fæ ekki einu sinni framfærslu fé frá LÍN ef ég ætla í skólann sem mig langar í út í DANMÖRKU!!! En danir vilja nú styrja mann þannig maður er nokkuð öruggur.En hér heima þá virðist allt vera til að reyna koma manni frá námi.. Fattar ríkisstjórnin ekki að ef sem flestir eru menntaðir þá verður landið ríkara???
Matti minn þú ert bestur og ég elska þig í klessu !!!

Nafnlaus sagði...

ég er ekki sammála þér Eyja... þú segir að það sem nafnlausi segir sé dæmi um hroka... þeir sem eru hrokafullir hafa þó eitthvað...

Nafnlausi hefur ekki neitt... nema ruglið sitt...

Heimska og hroki fara þó oft saman... en alls ekki þarna... þetta er bara heimska:)